Veturinn er tíminn.

Það er búið að vera yndislegt veður til útivistar hér fyrir austan.

Fjölskyldan hefur farið töluvert á skíði. María Bóel er að æfa skíði og er líka orðin nokkuð lunkin á bretti. Svo keyptum við okkur "nýjan" snjósleða sem hefur runnið ljúft með okkur upp á fjöll.

Bikarmót var í Oddsskarði um helgina þar sem við Gunna unnum við mótið á laugardegi. Veðrið var frábært og sennilega eru allir gestir Oddsskarðsins rjóðir í vanga eftir helgina.

Hér er ein mynd tekin niður í Hellisfjörð. Reyndar tekin á gsm síma. Maður gleymir alltaf myndavélinni. Fleiri myndir eru í albúminu "Veturinn 2009".

Hellisfjörður, skuggi af mér og Eyrúnu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott veður líka hér í Berufjarðarálnum

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 07:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband