Útgáfutónleikar í Reykjavík

Já góðir landsmenn! Strákurinn ætlar bara að drífa sig suður og halda útgáfutónleika í höfuðborginni. Tónleikarnir verða á skemmtistaðnum Organ í Hafnarstræti. Þetta eru sameiginlegir tónleikar Dúkkulísa og þess sem hér bloggar. Dúkkulísur voru að gefa út disk með nýju og gömlu efni í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar.

Ég verð með stórskotalið með mér: Halli Reynis trúbador gítar, Jakob Magnússon bassi (SSsól og fl.), Erik Qvick trommur og Tommi Tomm rafgítar (Rokkabillýbandið). Sjá mynd hér að neðan sem tekin var á dögunum. Súellen, gamlir

 

Ég vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum sem hefjast kl. 20:30. 11. október (fimmtudag).

Svo stendur til að sýna loksins lag með mér í Kastljósi annað kvöld (miðvikudag). Allir að horfa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband