Hvað gengur mönnum til?

 

Ef það kemur frétt um Alcoa worldwide geta sumir ekki stillt sig. Er þetta ekki kallað að berja hausnum við steininn?

Sjá hér:  http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/769666/

 Já, já, ég veit hvað sumir segja, "þetta er nú flokksbróðir þinn..... bla, bla, bla!" Það er rétt en hann er í röngum flokki að mínu mati. Ekki orð um það meir. Ég gat ekki stillt mig um að kommenta aðeins:

"Þetta er skemmtileg umræða.

Ég vil taka fram að við erum með flóru smærri fyrirtækja í Fjarðabyggð, mörg þeirra þjónusta álverið önnur ekki. Það sem Dofri er að tala um er þetta "eitthvað annað" sem hvorki Steingrímur Joð eða aðrir álversandstæðingar hafa getað komið almennilega í orð, hvað þá framkvæmd.

Ég vil minna á að vestfirðingar buðu Náttúruverndarsamtökum íslands, að mig minnir, að koma hugmyndum sínum í framkvæmd á Vestfjörðum sem þeir höfðu fyrir Austurland. Þá var fátt um svör. Kannski var ekki áhugi á að framkvæma "eitthvað annað" fyrir vestan?

Allir! Álver útilokar ekki smærri fyrirtæki heldur ýtir undir vöxt þeirra. Smærri fyrirtæki blómstra síður í deyjandi byggð.

Svona til gamans, þó ekki sé það gamanmál, þá má upplýsa að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað um 300 í Fjarðabyggð frá 2002. Þá þarf ekki snilling til að ímynda sér hvernig ástandið væri hér ef hið "ómögulega álver" hefði ekki verið byggt.

Bið að heilsa á kaffihúsin í Reykjavík, þarf að fara að kíkja í kaffi. Sömuleiðis væri gaman ef þið kíktuð austur, það kostar reyndar 2* meira en að fara til Köben en ég veit að þið látið það ekki stoppa ykkur."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband