Maraþon á landsmóti í sumar
12.3.2009 | 09:46
Nú er ég loksins búinn að finna markmið... eða öllu heldur Jói Tryggva sem gaukaði þessu að mér.
Ég ætlaði reyndar bara að hlaupa erlendis eins og ég gerði með Hálfdáni og Birni í fyrra en þið vitið, gengið og allt þetta vesen setur strik í reikninginn. Reykjavíkurmaraþon hentar mér ekki, tímasetningin er þannig. Maður á að njóta sumarsins, það er Neistaflug, pæjumót, hjólhýsaferðir, grill og öl sem því fylgir. Því er formið ekki upp á það besta í ágúst.
Landsmót UMFí verður haldið á Akureyri í júlí og í fyrsta skipti verður keppt í maraþonhlaupi. Þetta verður einnig fyrsta maraþonhlaupið í Eyjafirði. Hlaupið fer líklega fram laugardaginn 11. júlí fyrir hádegi. Þá reyni ég að nálgast tímann 4 klukkustundir en í Kaupmannahöfn hljóp ég á 4:17.
þetta er verðugt og skemmtilegt markmið.
Hér með auglýsi ég eftir góðu fólki til að slást í för með okkur Jóa Tryggva. Það er ekki of seint að byrja. 4 mánuðir til stefnu.
Þá er ég búinn að opinbera markmiðið og setja á mig pressu.
Nú verður ekki aftur snúið.
"Run to the hill, run for you life"
Athugasemdir
Ég er ánægð með þig! Þú ert hlaupahetjan mín.
SigrúnSveitó, 13.3.2009 kl. 11:51
Ég myndi gjarnan vilja hlaupa þetta með þér, en þar sem mér er lífsins ómögulegt að vakna fyrir hádegi á laugardögum er það ekki inni í myndinni. Svo ætlaði ég einmitt að mála stofuna þennan dag...
Ingvar Valgeirsson, 16.3.2009 kl. 11:51
Þetta er glæsilegt markmið hjá þér.
Ég skokkaði nokkuð fyrir all löngu síðan, reyndar eru mörg kíló og ár síðan.
Aldrei lagt í maraþon, en það svæsnasta sem ég gerði var að hlaupa yfir Fjarðarheiði.
Jón Halldór Guðmundsson, 17.3.2009 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.