Nýr meirihluti í Fjarðabyggð
7.6.2010 | 10:02
Hvers vegna? Í fjölmiðlum var það látið líta svo út að Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft valið því hann var sigurvegari kosninganna. Í raun var það þannig að Framsóknarflokkurinn ákvað að hætta núverandi meirihlutasamstarfi og hoppa upp í hjá íhaldinu. Það er svo sem í lagi en mér finnst Framsókn verða að skýra þetta betur út fyrir okkur kjósendum.
Nú bíð ég spenntur eftir svörum frá Framóknarflokknum hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Já og líka hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að taka boði Framsóknar í stað þess að neita og taka upp viðræður við Fjarðalistann.
Ágreiningur í kosningabaráttunni var töluverður á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins og m.a. fór Guðmundur Þorgrímsson yfir það á fundi í Neskaupstað hvernig sjálfstæðismenn fóru frjálslega með staðreyndir. Eiður Ragnarssson rak lygi ofan í Jens Garðar í blaði Framsóknar og er enn að pönkast í þeim sem sjá má hér í athugasemdum: http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/Valdimar_fekk_flestar_utstrikanir_i_Fjardabyggd
Framsókn velur semsagt frekar að vinna með andstæðingum sem fara með fleipur í kosningabaráttu í stað þess að vinna áfram með samstarfsflokki sem fór fram með málefnalega kosningabaráttu og hefur verið góður samstarfsflokkur. Ég sem fyrrverandi samstarfsmaður í meirihluta hef allavega ekki fengið kvartanir frá fyrrverandi samstarfsflokki, Framsóknarflokknum í Fjarðabyggð.
Sjálfstæðisflokkur vill frekar vinna með flokki sem sakar þá um lygar og staðreyndafölsun.
"Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur."
Ég bíð spenntur eftir útskýringum frá öllum flokkunum þremur á því hvernig stendur á því að nýr meirihluti var myndaður eins og raun ber vitni.
Svo væri gaman að vita hvers vegna niðurstaðan varð sú að auglýsa eftir bæjarstjóra. Ég hélt að báðir flokkar vildu leita að reyndum heimamanni. Ég spái því að eftir auglýsingaferlið verði ráðinn sjálfstæðismaður. Mjög líklega er um það samið á bakvið tjöldin að Sjálfstæðisflokkurinn ráði þessu.
Svo spyr ég eins og sumir hafa spurt. Hvar er meirihlutasamningurinn? Afhverju er hann ekki opinberaður strax?
Annars er ég bara hress og sef ágætlega út af þessu en hef þungar áhyggjur af því að Framsóknarflokkurinn í Fjarðabyggð þurrkist út í næstu kosningum. Eða nei... ég hef engar áhyggjur af því :-)
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þessar ágætu hugleiðingar. Veit að þú mælir fyrir munn margra hér í bæ. Kannski sérstaklega þeirra sem ruku til í prófkjöri Framsóknar og kusu Jón Björn í 1. sæti. Jón Björn var kosinn af Norðfirðingum vegna ummæla hans um lokun bæjarskrifstofunnar hér í bæ og það gerræðisvald sem hann taldi Guðmund Þorgrímsson hafa í samráði við bæjarstýruna. Jón Björn sagði líka að hann vildi heimamann sem bæjarstjóra og líklega er það rétt hjá þér að við fáum sjálfstæðismann sem bæjarstjóra. Mér er svo sem alveg sama um það ef sá maður hefur heiðaleikann og sannleikann í fyrirrúmi, sem frambjóðendur D listans hér í Fjarðabyggð hafa ekki haft í heiðri. Ummæli efsta mannsins á lista þeirra hafa ítrekað verið hrakin.
Tek undir með þér; af hverju hafa þeir ekki birt málefnasamning sinn? Ég sé svo sem engan mun á bæjarlífinu þrátt fyrir nýjan meirihluta, en ég óttast að við stefnum inn í sama fyrirkomulag og var í Kópavogi með íhald og framsókn við stjórnvöldin og spilling réði lögum og lofum
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.6.2010 kl. 21:20
Takk fyrir hlý orð í minn garð og annara Framsóknarmanna Guðmundur og Elma.
Meirihlutasamningurinn verður birtur á heimasíðu Fjarðabyggðar þegar félögin hafa samþykkt hann.
Síðan spyr ég ykkur ágæta fólk að því hvaða flokkar það voru hér í Fjarðabyggð, sem bættu við sig fylgi, báðir annað kjörtímabilið í röð?? Er ekki fullkomlegar eðlilegt að þeir tveir flokkar ræði fyrst saman, í það minnsta fannst oddvita Fjarðalistans það mjög eðlilegt, þegar það var undir hann borið.
Ég held líka að reynsla síðustu 4 ára sýni okkur það að myndun meirihluta er ekki aðalatriðið heldur að menn geti starfað saman í bæjastjórn óháð því á hvaða lista menn sitja, sú ákvörðun Fjarðalistans að skipta út öllu sínu fólki hefur líka áhrif á allt málið, þar inni er jú allt fólk nýtt og ekki kominn reynsla á samstarf eins og var við Fjarðalistan frá fyrri kjörtímabilum.
Það þarf því ekki nema tæplega meðalgreindan mann til að sjá afhverju þessi leið varð fyrir valinu þrátt fyrir málefna ágreining í aðdraganda kosninga.
Og eitt enn, Framsóknarmenn stungu uppá því að mynduð yrði samstjórn af öllum framboðum þar sem menn kæmu sér saman um málefnasamning á jafnréttisgrundvelli öll 3 framboðin, en það fékk ekki undirtektir hjá bæði Sjálfstæðismönnum, og Fjarðalistamönnum og það var miður.
Eiður Ragnarsson, 19.6.2010 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.