Allt tekur enda...

...þar á meðal verkefnið sem ég er að vinna við sem mannauðsstjóri hér á Reyðarfirði. Nú er komið á hreint að ég er atvinnulaus frá og með áramótum. Er reyndar í hlutastarfi sem forseti, bæjarfulltrúi og tónlistarmaður. Það má nú kannski flokka sem áhugamál.

Nú vantar mig hugmyndir og langar að kanna mátt bloggsins. Endilega skjótið á mig hugmyndum. "Kommentið!!!"

Vinnan þarf helst að vera á Austurlandi því mig langar ekki að flytja. Eruð þið með hugmyndir eða vitið þið um laust starf sem gæti hentað?

Svo má alltaf búa sér til vinnu ef ekkert sniðugt býðst Cool Allt opið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er voða hugmyndasnauð. En ertu ekki menntaður kennari?

SigrúnSveitó, 30.8.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Jú mikið rétt, útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri fyrir 10 árum. Kennari er hugmynd:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 30.8.2007 kl. 13:43

3 identicon

Tónleikahaldari,slá Einari Bárðar við og flytja inn Pink Floyd.Hvar er draumurinn um consert uppi við snjóflóðagarðinn,þarna að ofanverðu?Er það dauð hugmynd Gummi?The Wall á Neskaupstað er miklu magnaðri hugmynd en þegar Roger Waters setti upp í Berlín hér í denn.Hvernig væri að fara að spá í þetta aftur?

Kv.Hertoginn á Bjarti NK

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 18:22

4 Smámynd: Karl Jónsson

Frjór maður eins og þú Guðmundur verður ekki í vandræðum með að finna sér eitthvað að gera. Eru ekki fullt af tækifærum þarna í kring um þig? Miðað við "áhugamálin" þín, sem flestir myndu nú telja fulla vinnu  þá þarft þú að vera í vinnu þar sem þú getur sæmilega um frjálst höfuð strokið tímalega séð.

Ég er alls ósmeykur fyrir þína hönd en ef allt um þrýtur þá er alltaf pláss fyrir gott fólk í Skagafirðinum.......og ég með trommusett uppstillt í kjallaranum!!

Karl Jónsson, 31.8.2007 kl. 08:46

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ef þú átt stofnfé þá er ég með hugmynd......

og svo vantar alltaf bílaþvottastöð á Austurland.....og svo eins og þú veist er þú einn af fáum mönnum hér sem kannt að reka veitingahús.

Einar Bragi Bragason., 31.8.2007 kl. 09:16

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

sko, þú færð bara vinnu hjá Bylgjunni, getur stjórnað því bara heiman´frá þér, skreppur suður svona 2x í mán, 2-3 daga í senn og segir svo liðinu bara til í gegn um tölvusamskipti og símann.

Búin að leysa þetta og gangi þér vel í þessu nýja starfi...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.9.2007 kl. 21:57

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er ekki göngustígur til Alcoa?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 14:17

8 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég þakka svörin. Allt kemur til greina en... svakalega væri gaman að vinna aftur á Norðfirði.

Elma, það er göngustígur en yfir þunga umferðagötu að fara!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.9.2007 kl. 15:28

9 identicon

Gummi, mig vantar mann til að reka alþjóðlegt upptökuver, svona sveitasetur með öllum fullkomnustu græjum og aðstöðu fyrir ofdekraða tónlistarmenn með sérþarfir! Spauglaust. Tónlistarmenn sem eru að taka upp eru oftar en ekki að leita að stað til að komast í ró, þar sem falleg náttúran og kyrrðin veitir innblástur en samt stutt í alla þjónustu. Nokkrir snillingar hér fyrir norðan eru komnir af stað (erum með hljóðhönnuð og upptökumenn), en ég held að maður af þínu kalíberi sé elementið sem vantar í formúluna. Bissnessvit + þekking á tónlistarbransanum.

Maggi Ásgeirs (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:24

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Spennandi hugmynd Maggi. Þú veist hvar þú nærð í mig.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.9.2007 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband