Long time no blog!

Eitthvað er maður nú latur við að blogga þessa dagana.

Ekki lofa ég bót og betrun, best að segja sem minnst.

Dagurinn í gær var ótrúlegur:

-ÉG gleymdi símanum heima (35 km)

-Tölvan varð rafmagnslaus á bæjarráðsfundi, neitaði að hlaða sig og ég varð sambandslaus við umheiminn.

-Tölvutengingin á skrifstofunni virkaði ekki eftir hádegi.

-Bókun mín í flug klúðraðist og svo var orðið fullt í vélina þegar það uppgötvaðist.

-Eyrún dóttir mín fór að baka... en það voru plastílát í bakaraofninum sem hún vissi ekki af. Það fór þó vel og varð ekki teljandi tjón.

 

Annars er bara gaman að fylgjast með prófkjörum flokkanna. Ég var ekki sáttur við prófkjör Samfylkingar í NA-kjördæmi en maður jafnar sig á því. Einar Már átti betra skilið að mínu mati.

Tryggvi Þór er í bölvuðum vandræðum. Hann hefur kannski ekki gert neitt ólöglegt en vilja kjósendur menn sem tóku 300 milljóna lán sem ekki þurfti að standa skil á? Þetta var eins og með aðra kaupréttarsamninga. Möguleiki var á að græða og græða mikið en engin hætta á að tapa. Þetta tíðkaðist þá en nú eru breyttir tímar. Einn sveitungi okkar Tryggva sagði jafn líklegt að Tryggvi væri með flekklausa fortíð og að finna hreina mey í hóruhúsi. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Sjálfstæðismenn velja sitt fólk og verður forvitnilegt að sjá hvernig Tryggva gengur. Hann verður örugglega góður þingmaður ef hann fær til þess stuðning.

Þangað til næst.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við að kíkja á fundinn með Tryggva á föstudag Gummi?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 03:06

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hvar er þessi fundur? Ég verð reyndar að koma frá RVK, lendi á EGS kl. 20:00. Auðvitað væri gaman að kíkja á fund. Vertu í bandi við mig.

Ég geri að tillögu minni að ef Tryggvi verður alþingismaður þá verði þú aðstoðarmaður hans í kjördæminu.

Ef Tryggvi verður ráðherra finnst mér sjálfgefið að þú verðir ráðherrabílstjóri.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.3.2009 kl. 09:06

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Gaman að lesa hvað þið félagarnir skrifið. Hvar verður þessi fundur með Tryggva?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 12.3.2009 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband