Rekinn úr Súellen

Já góðir hálsar, þá vitið þið það. Ég fékk sms frá félögum mínum aðfararnótt sunnudags þar sem mér var tilkynnt þetta. Ég var að syngja á balli á Fáskrúðsfirði og sá þetta í pásunni. Ég hefði hlegið ef það hefði verið 1. apríl en svo var ekki. Ég sendi sms til baka en fékk ekkert svar.

Ég hefði nú þegið það að vera boðaður á fund, til að ræða málin. Mér finnst ég nú eiga það skilið eftir 25 ára farsælt starf.

Maður kemur í manns stað... svona er lífið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segir þú nú????  Þetta eru megafréttir!  Þetta er bara eins og í Næturvaktinni:)  Ég veðja á að eftirmaður þinn verði einhver 75%, með nógan tíma úr Gerðistekksættinni! 

(p.s. ég tek þessu með fyrirvara)

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Mér var tilkynnt um eftirmann minn í sms-inu. Ég læt drengjunum eftir að tilkynna það.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 10.12.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ertu ekki að djóka. En barnalegt að gera þetta með þessum hætti. Ég hélt að það væru bara unglingar sem notuðu sms til slíta ástarsambandi.

Kv. Sóley 

Sóley Valdimarsdóttir, 10.12.2007 kl. 18:33

4 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég segi bara eins og Sóley...; Ertu ekki að djóka???!!!

Frekar furðulega að þessu staðið!  Ja, hérna hér! 

SigrúnSveitó, 10.12.2007 kl. 19:13

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Nei nei nú ertu að grínast!!?? Þú verður nú að gera betur grein fyrir þessu... er bara alls ekki að kaupa þetta!!

Úrsúla Manda , 10.12.2007 kl. 21:08

6 identicon

Sei sei. Ég er sammála Úrsúlu. Trúi þessu nú ekki alveg. Súellen væri einkennilegt band ef þú værir ekki þar, þannig að nei - þetta hlýtur að vera bull.

Þoka (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:16

7 identicon

Já!!!! ég átti von á flestu en ekki þessu,hvað gengur fullorðnum mönnum til að framkvæma svona með sms??? þetta minnir mig unglinga sem eru búin að vera á föstu í viku og senda sms til þess að segja kærasta(ustu) upp.Þessir menn eiga vera þroskaðr einstaklingar og sinna hinum ymsú störfum sem sum hver þarfnast mikillar nærgætni og fullkomnum mannlegum samskiptum.En Gummi það tekur sennilega eitthvað skemmtilegra og betra við það er viðhorf mitt við svona fréttum.

Kveðja Kalli(Miðbæ)

Karl Friðrik Jónasson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 21:29

8 identicon

Sæll Gummi já og fjölskylda! Ég hef nú annað slagið kíkt á þessa síðu en aldrei skilið eftir mig spor sem er auðvitað argasti dónaskapur en núna get ég bara ekki annað en tjáð mig!! Ég segi nú bara eins og þeir sem eru hér að ofan...........hvað er í gangi??!!

Hafið það annars sem allra best..........ég bið að heilsa í bæinn

Kv. frá Dk.

Jóna Harpa (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 22:24

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er grín....getur ekki verið annað

Einar Bragi Bragason., 10.12.2007 kl. 23:45

10 Smámynd: Guðmundur Gunnarsson

Þú tekur þá væntanlega undir kröfu verkalýðshreyfingarinnar um að órökstuddar uppsagnir verði aflagðar, sjá hér

Guðmundur Gunnarsson, 11.12.2007 kl. 11:22

11 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég læt þetta náttúrulega ekkert yfir mig ganga. Þetta er náttúrulega spurning um eignaraðild að hljómsveitinni. Hver hefur réttinn til að reka og ráða?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.12.2007 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband