Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Kristján Möller!!!
29.1.2009 | 10:32
Fundað um stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvað gerist næst?
26.1.2009 | 13:27
Ég þakka fyrir að á tillögur mínar var hlustað, sbr. færslu mína hér að neðan.
Reyndar á eftir að láta Davíð fjúka en það gerist á næstu dögum.
Svo er spurning hvernig samstarf verður myndað um stjórn og hvenær verður kosið.
Ég vona að menn snúi bökum saman og samstaða náist um þjóðstjórn fram að kosningum.
Takk.
Gummi
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tillögur til Ríkisstjórnar Íslands
21.1.2009 | 10:55
1. Bjóða stjórnarandstöðunni, verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi sveitarfélaga samstarf til lausnar vanda íslendinga.
2. Reka Davíð Oddsson og stjórn Seðlabankans, fjármálaráðherra og stjórn Fjármálaeftirlitsins. (sennilega næst ekki samstaða um þetta) því liður 3.
3. Boða til kosninga síðar á þessu ári. Það verður ekki umflúið. kosningar eru eina leiðin til þess að fá vinnufrið fyrir alþingi og endurnýja umboðið. Þá er líka verið að axla pólitíska ábyrgð.
Guðmundur Rafnkell Gíslason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Norðfirðingafélagið
16.1.2009 | 10:37
Mig langar til að benda á stórgóðan vef Norðfirðingafélagsins.
http://www.nordfirdingafelagid.is/
Þessi vefur er nýr og ber metnaði félagsins gott vitni. Félagið varð nýlega 40 ára.
Þessa mynd var mér bent á í dag. Þarna er pabbi minn og félagar hans í hljómsveit á árum áður. Myndina á Birgir D. Sveinsson.
Aftari röð. Gísli Sigurbergur Gíslason og Jón Lundberg, neðri röð, Guðmundur Sigmarsson, Birgir Dagbjartur Sveinsson og Jón Karlsson.
Semsagt 2 Súellen pabbar í aftari röð (eins og kannski má sjá)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég geng í Framsókn...
7.1.2009 | 09:09
...Nei varla. Þó hvað veit maður? Ástandið í pólitíkinni er vægast sagt málum blandið og blandað.
Gummi Steingríms kominn á feðra sinna slóðir. Þar fór góður tónlistarmaður úr Samfó.
Það er sjens að ég skoði Framsókn ef Jón Björn vinur minn og varaþingmaður býður sig fram í formanninn. Þá myndi ég láta mig hafa það að skrá mig og mæta á þingið. Mér skilst að það sé stuð á þessum samkomum og mikið drukkið, er það satt? Annars hef ég aldrei mætt á flokksþing hjá neinum flokki, kannski ekki kominn tími til.
Varaformaður sem nefndur er í þessari frétt er ekki ég, svo því sé haldið til haga.
Ég óska framsóknarmönnum allra flokka gleðilegs árs.
Gummi
Hiti á fundi framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef það kemur frétt um Alcoa worldwide geta sumir ekki stillt sig. Er þetta ekki kallað að berja hausnum við steininn?
Sjá hér: http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/769666/
Já, já, ég veit hvað sumir segja, "þetta er nú flokksbróðir þinn..... bla, bla, bla!" Það er rétt en hann er í röngum flokki að mínu mati. Ekki orð um það meir. Ég gat ekki stillt mig um að kommenta aðeins:
"Þetta er skemmtileg umræða.
Ég vil taka fram að við erum með flóru smærri fyrirtækja í Fjarðabyggð, mörg þeirra þjónusta álverið önnur ekki. Það sem Dofri er að tala um er þetta "eitthvað annað" sem hvorki Steingrímur Joð eða aðrir álversandstæðingar hafa getað komið almennilega í orð, hvað þá framkvæmd.
Ég vil minna á að vestfirðingar buðu Náttúruverndarsamtökum íslands, að mig minnir, að koma hugmyndum sínum í framkvæmd á Vestfjörðum sem þeir höfðu fyrir Austurland. Þá var fátt um svör. Kannski var ekki áhugi á að framkvæma "eitthvað annað" fyrir vestan?
Allir! Álver útilokar ekki smærri fyrirtæki heldur ýtir undir vöxt þeirra. Smærri fyrirtæki blómstra síður í deyjandi byggð.
Svona til gamans, þó ekki sé það gamanmál, þá má upplýsa að störfum í sjávarútvegi hefur fækkað um 300 í Fjarðabyggð frá 2002. Þá þarf ekki snilling til að ímynda sér hvernig ástandið væri hér ef hið "ómögulega álver" hefði ekki verið byggt.
Bið að heilsa á kaffihúsin í Reykjavík, þarf að fara að kíkja í kaffi. Sömuleiðis væri gaman ef þið kíktuð austur, það kostar reyndar 2* meira en að fara til Köben en ég veit að þið látið það ekki stoppa ykkur."