Hvað gerist næst?

Ég þakka fyrir að á tillögur mínar var hlustað, sbr. færslu mína hér að neðan.

Reyndar á eftir að láta Davíð fjúka en það gerist á næstu dögum.

Svo er spurning hvernig samstarf verður myndað um stjórn og hvenær verður kosið.

Ég vona að menn snúi bökum saman og samstaða náist um þjóðstjórn fram að kosningum.

Takk.

Gummi


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillögur til Ríkisstjórnar Íslands

 

 

1.       Bjóða stjórnarandstöðunni, verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi sveitarfélaga samstarf til lausnar vanda íslendinga. 

2.       Reka Davíð Oddsson og stjórn Seðlabankans, fjármálaráðherra og stjórn Fjármálaeftirlitsins. (sennilega næst ekki samstaða um þetta) því liður 3.

3.       Boða til kosninga síðar á þessu ári. Það verður ekki umflúið. kosningar eru eina leiðin til þess að fá vinnufrið fyrir alþingi og endurnýja umboðið. Þá er líka verið að axla pólitíska ábyrgð.

  

Guðmundur Rafnkell Gíslason


Norðfirðingafélagið

Mig langar til að benda á stórgóðan vef Norðfirðingafélagsins.

http://www.nordfirdingafelagid.is/

Þessi vefur er nýr og ber metnaði félagsins gott vitni. Félagið varð nýlega 40 ára.

Þessa mynd var mér bent á í dag. Þarna er pabbi minn og félagar hans í hljómsveit á árum áður. Myndina á Birgir D. Sveinsson.

Aftari röð. Gísli Sigurbergur Gíslason og Jón Lundberg, neðri röð, Guðmundur Sigmarsson, Birgir Dagbjartur Sveinsson og Jón Karlsson.

Semsagt 2 Súellen pabbar í aftari röð (eins og kannski má sjá)

Hljómsveitarmynd


Hvað gengur mönnum til?

 

Ef það kemur frétt um Alcoa worldwide geta sumir ekki stillt sig. Er þetta ekki kallað að berja hausnum við steininn?

Sjá hér:  http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/769666/

 Já, já, ég veit hvað sumir segja, "þetta er nú flokksbróðir þinn..... bla, bla, bla!" Það er rétt en hann er í röngum flokki að mínu mati. Ekki orð um það meir. Ég gat ekki stillt mig um að kommenta aðeins:

"Þetta er skemmtileg umræða.

Ég vil taka fram að við erum með flóru smærri fyrirtækja í Fjarðabyggð, mörg þeirra þjónusta álverið önnur ekki. Það sem Dofri er að tala um er þetta "eitthvað annað" sem hvorki Steingrímur Joð eða aðrir álversandstæðingar hafa getað komið almennilega í orð, hvað þá framkvæmd.

Ég vil minna á að vestfirðingar buðu Náttúruverndarsamtökum íslands, að mig minnir, að koma hugmyndum sínum í framkvæmd á Vestfjörðum sem þeir höfðu fyrir Austurland. Þá var fátt um svör. Kannski var ekki áhugi á að framkvæma "eitthvað annað" fyrir vestan?

Allir! Álver útilokar ekki smærri fyrirtæki heldur ýtir undir vöxt þeirra. Smærri fyrirtæki blómstra síður í deyjandi byggð.

Svona til gamans, þó ekki sé það gamanmál, þá má upplýsa að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað um 300 í Fjarðabyggð frá 2002. Þá þarf ekki snilling til að ímynda sér hvernig ástandið væri hér ef hið "ómögulega álver" hefði ekki verið byggt.

Bið að heilsa á kaffihúsin í Reykjavík, þarf að fara að kíkja í kaffi. Sömuleiðis væri gaman ef þið kíktuð austur, það kostar reyndar 2* meira en að fara til Köben en ég veit að þið látið það ekki stoppa ykkur."


Ég geng í Framsókn...

...Nei varla. Þó hvað veit maður? Ástandið í pólitíkinni er vægast sagt málum blandið og blandað.

Gummi Steingríms kominn á feðra sinna slóðir. Þar fór góður tónlistarmaður úr Samfó.

Það er sjens að ég skoði Framsókn ef Jón Björn vinur minn og varaþingmaður býður sig fram í formanninn. Þá myndi ég láta mig hafa það að skrá mig og mæta á þingið. Mér skilst að það sé stuð á þessum samkomum og mikið drukkið, er það satt? Annars hef ég aldrei mætt á flokksþing hjá neinum flokki, kannski ekki kominn tími til.

Varaformaður sem nefndur er í þessari frétt er ekki ég, svo því sé haldið til haga.

Ég óska framsóknarmönnum allra flokka gleðilegs árs.

Gummi


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg jól...

 

...og farsælt komandi ár!

kveðja frá fjölskyldunni Valsmýri 6, Neskaupstað.

DSC02381

Happy Xmas!

Snilldarlag og texti eftir John Lennon sem ég syng í Egilsbúð næsta föstudag og laugardag.

Frumsýning jólarokksins hjá Brján var um síðustu helgi og gekk vel. Matur og Þjónusta lukkaðist vel hjá Heiðu og Jóni. Góð byrjun hjá þeim sómahjónum. Svo spiluðum við nokkrir á lúðrana okkar á aðventukvöldi í kirkjunni. Ekkert smá gaman að þenja básúnuna aftur.

Ég gekk í F.T.T., félag tónskálda og textahöfunda. Eitthvað sem maður hefði átt að gera fyrir löngu. Svo fékk ég Stefgjöld í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Þetta var fyrir útvarpsspilun 2007. "Samkomulag" var mest spilað eins og ég vissi en það kom mér á óvart að "Ástrósin" var hálfdrættingur á við "Samkomulag". Það hefur verið meira spilað en ég gerði mér grein fyrir. Svo er bara spurning hvort maður á að kaupa nýjan bíl eða bát fyrir stefgjöldin:-) Að öllu gamni slepptu þá hlýnaði mér um hjartaræturnar að sjá svart á hvítu að allavega þessu 2 lög voru spiluð, önnur minna eins og gengur.

Veður hafa verið válynd undanfarið. Ég fauk næstum því út af á skarðinu og það var frekar óþægileg tilfinning. Það væri gaman (not) að reikna út í hversu mikilli áhættu við lifum sem keyrum daglega yfir Oddskarð eða Fjarðarheiði, svo einhverjir fjallvegir séu nefndir. Þetta er ekki eins og rússnesk rúlletta en maður verður að vera vel vakandi og vanda sig. Maður er jú með lífið í lúkunum, það dýrmætasta sem maður á.

Bjarni vinur minn er alltaf að senda mér ljóð sem ylja mér um hjartaræturnar. Hann er snillingur drengurinn og gott að hann er farinn að skrifa aftur. Nú liggur bara leiðin upp á við. Það var ólýsanlega gaman að heimsækja hann um daginn þarna vestur og sjá með eigin augum hversu aðbúnaðurinn er góður. Mér var létt og ég er þess handviss að BT verður sterkur og stór þegar þessu tímabili í lífi hans er lokið. Þetta hefst allt með aðstoð vina og fjölskyldu. Svo er hann líka sterkur karakter en jafnvel sverustu trén bogna í rokinu.

Bless í bili.

E.s. Þessi færsla túlkar á engan hátt viðhorf bæjarstjórnar Fjarðabyggðar svo það sé á hreinu!


Hvað með sparisjóðina?

Í neyðarlögunum var minnst á 20% aðkomu ríkisins að sparisjóðunum.

Ég auglýsi hér með eftir svörum um aðgerðir til hjálpar sparisjóðum landsins.

Ég hef alla tíð verið stoltur viðskiptavinur Sparisjóðs Norðfjarðar og vona að ég verði það í framtíðinni.


mbl.is Bjarga á fyrirtækjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistin talar

Þessa dagana er mikil músík í mínu lífi

Gummi og Heiða á Seyðis. Ljósm. EBB

Söngspírur Agga á Seyðisfirði

Ég var að syngja með stórhljómsveit Ágústar Ármanns á jólahlaðborði á Seyðisfirði síðastliðið laugardagskvöld. Þetta var gott kvöld og Seyðfirðingar voru ýkt hressir að vanda. Eyþór vert er líka skemmtilegur og var í sínu besta formi. Þessi hljómsveit gengur undir ýmsum nöfnum en nú var hún fullskipuð, þ.e. 7 manna band og að auki söng Heiða með okkur og gerði það vel eins og hennar er von og vísa.

Aðventutónleikar kórs Fjarðabyggðar voru í gær. Við Gunna mættum að sjálfsögðu til að heyra í Maríu Bóel dóttur okkar sem söng þarna með barnakór. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og troðfullt hús í Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Egils Ólafsson og Diddú sungu með kórunum og þetta var allt ákaflega hátíðlegt. Egill fær + fyrir leikræna tjáningu. Kór Fjarðabyggðar var svo að gefa út disk með lögum Inga T.  Ég óska kórfélögum hjartanlega til hamingju með diskinn.

Það er ákaflega gleðilegt að austfirskir tónlistarmenn haldi áfram að gefa út diska. Nú bíður maður bara spenntur eftir disknum með Pjetri St. Arasyni.

Nú standa yfir æfingar í Egilsbúð, Jólarokk Brján verður sýnt um næstu helgi og verður það vonandi skemmtilegt. Það verður sýnt á jólahlaðborðum í Egilsbúð þar sem undirritaður og fleiri stíga á stokk næstu 2 helgar og jafnvel lengur.

Gleðilega aðventu!

Guðmundur R. 


Hált á blogginu!

Ég hringdi í Snorra Hall í dag og bað hann afsökunar. Við áttum langt og gott spjall.

 

Mín ætlun var ekki að særa hann, fjölskyldu hans eða vini.

 

Bland af gleði yfir opnun Egilsbúðar og svekkelsi yfir því að þarna hafi verið lokað upp á síðkastið hljóp með mig í gönur. Í Egilsbúð eyddi ég tæplega 9 árum í vinnu og hef staðið þar á sviði reglulega síðan ég var 12 ára. Egilsbúð er og verður mér kær og ég hef skoðun á því sem þar gerist.  

Ég bið alla hlutaðeigandi afsökunar.

 

26.11.2008

Guðmundur Rafnkell Gíslason


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband