Klárlega snillingur!

þeir sem efast um hæfileika Bjarkar eru annað hvort skrýtnir eða fordómafullir. Ekki finnst mér allt hennar efni skemmtilegt en klárlega er hún söngkona sem á engan sinn líka og tónskáld sem fer sínar eigin leiðir. Ef Björk hefði ákveðið að fara auðveldu leiðina og syngja auðmeltanleg popplög væri hún skör neðar og sennilega ekki heimsfræg.

Björk vill Íslandi vel, um það efast ég ekki um. Hún var á móti virkjun og álveri hér fyrir austan en ekki dettur mér til hugar að bera kala til hennar vegna þess. Hún má hafa sína skoðun. Hún fær líka stærri plús en aðrir andstæðingar atvinnuuppbyggingar því hún hefur reynt að benda á aðrar leiðir og hefur staðið fyrir ráðstefnu og vinnuhópum ef ég man rétt. Björk er hugmyndarík með einsdæmum og hver veit nema eitthvað komi út úr þessari vinnu. Mér finnst vanta fréttir af þessari vinnu, hvar er þetta verkefni á vegi statt? Ætli Björk geti ekki lagt peninga í ýmislegt ef hún hefur áhuga? Kannski er hún eini ríki Íslendingurinn sem tapaði ekki aleigunni í kreppunni? Hvað veit maður svo sem? Allavega hef ég ekki heyrt um gjaldþrot hennar eins og Baugs, Samsonar og Bjórgólfs.

Við sem vorum fylgjandi virkjun og álveri fyrir austan megum heldur ekki vera svo meðvirk að við samþykkjum virkjanir og stóriðju út um allt. Öll viljum við jú vernda náttúruna líka... er það ekki?

Mikið væri nú gaman ef Björk gæti komið með okkur hér fyrir austan í hugmyndavinnu því við viljum halda áfram að byggja upp Austurland sem okkur þykir svo vænt um.

Svo væri upplagt fyrir hana að halda tónleika í Fjarðabyggðarhöllinni. Hefur hún komið fram út á landi síðan hún söng á Uxa hér um árið?

Svo finnst mér svo gaman að tengja farsælt fólk við Norðfjörð. (Án ábyrgðar-held ég muni þetta rétt) Fósturpabbi Bjarkar til margra ára átti afa á Norðfirði sem hét Jósef, Jobbi gamli. Hann er þá fóstur-langafi Bjarkar. Húsið hans er enn í eigu fjölskyldunnar og ég var alltaf að vona að Björk kæmi og tæki sumarfrí sitt hér á Norðfirði. Hver veit? Hún kom jú einu sinni á Neistaflug og sigldi með Fjarðaferðum. Munið þið eftir því?


mbl.is Björk fær Schola cantorum til liðs við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björk var að djamma með okkur strákunum og einhverjum stelpum í Stjörnunni í dentid....þá annaðhvort í Tappa Tíkarass eða bandið hætt þá.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 14:31

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já Gunnar, það er ekki að spyrja að því með þig... þekkir nánast alla eða hefur hitt:-)

Ég man ekki eftir að hafa hitt hana þó maður þekki nokkra samferðamenn hennar.

Við eigum kannski eftir að gigga með Björk? Hvað segir þú um það Gunnar? Hún væri fín sem gestasöngvari á tónelikum hjá okkur:-) Eða með Phiphph í Stúkunni, he, he, he!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.8.2009 kl. 15:18

3 identicon

Já,maður hefur kynnst fullt af skemmtilegu fólki,kynlegum kvistum og gargandi snillingum.Svo sem ekkert að velta því fyrir okkur þarna í Stjörnunni að þetta væri Björk,fyrir okkur var hún bara Björk í Tappa Tíkarass og drakk vodka með okkur.Líst vel á það að bjóða henni að vera með sem gestasöngvari í Phiphph....taka pönkið!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 20:33

4 identicon

Já Sæll hvað ég man vel eftir því þegar hún kom á Neistaflug flug í þyrlu til Sandvíkur eða eitthvað og kom til baka með fjarðaferðum. Flott blog hjá þér minn kæri

KV Valdi

Valdi (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:15

5 Smámynd: Gísli Gíslason

Sammála, Björk hefur sannarlega skapað sína list á sínum eigin forsendum og náð heimsfrægð.  Hún er einfaldlega einn merkilegasti íslenski listamaður. 

Gísli Gíslason, 28.8.2009 kl. 11:08

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hún er ekki fyrir minn smekk

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.8.2009 kl. 14:27

7 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég hef heldru aldrei fílað hennar tónlist neitt sérstaklega, en það breytir ekki því að hún er einn merkilegasti listamaður íslensku þjóðarinnar.

Gísli Gíslason, 28.8.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband