ÆÆÆ! Við að fara norður

Jæja, þá verður maður bara að fara fetið. Læðast norður til Akureyrar í dag og aftur til baka á morgun.

Svo er dansleikur framundan á Fáskrúðsfirði aðra helgina í röð. Það var gaman um síðustu helgi og verður eflaust skemmtilegra um þessa helgi. Hnakkarnir eru í fanta formi og gefa ekkert eftir. Engin miskunn!

Sem minnir mig á bókina um Eyþór El Grilló meistara á Seyðisfirði. Fyrrverandi hótelstjóra, veitingamann og ég veit ekki hvað. Maðurinn er goðsögn og vel til fundið hjá Tryggva fyrrverandi bæjarstjóra að skrifa bók um þennan mann.

-"Sæktu rauðvín handa pabba þínum!"

-"Tja, hann er nú ekki pa..."

-"Svona sæktu rauðvín handa pabba þínum, engin miskunn!"

Sagði Eyþór hérna um árið þegar við vorum að spila á balli hjá honum. Þetta er náttúrulega ekkert fyndið nema að drengurinn sem Eyþór beindi orðum sínum að er ekki sonur Ágústar. Samt er Aggi náttúrulega Guðfaðir okkar allra:-)


mbl.is Vegagerðin varar við hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

verst er að það vantar bestu bitana í bókina

Einar Bragi Bragason., 5.12.2007 kl. 12:36

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

ÆÆÆ, var ritskoðað of grannt? Þú getur kannski gefið út óritskoðaða bók, "Sannleikurinn um El Grilló manninn-engin miskunn" Nóg er af sögunum um karlinn;)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 5.12.2007 kl. 13:54

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hvenær fáum við Hnakkana með Country-kvöld í Neskaupstað?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 5.12.2007 kl. 14:47

4 identicon

Ég heimta Bob Dylan kvöld í Egilsbúð.Gummi,ég skora á þig og löggumanna að taka þetta til athugunar og þá bara eingöngu ykkur Sú Ellen menn til að spila Dylan-lög.Og bara nokkra aðra snillinga með ykkur.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:19

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það vantar sögurnar sem við Einar Bragi kunnum um Eyþór, en það er eiginlega þannig að það kunna flestir Austfirðingar sögur af karlinum.

En mér finnst frábært að fá bók með sögum sem aðrir kunna af karlinum, þær eru nokkrar góðar líka.

Núna get ég til dæmis aldrei litið á frystilistu framar nema að grandskoða á henni lokið.

Það er klárt.

Jón Halldór Guðmundsson, 5.12.2007 kl. 15:29

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Elma! Hnakkarnir hljóta að fara að kántrýast í Nesk. Við ætluðum reyndar að halda sms hlöðuball í haust en féllum á tíma. Skoðum þetta vonandi fljótlega.

Gunnar! Góð hugmynd.

Jón Halldór! Ég þarf að lesa þessa bók. Ég þekki ekki þessa frystikistusögu!?!?!? 

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 7.12.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband