Hált á blogginu!

Ég hringdi í Snorra Hall í dag og bað hann afsökunar. Við áttum langt og gott spjall.

 

Mín ætlun var ekki að særa hann, fjölskyldu hans eða vini.

 

Bland af gleði yfir opnun Egilsbúðar og svekkelsi yfir því að þarna hafi verið lokað upp á síðkastið hljóp með mig í gönur. Í Egilsbúð eyddi ég tæplega 9 árum í vinnu og hef staðið þar á sviði reglulega síðan ég var 12 ára. Egilsbúð er og verður mér kær og ég hef skoðun á því sem þar gerist.  

Ég bið alla hlutaðeigandi afsökunar.

 

26.11.2008

Guðmundur Rafnkell Gíslason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Flott hjá þér Gummi. Þú færð auka prik fyrir þetta frá mér.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 16:54

2 identicon

"Ekkert varir að eilífu" segir einhvers staðar .. Það gildir um allt sem vel og illa gengur í lífinu og lífið sjálft.

Persónulega fór mér að ganga miklu betur þegar ég ég áttaði mig á því að það að kvarta og kveina, og bera vandlætingu sína á torg, gerir aldrei meira jákvætt en neikvætt fyrir mann.

Fransman (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:57

3 identicon

FLottur Gummi. Arnar þú færð prik frá mér fyrir að skrifa þetta.

Kv Valdi.

p.s. Endilega rendu við á mínar heimsaslóðir í netheimum.

Píss out

Valdi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:32

4 identicon

Stórir menn biðjast afsökunnar og ekki á allra færi að gera það. Mættu margir ráðamenn þjóðarinnar taka þig til fyrirmyndar.

Villi H (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband