Ferð án enda!

Heitir gamalt lag með okkur sem er sennilega okkar vinsælasta fyrr og síðar. Þetta var líka titill á safnplötu okkar sem kom út 2003 en er nú ófáanleg. Þetta er nokkuð lýsandi titill fyrir tilveru þessarar sveitar sem ég hef verið í síðan ég var 13 ára. Vinskapur okkar hefur alltaf verið númer 1 og tónlistinn fylgt með... Ekki ofsögum sagt að þetta sé svona saumaklúbbur (reyndar ekkert saumað) svo er þetta hrekkjalómafélag eins og fréttir síðustu daga bera með sér.

það var aldrei tilgangur að gabba aðdáendur okkar, síður en svo. Enda held ég og það sýndi sig að fæstir trúðu þessu en samt var eitthvað gruggugt við þetta allt. Ekki furða að sumir hafi verið hissa... ég var það.

Við félagarnir þökkum góðar kveðjur frá vinum og kunningjum sem sýnir okkur að enn er áhugi fyrir Súellen. Þetta verður okkur vonandi hvatning til að bretta upp ermarnar og skapa nýja tónlist... eða allavega hittast og...

Ég man eftir fjölda hrekkja sem við höfum staðið fyrir. T.d. sendi ég eitt sinn út fréttatilkynningu þar sem kom fram að hljómsveitin væri að fara í frí (sem var reyndar rétt) en ástæðan var sú að trommari sveitarinnar, Jóhann Geir Árnason, væri að fara í harmónikunám til Þýskalands!!! Ég gleymdi reyndar að segja Jóa frá þessu en hann fékk símtöl í kjölfarið frá fjölskyldunni sem hafði ekki hugmynd um námsför hans til Þýskalands:)

meira hér og í blöðum dagsins

http://www.visir.is/article/20071212/LIFID01/112120156


mbl.is Súellen gabbaði aðdáendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Þú komst þó í blöðin. :)

Einar Ben Þorsteinsson, 12.12.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Í Austurgluggann?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.12.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Já að sjálfsögðu. Ég var tekinn líka. :) Búið að prenta blaðið.

Einar Ben Þorsteinsson, 12.12.2007 kl. 10:41

4 Smámynd: Einar Ben Þorsteinsson

Guðmundur R. Gíslason, rekinn úr SúellenFékk SMS skilaboð eftir 25 ára samstarfGuðmundur R. Gíslason, tónlistarmaður og forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð hefur verið rekinn úr hinni Norðfirsku hljómsveit Súellen. Þetta kemur fram á bloggsíðu Guðmundar, gummigisla.blog.is Þar segir jafnframt að hann hafi fengið SMS símskilaboð þess efnis frá fyrrverandi hljómsveitarfélögum sínum. “Ég hefði hlegið ef það hefði verið 1. apríl en svo var ekki. Ég sendi sms tilbaka en fékk ekkert svar. Ég hefði nú þegið það að vera boðaður á fund til að ræða málin. Mér finnst ég nú eiga það skilið eftir 25 ára farsælt starf.” segir Guðmundur á bloggsíðu sinni um málið.

Einar Ben Þorsteinsson, 12.12.2007 kl. 10:42

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

he, he! Þú verður að leiðrétta í næsta blaði

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.12.2007 kl. 11:16

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Svo getum við að sjálfsögðu veitt þér einkaviðtal, er ekki laus opna í næsta blaði? Getum sagt frá fleiri hrekkjum:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.12.2007 kl. 11:22

7 identicon

 Haha ég ætlaði ekki að trúa þessu, Súellen er töff;)

Jónína Harpa (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 17:28

8 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég trúði þessu og hugsaði hvers konar bófar væru með þér í hljómsveit, en nú er mér létt. Máttur bloggsins er mikill. Kveðja austur. 

Eyþór Árnason, 13.12.2007 kl. 00:31

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég var farinn að æfa mig að syngja ...konaaaaaaaaaaaaa

Einar Bragi Bragason., 13.12.2007 kl. 23:13

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, það var við hæfi frá þér. Það er rétt að upplýsa að Einar Bragi spilar saxófónsólóið í lok þess lags. Það var árið 1991, ef ég man rétt. Þá voru bestu bönd þess tíma, Stjórnin og Súellen, bæði að taka upp í Hljóðrita. (Sammála Einar?) Við báðum þennan fjallmyndarlega saxófónleikara sem við þekktum ekki neitt að spila fyrir okkur sóló sem hann og gerði með Supertramp áhrifum. Stórkostlegt sóló, þó ég segi sjálfur frá. Óskar Páll tók upp og var unun að vinna með honum. Reyndar gengum við fram af honum í fyrstu session þegar við mættum með tvo kassa af Budweiser og 1 líter af Jagermeister. Þetta bárum við inn á undan hljóðfærunum við lítinn fögnuð Óskars en kannski hefur Einar Bragi þess vegna verið að þvælast hjá okkur!!!!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 14.12.2007 kl. 09:13

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

örugglega he he he

Einar Bragi Bragason., 14.12.2007 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband