Plötumslög á sólóplötum

Plötur

Hvers vegna eru tónlistarmenn mjög oft með mynd af sér framan á diskunum sínum? Ég fór reyndar milliveginn eins og sjá má. Á engri mynd inn í textabók er ég þekkjanlegur þar sem markmiðið með útgáfunni var ekki að verða þekkt andlit.

Ekki eru rithöfundar svona athyglissjúkir. Pælið í því ef það væri alltaf stór mynd framan á kápu bóka af höfundunum. það væri fáránlegt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þetta er góð pæling. Þegar söngvari sem er svona stjarna, eins og Guðrún Á Símonar og Páll Óskar (og allt þar á milli) þá er diskurinn að selja stjörnuna og andlitsmyndin að selja diskinn.

Þegar hljómsveit á í hlut er kannski nafn hennar hennar frontur (logo), en ekki andlitið á meðlimunum. Undantekning frá þessu var þegar varir Jaggers urðu symbol Stones.

Þú ert að fara blandaða leið, sem virðist ganga allvel upp. Þú lítur á þetta bæði sem þína plötu og plötu hljómsveitarinnar, með því að hafa hálft andlit.

Annars er í svona plötu umslagi oftast fólgin eins konar stefnuyfirlýsing tónlistarmanna. Umslagið fyrir Ísbjarnarblús fannst mér ákafleg vel heppnað og mér finnst Bubba hafa tekist vel upp með hönnun á sínum plötum að þessu leyti, eins og flestu öðru. Ætli hann hafi leitað til bróður síns?

Jón Halldór Guðmundsson, 8.11.2007 kl. 20:07

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Sammála! Bara alltof fáir sem eru með yfirlýsingarumslög. Mér finnst umslög frekar eiga að túlka innihaldið, líkt og sögubækur gera, heldur en líta út eins og passamynd.

Vandamálið er stærðin, hmmm! Geisladiskurinn er svo mikið minni en LP platan var. Því er minni möguleiki á að gera flott umslag. Svo verður þetta helst líka að sjást og skiljast í þeirri stærð sem hér má sjá að ofan og notað er á tónlistarvef eins og tónlist.is og svo birtast umslögin líka í I-Pod og I-tunes ennþá minni en hér. Stórbrotin umslög henta ekki lengur, því miður.

Svo finnst mér dauðasök ef ekki fylgja textar, sem eru yfirlesnir eftir upptökur. Mjög algengt er að þar er pottur brotinn, þ.e. söngur og texti, því oft er söngvarinn að breyta smáorðum, hendingum og þ.h. fram á síðustu stundu. Almennt finnst mér skemmtilegast að hafa sem mest að lesa í geisladiskabókinni, annars er bara hægt að niðurhala lögunum.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 8.11.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hva ekki mynd af mér....alltaf sami helv. Fjarðabyggðar mórallinn....fussum svei...

Einar Bragi Bragason., 9.11.2007 kl. 01:04

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Einar minn, þú ert bara of sexý fyrir þennan samanburð!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 9.11.2007 kl. 09:00

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

og þér vantar skalla kall.

Einar Bragi Bragason., 9.11.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ástæðan fyrir þessu er væntanlega sú að tónlistarmenn eru yfirhöfuð ákaflega fallegt fólk, miklu fallegra en rithöfundar. Gummi Jóns er t.d. margfalt myndarlegri en Arnaldur Indriða og ég er líka viss um að Lovísa Lay Low er ljósárum ofar en Stella Blómkvist á fegurðarskalanum.

Myndin framan á plötunni þinni er líka flott. Sætur strákur...

Ingvar Valgeirsson, 12.11.2007 kl. 17:42

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

He, he, já þetta er rétt hjá þér Ingvar. Tónlistarmenn eru fallegt fólk. Takk sömuleiðis!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.11.2007 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband