Rokkveisla á Broadway 13. febrúar
11.2.2009 | 08:26
Rokkveisla austfirðinga á Broadway 13. febrúar
-Frumsýning í Reykjavík þetta árið.
Svona leit bandið út á Broadway 2004
Tónlistarveisla austfirðinga í Reykjavík er að þessu sinni helguð gamla rokkinu frá 1950-1964. Rokkveisla síðasta árs á Norðfirði var jólasýning með jólalögum og því er þessi sýning sérstaklega sett upp fyrir brottflutta og gesti þeirra sem hafa jafnan fjölmennt á Broadway. Það er stórhljómsveit Ágústar Ármanns sem sér um undirleik í sýningunni. Hana skipa auk Ágústar Ármanns, Jón Hilmar Kárason, Marías B. Kristjánsson, Viðar Guðmundsson, Helgi Georgsson og Einar Bragi Bragason, ásamt brottfluttum tónlistarmönnum að austan.
Söngvarar í sýningunni eru: Smári Geirsson, Guðmundur R. Gíslason, Hlynur Benediktsson, Bjarni Freyr Ágústsson , Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir, Stella Steinþórsdóttir, Sigurjón Egilsson, Jóhanna Seljan, Sigfús Ó Guðmundsson og Soffía Björgúlfsdóttir.
Kynnar í sýningunni eru Ágúst Ármann og Smári Geirsson. Dansleik eftir sýningu sjá austfirðingar um og hljómsveitin MONO með Hlyn Ben í broddi fylkingar. Boðið er upp á veislumáltíð fyrir sýningu.Einnig er hægt að kaupa miða sérstaklega á sýningu og dansleikinn.Miðapantanir á Broadway í í síma 533-1100.Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sæll ég kem ekki rvk í Rokkveisla austfirðinga Broadway.
Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:40
Sæll ég kem ekki í Rokkveisla Broadway árið 2009
Kristinn A. Sörensen Eiríksson (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 15:44
Þetta er nú ekki rétt hjá þér. Jón Hilmar er ekkí í þessari sýningu. Og einhverstaðar heyrði ég að Halli frændi yrði með í söngvara flotanum. En þarf nú alltaf 1 úr gerðistekks ættinni til redda svona sýningu. Nú ef það er ekki rétt að sé með þá getur nú ekki verið mikið varið í þessa sýningu.Ég verð reyndar fyrir sunnan um þessa sömu helgi.
Valdi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:43
Er þessi sýning á vegum Brján?
Guðjón B (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:01
Hallo Valdi!
Jon er ekki, Halli ekki heldur. Thad tharf engan Gerdistekk thetta arid. Thu ert samt velkominn, Eg maetti 2svar a shovid ykkar i fyrra.
Nei Gudjon B. Thetta er a vegum tonskolamafiunnar. Brjan er ekki auglyst neins stadar. Sidan er spurning hvad er Brjan? Er thad ekki eg og thu og allir hinir? tha er thetta Brjan.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.2.2009 kl. 18:35
Já Sæll Þakka þér fyrir það. Gott að maður sé velkominn og gott að þú skildi mætta 2 á showið okkar í fyrra.
Gangi ykkur vel. Kveðja úr Gettóinu
Valdi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.