Mogginn sker niður á Austurlandi

Steinunn Ásmundsdóttir hefur að mínu viti staðið sig vel sem blaðamaður á Austurlandi en nú ætlar Morgunblaðið að skera niður. Austurland er ekki nógu merkilegt lengur til þess að hafa þar blaðamann. Þá er það bara RÚV sem er með starfandi blaðamenn/fréttamenn á Austurlandi. Stöð 2 var áður með starfsmenn hér en þeirra hausar þurftu að fjúka og nú fer Mogginn sömu leið. Synd og skömm!

MBL logo    Kross

Eftirfarandi tilkynningu fékk ég í tölvupósti í dag:

Vegna breytinga á rekstrarumhverfi og vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækjum Árvakurs hf., er félagið að fækka störfum og breyta áherslum.

 

Nýr ritstjóri Morgunblaðsins, Ólafur Stephensen, hefur tilkynnt að ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins á Austurlandi verði lokað 1. júní.

Jafnframt mun sérstök Austurlandssíða í Morgunblaðinu leggjast af.

Framvegis tekur því ritstjórn í Reykjavík við efni til birtingar.

 Ég legg til að við mótmælum þessu. Ég skora á góða og gilda Sjálfstæðismenn að láta ekki þessa niðurlægingu yfir okkur ganga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eru til Sjálfstæðismenn fyrir austan? Hélt þið væruð allir kommar...

:)

Ingvar Valgeirsson, 1.6.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Auðvitað eiga þeir sem kaupa moggann að segja honum upp i mótmælaskyni. Snúum okkur alfarið að útvarpinu og Fréttablaðinu með fréttir úr fjórðungnum. Það er rétt Steinunn hefur staðið sig mjög vel.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.6.2008 kl. 07:54

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Ljótt að heyra og í tilefni af því, fékk ég allt ofanritað að láni hjá þér og setti á mína síðu - þetta þarf að fréttast, engin spurning og ef ég keypti Moggan, myndi ég segja honum hið snarasta upp...

Vona það hafi verið í lagi að gera copy/paste á þessa frétt þína Gummi...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:11

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Gott mál Badda

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.6.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Blessaður Ingvar. Þessi Sjálfstæðismenn eru alls staðar:-) Meira að segja íhaldsmenn í öllum flokkum, aðallega Vinstri grænum.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.6.2008 kl. 16:03

6 identicon

Þetta er ekki gott mál.  Hinsvegar sé ég ekkert eftir austurlands-síðunni.  Hún var bara hallærisleg. En það verður fróðlegt að sjá hvernig verður að koma fréttum og viðburðum að hjá þessum sveppum.     

Jón Hilmar (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Auðbergur Daníel Gíslason

Þetta er náttúrulega þvílíkt steinaldarviðhorf að það megi hvergi hagræða í rekstri.
Auðvitað er það hagur Moggans að vera með öfluga fréttmaskínu hér fyrir austan og það er hægt að sinna henni öðruvísi en með því að vera með heila starfsstöð hér.
Ég tek samt undir með ykkur að Steinunn hefur staðið sig vel í starfi sínu.

15 ára Sjálfstæðismaður

Auðbergur Daníel Gíslason, 6.6.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Þóra Elísabet Valgeirsdóttir

Ég veit ekki hversu góð og gild sjálfstæðiskona ég er
En ég er mótmæli þessu þessu þrátt fyrir það. Svona virðist þetta allt vera í sambandi við landsbyggðina!  Sólin má ekki skína í rvk öðruvísi en að þá endar fréttatíminn á svipmyndum af góða verðinu. En svona er þetta og verður alltaf. Fólk veit bara ekki hvað það er að fara á mis við þegar að það hefur ekki prufað að búa á svona sælureit eins og 740 paradís;)  En já annars nú bara sleppir maður því að kaupa þennan blessaða mogga.

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:00

9 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Úbs, ekki eru menn gamlir þegar þeir eru farnir að verja Moggann! Þetta snýst ekki um hagræðingu heldur skynsemi. Sérlega vanhugsuð aðgerð að mínu mati.

Þóra Elísabet! Ég er allavega ekki mikil sjálfstæðiskona... en ég er sammála þér.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 8.6.2008 kl. 18:29

10 identicon

Já er það ekki eitthvað svipað og bæjarstýra

Þóra Elísabet (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband