Skiptir máli hvaðan við komum?

Auðvitað skiptir það máli. Ég hef oft velt þessu fyrir mér varðandi tónlist.

Mig langar að benda á frábæra grein í Mogganum í dag á bls. 46 eftir Ingveldi Geirsdóttur sem heitir Er sprengjuhöllin sveitó?

Megin inntak greinarinnar er að Sprengjuhöllin er töff... af því hún er skipuð sætum strákum úr Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ef þeir væru frá Selfossi, Akranesi eða Egilsstöðum þætti þetta MJÖG hallærislegt. Miðbæjarrotta með trefil myndi aldrei viðurkenna þá. Ég held að þetta sé rétt.

Landsbyggðarbönd hafa alltaf sætt fordómum... hjá gagnrýnendum í Reykjavík. Þeir sem hafa reynt að skrifa tónlistarsöguna hafa líka átt erfitt með að fjalla um tónlist frá landsbyggðinni en þess í stað skrifað margar blaðsíður um bönd sem komu fram á örfáum tónleikum í Reykjavík... en voru frábær. Enn hefur ekki verið skrifuð poppsaga Íslands sem mark er á takandi, því miður. Væri ekki hægt að fá sagnfræðing í verkið með tónlistaráhuga?

Já, já, ég veit hvað þið hugsið... hann er bara með minnimáttarkennd... enda frá Neskaupstað... eins og Glúmur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er bara nokkuð sammála þér með þetta...ég hugsaði svona líka í gamla daga er ég bjó í borginni fannst þið sveita lubbarnir frekar glataðir... en svo var lífið á Neskaupstað prufað og það breytti öllu...mér fynnst þið landsbyggðar prinsarnir vera ansi skemmtilegir...

En er það ekki rétt hjá mér að mjög stór hópur þekktra tónlistamanna þarna heima eru úr smá þorpum utan af landi, og eru með þeim bestu og lang þekktustu í dag? Ég held það...
 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Flott Gummi Sprengjuhöllin er nefnilega það allra mest sveitó dæmi sem komið hefur á Íslandi...hef oft verið að spá í hver andsk kom þessu í útvarpsstöðvarnar...fólk er fífl og trúir því eftir 10 útvarpsauglýsingar í röð að þetta sé það heitasta í dag.

Einar Bragi Bragason., 18.10.2007 kl. 20:31

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Maggý, það er rétt, mikið af okkar bestu tónlsitarmönnum eru utan af landi.

Einar, þeir eru sveitó, ég held að Eiður vinur þinn sé að hæpa þá upp og gefa út. Mér  finnst þeir skemmtilegir og textarnir eru fyndnir þó tæpast sé dýrt kveðið í öllum tilvikum.

Það skiptir máli hver gerir hvað og hvaðan hann er. Dæmi:

Ef lagið "She's got the touch" hefði verið gefið út af Súellen hefði allir haldið að við værum búnir að missa það. En að því Það var Jeff who þá þykir það bara fyndið og nokkuð kúl... og er spilað í tætlur. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta svona 80's rokk, minnir á Herbert Guðmundsson og Duran D. Eitt ömurlegasta lag sem ég hef heyrt lengi... eins og lalalalala lagið þeirra var gott.

Einar, þú hefur líka minnst á lagið Freight train (veit ekki hvernig það er stafsett) Ef Eyjólfur kr. og Heiða Idol hefðu flutt á nákvæmlega sama máta hefði þetta ALDREI verið spilað. En.... Pétur Ben, Lay Low og einhver Arnalds... KÚL!!!!!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 19.10.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Algjørlega sammala ther eg thad er audvellt ad verda vinsæll med svona mikid af auglysingum Ja eg hef notad thetta Freight train dæmi mikid um ulpupops snobbid a Islandi

Einar Bragi Bragason., 21.10.2007 kl. 19:33

5 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Það er nú slatti til í þessu hjá ykkur.... þarna sveitalúðarnir ykkar..:-)

Það virðist nú stundum vera þannig að einhverjir ræflar stofna hljómsveit og séu   þeir úr réttu kreðsunni er þetta orðin súpergrúbba og hvaðeina.

Einhverntíma fyrir nokkrum árum var forsíðufyrirsögnin á Undirtónum sem var virt alhliða tónlistartímarit sem  kom út um árabil; "Biogen - einn mesti áhrifavaldurinn í íslenskri tónlist!" Þar hafið þið það......hafið þið orðið fyrir áhrifum af honum?.......hélt ekki.... Eftir að hafa lesið þetta hleyp ég alltaf út á náttfötunum þegar ég heyri minnst á Biogen... :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 22.10.2007 kl. 00:05

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég er sammála ykkur Brögunum.

Biogen hef ég hafi aldrei heyrt á minnst, hvað þá heyrt frá þeim tón svo ég viti.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2007 kl. 09:12

7 identicon

Guð hvað þetta er sorglegt viðhorf, það að einhver skuli halda því fram að strákarnir í Sprengjuhöllinni séu "töff" af því að þeir eru úr MH er ekkert annað en kjánaleg minnimáttarkennd í garð skólans....hverjum öðrum en hálfvita (á einmitt við um Ingveldi) hefði dottið í hug að skilgreina menn útfrá menntaskóla sem þeir yfirgáfu allir fyrir a.m.k. 6 árum síðan? Grein Ingveldar var eins og illa útfærð bloggfærsla og blaðinu til skammar, ekki hampa henni!

Nú þá kem ég að því sem hefur eflaust fengið þig til að skrifa þessa afkáralegu færslu þína;  Tónlistin þín er ekki góð, textarnir eru svo ógeðslegir að mig langar til að æla og sparka í punginn á þér. Ég verð alltaf jafnreiður þegar ég rekst á heimsku af þessari gráðu hjá fullorðnu fólki. Mörgum hefur gefist vel að halda dagbók geymda í náttborðsskúffu, hvernig væri að athuga með það í stað þess að flagga þeim hugsunum, sem skolast inn í þinn vesæla heila, á internetinu?

Gunni (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:09

8 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Kæri "Gunni"!

Ég þori að veðja að þú heitir ekki Gunni og þú hefur ekki hlustað á diskinn minn. Sprengjuhöllin finnst mér skemmtileg ef það hefur farið fram hjá þér. Ef þig langar að sparka í punginn á öllum sem semja lélega texta ættir þú að leita þér hjálpar kæri "Gunni"

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2007 kl. 14:53

9 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Vaaaááá!!! Ég fékk vægt hjartastopp þegar ég las þessa kröftugu færslu hjá þessum Gunna. Hef reyndar ekki hugmynd hver þetta er en mikið rosalega á hann við alvarlegt vandamál að stríða. Hann er svo sem ágætur í stafsetningu ( það er að segja ef hann lætur ekki villupúkann yfirfara þetta eins og ég geri oftast) en það er líka það eina. Ég vona að hann sjái að sér og leiti sér hjálpa hið snarasta áður en hann lendir mikið neðar í skítnum. En því miður það eru alltaf til svona einstaklingar sem halda að þeir séu að gera einhverjum greiða með svona skrifum en þetta kannski segir meira um hann sjálfan en nokkurn tímann þig Gummi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 22.10.2007 kl. 15:01

10 identicon

Nei ég hef ekki hlustað á diskinn þinn, er hann í mörgu ólíkur þeim óþverra sem þú hýsir á blogginu þínu? Svo langar mig ekkert að sparka í puginn á öllum vondum textahöfundum, bara þér.

Hættu bara að væla, ef ég hefði hlustað á diskinn þinn mundi ég örugglega hata þig ennþá meir!

Gunni (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:36

11 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ja, hérna hér. Vertu þá ekki að rífa kjaft ef þú hefur ekki hlustað á diskinn... og vertu ekki að þvælast inn á þessari bloggsíðu ef þú hatar mig svona mikið. Þér líður kannski betur ef þú sleppir því. Farðu í friði! Dóni!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2007 kl. 16:09

12 identicon

"Farðu í friði" - ég held að tilraunir þínar til að særa mig í burtu gefist illa.

Lokaðu bara síðunni og passaðu að gefa mér ekki aðgangsorð, ég lofa líka að róta aldrei í náttborðsskúffunni þinni ef þú ákveður einhverntímann að þessar vangaveltur eigi heima þar.  

ps. ætli þessi Arnar vinur þinn hafi sett textann minn í villupúkann til að athuga hvort allt væri rétt hjá mér?

Gunni (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:29

13 identicon

Gleymdi náttúrulega að benda þér á að það voru lögin á síðunni þinni sem ég var að tala um ekki þessi plata sem þú ert greinilega æstur í að auglýsa....

Gunni (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:35

14 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

"Gunni" er húmoristi líka, ef klikkað er á nafn hans hér að ofan opnast hommasíða. Nema hann haldi henni úti og vilji auglýsa hana??? Svo stafsetur hann vitlaust en virðist ekki gera sér grein fyrir því en það er aukaatriði.

Nafnlausar athugasemdir af þessu tagi hæfa rolum og dusilmennum.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2007 kl. 17:13

15 identicon

Hva,bara komið stríð? hehehehe...Hey,það vantar svona bullukolla eins og þennan Gunna út á sjó.Gætum kennt honum almennilega mannasiði,nú eða ekki,þá bara láta hann góssa í hafið.Farvel!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 17:54

16 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst dusilmenni alltaf svo fallegt orð...

Dr. Gunni reyndar gerði einhverjum landsbyggðarsveitum skil í bók sinni "Eru ekki allir í stuði?" fyrir nokkrum árum. Kaflinn, hvar fjallað var um nokkrar af þeim sveitum (t.d. Stuðkompaníið) klúðraðist í prentun og því vantaði þann kafla í bókina þegar hún kom í búðir.

Mistök í prentun - eða samsæri?

Ingvar Valgeirsson, 23.10.2007 kl. 10:56

17 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

það er hárrétt hjá þér Ingvar. Það voru mistök í prentun sagði Dr. Gunni. Kaflinn var kenndur við Eitís og vantar í bókina. Súellen var m.a. í þessum kafla þannig að þegar fólk eftir hundrað ár les þessa bók er ekki minnst á Súellen, Stuðkompaníið, Skriðjökla, Dúkkulísur og Greifana. Allt bönd utan af landi!!!! Reyndar sagði Doktorinn að úr þessu yrði bætt þegar bókin kæmi út í kiljuformi. Kaflann má hins vegar finna hér ef menn vilja lesa hann.

http://www.this.is/drgunni/jolli.html

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 23.10.2007 kl. 11:48

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Og nú fékk Sprengjuhöllin 5 stjörnur hjá Mogganum og lag annars plötudómara á Mogganum dásamað......eru menn að skrifa fyrir hvern annann.

Annars finnst mér Sprengjuhöllin ekkert slæm en langt í frá að vera fimm stjörnu band.....

Einar Bragi Bragason., 24.10.2007 kl. 23:51

19 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

það er bara stemmning...

Áður en menn eins og Gunni fara að æsa sig of mikið er rétt að benda á að það ekkert endilega verið að tala um Sprengjuhöllina og dæma hana eða Skítamóral, MH, Selfoss eða Norðfjörð. Heldur miklu frekar hvort og hvernig áhveðin trend og tíska og ráði ferðinni þegar við dæmum eða meðtökum tónlist og tónlistarmenn. Þannig vil ég allavega tala um þetta og mér þykir þetta áhugaverðar vangaveltur og hefur ekkert með tónlistarsmekk minn að gera.

Mér þykir Sprengjuhöllin mjög flott og skemmtileg hljómsveit en ekki það heilög að ekki megi hafa hana með í vangaveltum um popptónlist og menningu.

....Eru ekki annars allir í stuði?

Bjarni Bragi Kjartansson, 25.10.2007 kl. 10:13

20 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Aftur er ég sammála ykkur Brögunum. Málið er líka að Ísland er svo lítið og má með réttu nefna það kunningja-samfélag. Ég ætti kannski að rita dóma um plötu Einars Braga og hann um mína. Þætti það í lagi?

Annars bólar ekkert á dómum um plötuna mína... hún er nú ekki svona seintekin:-)

...jú ég er í stuði!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 25.10.2007 kl. 10:24

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Alveg velkomið Gummi minn ekkert mál ...og já við Bragar erum vitrir menn he he

Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 15:53

22 identicon

platan mín fékk 4 stjörnur af 5 í mogganum samt er ég austfirðingur og þekki ekki gagnrýnandan.

hilmar garðars (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 23:49

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Var það ekki úlpupopp he he

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 00:05

24 identicon

he he reyndar ekki:) 

hilmar garðars (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:10

25 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Enda er platan þín fín Hilmar. Að sjálfsögðu fá góðar plötur góða dóma... svona oftast. Hvenær í ósköpunum kemur næsta plata Hilmar? Mér fannst svo gaman að heyra þig syngja nýju lögin þín í fyrra á Trúbadorahátíðinni á ÍSLENSKU

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.10.2007 kl. 11:02

26 identicon

ég er að vonast til að hún verði komin í umbúðir í sumar.Það góða við þessa seinkun er að nú eru komin 15 ný lög og fyrir átti ég sautján þannig að það verður nóg að velja úr og fyrir vikið verður platan sterkari:)

hilmar garðars (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband