Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Heyrst hefur...

... að Guðmundur R Gíslason fari fyrir flokki fjárfesta sem vilja kaupa 365 miðla fyrir lítið sem ekki neitt. Að sögn Guðmundar munu engir af starfandi tónlistarstjórum halda vinnu sinni ef af kaupunum verður. Annars sagði Guðmundur málið á viðkvæmu stigi og vildi ekki tjá sig frekar við Ekkifréttastofu Austurlands.
mbl.is Yfir 20 manns sagt upp hjá 365 og laun lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórar stelpur

Tíminn líður hratt, orti Magnús Eiríksson fyrir rúmlega 20 árum. Það er hverju orði sannara.

Mér finnst gaman að eldast og langar ekki að verða 18 ára aftur. Dætur mínar stækka með hverjum deginum, Eyrún að fermast í vor og María á 8. ári. Eyrún Björg er orðin hærri en mamma sín, jahérnahér!

Það var matarklúbbur í gærkvöldi hjá okkur hjónum, mjög gott kvöld. Við strákarnir uppgötvuðum ýmislegt í okkar spjalli. T.d. við kunnum ekkert lag með Mugison eða Sigurrós. Þó okkur væri stillt upp fyrir framan byssukjaft og ættum lífið að leysa þa mundum við ekkert. Jón Hilmar gat þó raulað einhver gítarfrasa sem hann sagði með Mugison. Sæll! Fáfræði okkar eða........?

Svo komst ég að því að Elísa með Súellen er 20 ára þessa dagana. Til hamingju með það strákar!

 


Ekkikreppublogg

Ég er jafn heilbrigður og ég var

Konan mín er enn konan mín og ég  elska hana

Stelpurnar mínar eru heilbrigðar og ég elska þær

Fjölskyldan mín öll er á sínum stað og allir hressir

Vinir mínir eru allir jafn hressir og áður og enn vinir mínir

Húsið mitt er enn á sínum stað

Ég er með vinnu

Sólin kemur enn upp.

Hvað er þá að?

Ekkert sem skiptir stóru máli

 

 


Svo fáum við okkur Lödu... eða Volgu!

Ef þetta verður raunin og þeir einu sem hlusta á neyðarkall Davíðs Oddssonar eru Rússar, þá er það í raun bráðfyndið. Hvað sagði bandaríski seðlabankinn við Mr. Oddsson? Hefur því nokkuð verið svarað?

Ástandið er grafalvarlegt en þetta er bara fyndið!

Svo förum við aftur að flytja inn ódýrar Lödur,

Aeroflot hefur áætlunarflug til landsins

og Litla Moskva verður höfuðborg Íslands.

Ekki amaleg framtíðarsýn það LoL


mbl.is Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugið

Hvernig stendur á því að það eru 7 verðflokkar í innanlandsflugi þegar 3 ódýrustu eru aldrei í boði?

BrottförKoma FlugtímiFlugnrFlugvélForgangur skilmálar Ferðasæti skilmálar Sparsæti skilmálar Bónussæti skilmálar Netfargjald skilmálar Nettilboð skilmálar Sértilboð skilmálar
09:2510:251:00NY-327F50 14.640 kr. 12.630 kr. 10.960 kr.
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
12:2513:251:00NY-333F50 14.640 kr. 12.630 kr. 10.960 kr.
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
15:2516:251:00NY-337F50 14.640 kr. 12.630 kr.
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
17:2518:251:00NY-347F50 14.640 kr. 12.630 kr.
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust
20:2521:251:00NY-357F50 14.640 kr. 12.630 kr. 10.960 kr. 9.940 kr.
Ekkert laust
Ekkert laust
Ekkert laust


Bylgjan og Rás 2

Þessar rásir eru oft bornar saman.

Flestir vita mína skoðun. Ég treysti ekki einkarekinni útvarpsstöð fyrir því að sinna íslenskri tónlist. Ekki ef það á að vera 365 stöð. Því miður.


mbl.is Ari Edwald: Stjórnvöld gegn einkafjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um Samgöng

Ég var spurður í gær hvort ég væri kominn í stríð við Seyðfirðinga og Héraðsmenn. Síður en svo. Seyðfirðingar eiga allan minn skilning og ég elska Héraðsmenn eins og ég hef oft sagt. Samgöngumál eins og þetta eru hins vegar ekki einkamál Seyðfirðinga og Héraðsmanna, ekki frekar en álver á Reyðarfirði er einkamál Reyðfirðinga. Til þess eru málin of stór.

Ég bara held, og lái mér hver sem vill, að Seyðisfirði væri betur borgið með tengingu við Norðfjörð (og þar sem Esk, Rey og...) Vegna þess:

-Göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og til Norðfjarðar eru styttri en göng undir Fjarðarheiði. Þar munar a.m.k. 2 kílómetrum

-Seyðisfjörður og Norðfjörður verða ekki lengur endastöðvar

-Atvinnusvæði fjarðanna er mun stærra og fjölbreyttara en svæðið á Héraði. Þar eru meðallaun líka hærri.

-Hugsanlega er önnur tenging á milli Héraðs og fjarða hagstæðari fjöldanum en göng undir Fjarðarheiði

-Ferðamenn hafa mun meiri fjölbreytni og áhugaverðara svæði að skoða á fjörðum en á Héraði (umdeilanlegt, en mín skoðun)-Ferðamenn sem koma með Norrænu hafa fleiri leiðir til og frá ferju. Hver segir að að allir kjósi að allir kjósa að fara beint í Egilsstaði ef þeir hafa val?

-Verslun og þjónustu væri betur borgið á Seyðisfirði því Seyðisfjörður væri ekki endastöð.

-Samvinna í sjávarútvegi yrði auðveldari og gæfi möguleika á uppbyggingu á Seyðisfirði. Útflutningur á sjávarafurðu með ferjunni yrði samkeppnishæfari. Þar með siglingar allan ársins hring

-Menningarlega eiga Seyðfirðingar samleið með Fjarðamönnum. Það er staðreynd.

Um allt þetta má þrefa en ég ætla ekki að láta saka mig um að halda kjafti þegar ég hef skoðun. Það eru nógu margir í þeim pakka að sýna svo mikla tillitssemi að stór mál eru ekki rædd. Þetta með Bónus var grín en öllu gamni fylgir einhver alvara. Ég ætlaði ekki að móðga neinn. En það er móðgun að saka mig um vanþekkingu á aðstöðu Seyðfirðinga. Halló! Ég bý á Norðfirði!  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband