Til hamingju!

Við höfum séð hér fyrir austan hversu mikilvæg þessi uppbygging er fyrir landshlutann. Því óska ég Húsvíkingum og landsmönnum til hamingju og vona að þetta verði að veruleika. Alþjóðlegir umhverfisverndarsinnar fagna með okkur.

Sennilega hefur þetta verið erfitt fyrir Össur sem er jú með harða "Náttúrufriðarsinna" í Samfylkingunni sem vilja engar framkvæmdir á landsbyggðinni. Þar á allt að standa óbreytt og ekkert fallegra en yfirgefin hús og eyðibyggðir.


mbl.is Álversyfirlýsing undirrituð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Símonarson

En hvað finnst þér um þá staðreynd að íslenskt ál er mikið notað til hergegna, þá sérstaklega til bandaríkjahers?

http://www.alcoa.com/locations/korea_changwon/en/products/military_material.asp

http://www.utwatch.org/corporations/alcoa.html

Alfreð Símonarson, 26.6.2008 kl. 16:47

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég er ekki her sinnaður og er á móti stríðum... en ef ál er notað í vopn þá er betra að það ál sé framleitt með hreinni orku. Ekki satt? Þörfin fyrir ál eykst í heiminum og það er jákvætt.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.6.2008 kl. 17:26

3 identicon

Herinn og nató..........en álið er hér ! Og......

Láki (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Alfreð Símonarson

,,ef ál er notað í vopn þá er betra að það ál sé framleitt með hreinni orku"  :  Og réttlætir það þá staðreynd að íslenskt ál sé að tæta í sundur börn af höndum bandaríkjahers? Endilega horfið á þennann heimildarþátt:

http://malacai.blog.is/blog/malacai/entry/387898/

Kveðja Alli

Alfreð Símonarson, 27.6.2008 kl. 08:19

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég ætla ekki að skeggræða þetta við þig. Álver á Íslandi, eður ei, breytir engu um hernaðarbrölt heimsins.

Ég er aðallega að fagna atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi. Hún er mikils virði.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 27.6.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband