Aðstoðarmaður bæjarstjóra

Allt dettur nú sumum í hug. Ég var spurður í óformlegu spjalli af fjölmiðlamanni í dag hvort sönn væri sú saga að ég væri næsti aðstoðarmaður Helgu bæjarstýru í Fjarðabyggð. HALLÓ!!!! Þeir sem spinna svona sögu eru nú ekki alveg með á nótunum, eða þekkja ekki bæjarkerfið. Ef sagan væri sönn:

Þá væri ég yfirmaður minn og undirmaður....

...og yfirmaður Helgu og aðstoðarmaður.

"Ég er afi minn" hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta birtist á bloggi hérna fyrir skömmu, veit ekki hvort þetta er inni ennþá. Ertu ekki komin í nýtt starf eftir áramót?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.12.2007 kl. 11:46

2 identicon

Ha, ha. Jihh minn eini.

Þetta er bara eins absúrd og...jah, hvað eigum við að segja, ef forseti bæjarstjórnar ætlaðist til að bærinn sem hann stjórnar styrkti hann til að stunda hobbíið sitt.

Ha, ha, ha. Ég er alveg sammála þér, Gummi. Hverjum dettur eiginlega svona vitleysa í hug?

Esther Ösp (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 12:01

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sæl Elma, ég var ekki búinn að sjá þetta blogg um mig og aðstoðarmannsjobbið. Hins vegar heyrðist mér svæðisútvarpið í gær vera aðallega að fjalla um það sem ónefndur bloggari skrifar í sína síðu. Þetta hefur kannski verið þar, enda þekktur samsæriskenningasmiður.

Jú, ég verð framkvæmdastjóri Gámaþjónustu Austurlands-Sjónaráss eftir áramót. Spennandi verkefni.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 20.12.2007 kl. 13:24

4 identicon

Helst dettur manni í hug að eitthvað af níðbloggunum frá suðurfjörðum Fjarðabyggðar séu að koma svona sögum á kreik.  Þau blog eru níðstangir nútímans !

Jóndi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sæll frændi og til hamingju með nýja starfið.  Velkominn í samkeppnina.

Á að sitja áfram sem forseti bæjarstjórnar?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.12.2007 kl. 12:43

6 Smámynd: SigrúnSveitó

Til hamingju með nýja djobbið, Gummi! 

...samsæriskenningasmiður...mér dettur einn í hug...en veit ekki hvort sá bloggar... 

Jólaknús

SigrúnSveitó, 21.12.2007 kl. 14:47

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk fyrir Sigrún og Gísli. Já ég verð áfram í pólitíkinni út þetta kjörtímabil allavega. Mitt félag er ekki í viðskipum við Fjarðabyggð. Þú sérð um þau Gísli:)

Gámaþjónusta Austurlands er með stórt verkefni hjá Alcoa og samning við Fljótsdalshérað. Svo herjum við á allt Austurland í fyllingu tímans:)

Jólakveðja! Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 21.12.2007 kl. 15:17

8 identicon

En ekki hvað?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 13:20

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gummi Gámur,,,,,eða Gummgámur nýr jólasveinn

Einar Bragi Bragason., 22.12.2007 kl. 17:33

10 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Gleðileg jól til þín og þinna og hafið það gott yfir hátíðina

Bjarney Hallgrímsdóttir, 25.12.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband