Ekkikreppublogg

Ég er jafn heilbrigður og ég var

Konan mín er enn konan mín og ég  elska hana

Stelpurnar mínar eru heilbrigðar og ég elska þær

Fjölskyldan mín öll er á sínum stað og allir hressir

Vinir mínir eru allir jafn hressir og áður og enn vinir mínir

Húsið mitt er enn á sínum stað

Ég er með vinnu

Sólin kemur enn upp.

Hvað er þá að?

Ekkert sem skiptir stóru máli

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Nákvæmlega! Gaman að heyra frá fólki sem er í ekkikreppufeeling :)

Knús&kærleikur til þín og þinna, kæri vinur.

SigrúnSveitó, 22.10.2008 kl. 13:03

2 identicon

Hvernig væri að gefa þjóðinni nýtt lag með SúEllen í kreppunni? :)

Daníel Geir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:15

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Sigrún, sömuleiðis.

Daníel Geir! Þetta er alltaf á teikniborðinu hjá Súellen. Kannski meira að segja æfing í nóvember. Að fenginni reynslu lofa ég engu.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2008 kl. 13:35

4 identicon

Ég hélt að Einar bróðir væri söngvari súellan núna . Eftir SMS-ið góða um árið frá Ingvari og Halla frænda  

En ertu nokkuða breytast í Guðmund Adam, Allt svo rómó og sætt

Kv

RAGGI BJARNA

Valdi (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:44

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég er allavega ekki að breytast í Hörð Torfa!

Hver er Guðmundur Adam?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2008 kl. 16:53

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég tek undir þeð þér Guðmundur.

Við eigum að líta á björtu hliðarnar, og það sem er í lagi er svo miklu mikilvægara en þessi tilbúnu verðmæti, sem hlutabréf geta verið.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 17:23

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

ÁFRAM ÍSLAND

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2008 kl. 01:22

8 identicon

Já flott að heyra. Væri ekki amalegt að heyra nýtt lag með ykkur.

Gangi  ykkur vel

Daníel Geir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 09:32

9 identicon

Ég meinti nú Guðmund Adams Líkt og Biran Adam´s "frændi þinn"

Valdi (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 10:15

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott Gummi! Svona á að tækla þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband