Læknamálið á Eskifirði - Sorglegt í alla staði!

Okkur í bæjarstjórn var tjáð á sínum tíma að það væri komin á "heimastjórn" hjá Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Valdimar O. Hermansson (bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins)  og Lilja Aðalsteinsdóttir áttu að sjá um ráðningar og daglegan rekstur. Ég var frekar gáttaður á orðum Einars Rafns í fréttum Rúv sem sjá má hér:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4498039/2010/06/30/9/

Hann virðist ennþá í skotgröfunum og virðist ekki hafa lært ennþá hvernig á að sætta mismunandi sjónarmið. Ég spyr líka um heimastjórnina, er hún ennþá til?

Nú verður spennandi að sjá hvað bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur um málið að segja. Fyrrverandi bæjarstjórn ályktaði um málið og á framboðsfundum eignaði Jens Garðar sér málið. Nú er hann í meirihluta, formaður bæjarráðs. Við hlið hans er áðurnefndur Valdimar. þetta er snúið fyrir suma!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er þetta pólitískt mál? Lækninum var vikið frá vegna brota í starfi sem Ríkisendurskoðun og Landlæknir hafa staðfest. Eiga læknar að komast upp með brot i starfi vegna einhverra pólitískra tengsla? Læknar sem brjóta af sér i starfi eiga þangað ekkert erindi á nýjan leik.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2010 kl. 11:59

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þetta er flókið mál Sigurður og þú þarft að vera inni í innanbæjarkróníkunni til að skilja það til hlítar en ég er sammála þér í prinsippinu.

Málið er pólitískt vegna þessa að bæjaryfirvöld hafa ályktað um það og þjónusta við íbúana kemur bæjarstjórn við, þó bæjarstjórn ráði engu í málinu. Einnig voru sumir að slá sig til riddara í kosningabaráttunni vegna þessa máls. því er þetta pólitík, ó já!

Ég held að Hannes hafi engin pólitísk tengsl eins og þú ert að ýja að. Annars hef ég ekki hugmynd um það. Ef hann hefur tengsl þá hafa þau allavega ekki hjálpað honum hingað til.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.7.2010 kl. 12:48

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki að ýja að því að læknirinn hafi sjálfur pólitísk tengsl. En það eru þeir sem eru að skipta sér af málinu sem eru með pólitíkina eins og þú segir. Pólitísku tengslin finnst mér að eigi þarna ekkert að hafa að segja. Álit þeirra sem verja eða sækja að lækninum á þeim forsendum eigi alls engu að ráða. Það eigi eingöngu  að vera prinsipin, faglegt mat heilbrigðisyfirvalda, t.d. Landlæknis, sem eigi að ráða. Hafi læknir brotið af sér í starfi svo sannað þyki af fagaðilum, tala nú ekki um gagnvart sjúklingum, á engin pólitík að geta spilað þar inn í til að bæta stöðu hans eða gera hana verri. En þetta virðist samt vera að gerast  og slíkt á ekki að eiga sér stað.  Það er ósvífinn misnotkun á pólitík, hverjir sem þar eiga hlut að máli.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.7.2010 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband