Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Læknamálið á Eskifirði - Sorglegt í alla staði!
2.7.2010 | 11:21
Okkur í bæjarstjórn var tjáð á sínum tíma að það væri komin á "heimastjórn" hjá Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Valdimar O. Hermansson (bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins) og Lilja Aðalsteinsdóttir áttu að sjá um ráðningar og daglegan rekstur. Ég var frekar gáttaður á orðum Einars Rafns í fréttum Rúv sem sjá má hér:
Hann virðist ennþá í skotgröfunum og virðist ekki hafa lært ennþá hvernig á að sætta mismunandi sjónarmið. Ég spyr líka um heimastjórnina, er hún ennþá til?
Nú verður spennandi að sjá hvað bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur um málið að segja. Fyrrverandi bæjarstjórn ályktaði um málið og á framboðsfundum eignaði Jens Garðar sér málið. Nú er hann í meirihluta, formaður bæjarráðs. Við hlið hans er áðurnefndur Valdimar. þetta er snúið fyrir suma!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)