Ekki sssspurning...

...þetta er rétt hjá Bubba og nákvæmlega það sem ég var að benda á með útgáfu minni.

"Íslensk tónlist" heitir diskurinn minn og ef menn lesa aftan á umslagið skilja menn það sem ég er að gagnrýna. Enskir textar vaða uppi hjá íslenskum tónlistarmönnum og tónlistinn þeirra hljómar líka eins og hún sé bresk eða bandarísk og vekur þar af leiðandi enga athygli erlendis. Íslensk tónlist með íslenskum textum er mun eftirtektarverðari á heimsmælikvarða.... ef menn eru á annað borð að spá í heimsmarkaðinn.

Ég held hins vegar að íslenskir tónlistarmenn eigi fyrsta að reyna að meika það á Íslandi áður en þeir reyna við hinn stóra heim... eða hvað?umslag

Svo geta menn gagnrýnt Bubba fyrir að vera búinn að selja sig markaðsöflunum á Íslandi en hver vill ekki selja sína afurðir. Margir tónlistarmenn hafa engan kaupanda... þó þeir syngi á ensku!

Mér finnst boðskapur í tónlist skipta öllu máli. Bubbi fær hrós vikunnar fyrir að gera sjónvarpsþátt með verðugu og nauðsynlegu markmiði. Boðskapurinn í þessu verkefni er ljós.

Lifi íslensk tónlist og íslenskir textar


mbl.is Bubbi býður þrjár milljónir fyrir íslenskuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Tek undir þetta hjá þér Gummi.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 28.9.2007 kl. 12:37

2 identicon

Enskan býður upp á mun fleyri möguleika t.d hefði Björk aldrey meikað það ef að hún hefði sungið á íslensku.Mér fynst nú soldið fyndið þegar að bubbi segir ég hef sungið á íslensku alla mína hunds og kattartíð,Eftir heimildum flestra sendi hann frá sér eina smáskífu sem bar nafnið moon in the gutter og breiðskífu sem að heitir serbian flower.engu að síður þá hljómaði bubbi hálf kjánalega á ensku eins og hann hljómar nú vel á íslensku.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 19:53

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég spila alltaf á sænsku

Einar Bragi Bragason., 29.9.2007 kl. 01:01

4 identicon

Bubbi bullar eins og venjulega. Sjálfur hefur hann reynt að meika það erlendis (og sungið á ensku) en það nennti enginn að hlusta á hann. Ekki viss um að það hefði breytt nokkru þótt hann hefði sungið á íslensku.

Hvað um það. Góður texti á ensku eftir Íslending er auðvitað betri en lélegur texti á íslensku eftir Íslending. Um það hljóta allir að vera sammála. 

Með kveðju úr efra. 

Jón Knútur (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 22:59

5 identicon

Jón,Bubbi hefur aldrig kunnað að syngja á ensku.Framburðurinn er fyrir neðan allar hellur.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 09:52

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Mér finnst engu skipta hvort Bubbi reyndi að meika það með enskum textum á sínum tíma eða ekki. Hins vegar á íslenskan undir högg að sækja í íslenskri popptónlist. Bubbi er að berjast gegn því og það finnst mér gott mál.

Ég hef ekki grandskoðað enska texta eftir íslenska poppara en margir segja þá vonda upp til hópa. Reyndar eru íslenskir textar það oft líka. Hvaða tungumál sem menn velja þá bið ég um texta með boðskap eða góða sögu... ekki innantóma vellu. Þá er skárra að hafa tónlistina ósungna eða taka "Sigurrósargaul"

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.10.2007 kl. 15:06

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Svo er líka mikið atriði að komast út úr bílskúrnum og gefa út tónlist. Það er mikilvægt og því vantar boðlegt hljóðver á Austurlandi. Við eigum fullt af fólki sem getur samið góða tónlist.

Ég held að ef Bubbi, Björgvin og... allir hinir hefðu þurft að taka upp í Nesk, fara þar í útvarpsviðtöl, blaðviðtöl, halda þar tónleika og... þið vitið. Þá hefði þetta lið sennilega aldrei gefið neitt út. Pæling!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.10.2007 kl. 15:10

8 identicon

Auðvitað skiptir það máli að það er Bubbi en ekki einhver annar sem kemur fram með þessa gagnrýni. Hann agnúast útí unga íslenska tónlistarmenn fyrir að syngja á erlendri tungu rétt eins og hann gerði sjálfur fyrir tuttugu árum. Sér maðurinn ekki að þeir vilja bara, eins og hann gerði í denn, að fleiri hlusti? Með öðrum orðum: Bubbi er hræsnari (eins og ég hélt að allir vissu).

Annars hef ég engar áhyggjur af íslenskri tungu í poppmússík og mig grunar að Bubbi hafi þær ekki heldur. Hugsa að hann myndi jafnvel grípa aftur til útlenskunnar fengi hann rétta upphæð fyrir viðvikið. 

Kveðja,

Jón.

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 17:26

9 identicon

Ég get að mörgu leyti verið sammála Jóni Knút. Staðreyndin er sú að vinsælustu popphljómsveitir Íslands syngja flest allar á íslensku, t.d. Sálin, Stuðmenn, Todmobile og fleiri.

 Bubbi er að sjálfsögðu bara að hugsa um eigið rassgat eins og alltaf.

En svo er ég hjartanlega sammála Gumma í því að það sárvantar gott studíó hingað austur. Því ekki vantar tónlistarmennina til að spila og semja.

Þorlákur (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 21:43

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég áskil mér allan rétt til að hafa aðra skoðun eftir 20 ár... án þess að vera talinn hræsnari  Það má segja svo margt um Bubba að það er efni í margar bækur. Ég nenni ekki að taka þátt í þeirri umræðu.

Útþrá íslenskra tónlistarmanna er sterk þessa dagana og ég held að það sé það sama sem rekur þessa útrás áfram og útrás viðskiptalífsins. Semsagt, ekki listrænn metnaður.

Mér finnst bara að Íslendingar eigi að semja og syngja á íslensku. Aðrir mega hafa aðra skoðun. Mér finnst Bubbi bestur á íslensku, Freddy Mercury á ensku, Eivör á færeysku, Gipsy Kings á spænsku og svo frv.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 3.10.2007 kl. 09:39

11 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég er ein af örfáum sem hef aldrei haft dálæti á Bubba og ekki hefur það breyst eftir að hann seldi markaðsöflunum sig. Sennilega er það komminn í mér sem veldur þessu. Sammála Knútnum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 10:17

12 identicon

Íslenska fyrir Íslendinga !

Heimurinn bíður eftir  tónlist íslenskra tónlistamanna á  íslensku !  

Bara að fylla gáma og tunnur og flytja út á erlenda grund !

Hefur Silja Aðalsteins einhverja skoðun á  þessu ?

Láki (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:27

13 identicon

Ég skil vil að þú viljir helst ekki tala um hræsnina í Bubba Morthens enda er það fyrirfram tapaður bardagi fyrir hvern þann sem hættir sér útí að verja hann. Ég gæti tínt til fleiri dæmi sem sýna hræsnina sem drýpur af viðhorfum og gerðum Bubba Morthens. Menn sem berjast af jafn miklum krafti gegn umhverfismengun gætu t.d. ferðast með strætó en það gerir Bubbi ekki eins og þjóðin veit. Hann hvetur meira að segja til jeppanotkunar ef ég man rétt. En látum það liggja á milli hluta.

Aðalatriðið er að menn eins og Bubbi (nú eða bara þú, Guðmundur) þurfa ekkert að lyfta sér upp á kostnað þeirra sem vilja syngja á ensku. Eru textarnir ykkar hvorteðer ekki svo góðir (og heiðarlegir og einlægir og blablabla) að óþarft er að beita slíkum meðulum? Á ekki snilldin íslenska bara að blasa við hverjum þeim er leggur við hlustir?  

Útþrá íslenskra listamanna hefur alltaf verið sterk enda hlýtur það að vera metnaðarmál fyrir hvern listamann, sem á annað borð gefur út, að ná til fólks. Annars á hann bara að skrifa eða spila fyrir skúffuna.

Einkennilegt að þér finnist Freddie Mercury bestur á ensku. Freddie heitir í raun Farrokh Bulsara og hann ólst upp í Zanzibar. Þar talaði hann, eins og aðrir Zanzibarar, tungumálið swahili... 

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 10:51

14 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þetta er einmitt það sem selur. Stöð 2 ákveður að vera með sjónvarpsþátt , það þarf að hafa eitthvað krassandi í kringum þáttinn, hann þarf að vekja athygli áður en hann fer í loftið og því fá þeir að sjálfsögðu kónginn hann Bubba til að vera með. Því Bubbi Morthens einfaldlega selur mest allra á Íslandi í dag einsog hann hefur gert allar götur síðan 1980. Þessi umræða hér er akkúrat það sem þessi þáttur átti að gera fyrirfram. Vekja athygli og selja. Ég gæti trúað því að þessi þáttur verði skemmtun ein, meira að segja Jón Knútur myndi sitja límdur fyrir framan imbann og skemmta sér konunglega yfir ruglinu í Bubba.

En við getum svosem líka spurt okkur að því af hverju eru Stuðmenn til í dag? Af hverju er Sálinn til í dag? Af hverju er Todmobile til í dag? Af hverju varð Stjórnin svona gríðarlega vinsæl á sínum tíma? Og af hverju er Bubbi Morthens enn að vekja svona mikla athygli í dag og af hverju seljast plöturnar hans og þeirra svona mikið?

Svar: Kannski vegna þess að þetta ágæta fólk ákvað að syngja á Íslensku fyrir okkur Íslendingana.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 3.10.2007 kl. 12:32

15 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

ÆÆÆ, á nú að reyna að reita mig til reiði með persónulegu kasti? Tekst ekki.

Ég er ekki að "lyfta mér upp á kostnað þeirra sem syngja á ensku". Jafn fáránlegt og að halda því fram að þú sért í bullandi vörn Jón, vegna þess að bandið þitt syngur á ensku (hef ég heyrt). En vonandi meikið þið það í útlöndum... nú eða á Íslandi  

Allir mínir meikdraumar dóu upp úr tvítugu, eftir að ég meikaði það, he, he, he!

p.s. hef aldrei heyrt í Freddy á swahilísku en það hljómar spennandi. Gaman að heyra Bjarna Frey reyna við það!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 3.10.2007 kl. 13:44

16 identicon

Arnar !  Eru ekki margir háðir Coca-Cola ! Ýmislegt verður að vana þó maður nefni ekki allt hágæði ! 

Baráttan er vonlaus þegar miðin eru dauð  söng Bubbi eða var það Silja , hinn íslenski tónlistarmarkaður er afar lítill.

Íslenska tungan er kannski sterkt vopn framfara í Frakklandi  eda Japan  eða á jafnvel bara heima á Íslandi ?

Láki (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 13:44

17 identicon

Ég vil taka það fram þó að það komi málinu ekki við að sá sem skrifar sig sem Láki hér á síðunni er ekki ég.

Annars finnst mér að hver og einn eigi flytja sitt efni á því tungumáli sem listamanninum hentar best, þess vegna á swahilísku.

Það vita allir að Bubbi er fyrst og fremst að ná sér í pening. En það kemur þó ekki veg fyrir það að ég mun eflaust fylgjast eitthvað með þessum þætti.

 kv

Þorlákur Æ. Ágústsson

Þorlákur Ágústsson (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:16

18 identicon

Jahérnahér. Er ég ekki bara líka með bullandi minnimáttarkennd o.s.frv?

Ég er - eins og allar yfirvegaðar sálir sjá - ekki með neitt persónulegt skítkast. Mér fannst viðhorf þitt rangt og að minni hyggju er Bubbi vitleysingur. Ég áskil mér rétt til að hafa skoðun á því sem þú skrifar enda eru skrifin þín opinber og þú leyfir fólki að gera athugasemdir. Kannski þú ættir að hætta því.

Hafðu það nú gott og komdu með prógrammið þitt uppí Hérað. Ég mæti.

Arnar: Eflaust verður þessi þáttur stórskemmtilegur en hann á að framleiða peninga, ekki að bjarga íslenskunni. Það trúir því enginn. Nema Gummi.

Með Nobbarakveðju.

ES. Eitt í viðbót: Þegar maður telur sjálfum sér það til tekna að syngja á íslensku, eins og þú gerir, þá er maður auðvitað að lyfta sjálfum sér upp á kostnað þeirra sem syngja á erlendri tungu (les: ensku) og það er gagnlaust fyrir þig að neita því. En hafðu engar áhyggjur. Við félagarnir í CIB tókum þetta ekki til okkar. Erum of góðir með okkur. Og þar fyrir utan er ég sá eini sem les bloggið þitt.

EES. Ekki að mér finnist það koma þessu máli neitt við þá langar mig samt til að koma því hér á framfæri að Kona er ein af mínum eftirlætis plötum og ég hef alltaf fílað Súellen í botn. Spurðu bara Jón Hilmar.  

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 15:19

19 identicon

Bara fjör hér....Jón Knútur,hættu þessu bulli og komdu þér út á sjó!!!Þar getur þú rifist við strákana og rökrætt um allt og ekkert.Þú ættir ekki að vera í vandræðum með það að búa til eitthvað málefni tengt sjávarútveginum,hehehe....en jæja,ég les þetta blogg líka og hana nú

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 16:33

20 identicon

kanski maður gefi bara út rómantíska plötu á finnsku hún gæti heitið hurmaava jokkoitsemura.jón og gummi þið verðið með í bakröddum:)

Hilmar Garðars (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:35

21 identicon

Mér finnst Eyvör búin að sýna það og sanna að það ætti alls ekki að syngja neitt nema á færeysku. Ef Bubbi hefði gefið út efni á því ágæta máli þá væri hann frægur um víða veröld, alveg sama hversu vondir textarnir væru. Finnst þetta liggja alveg í augum úti.

Hilmar Ægir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 00:17

22 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þessi umræða er nú komin á villigötur og miður að sumir eru farnir að skrifa undir fölskum nöfnum, svei og skamm á þá!

Ef enskan er málið þá legg ég til að allir rithöfundar landsins leggi íslenskunni líka og skrifi á ensku sínar bækur. Þá þarf ekki að þýða þær seinna. Rithöfundar hljóta jú líka að hafa listrænan metnað og vilja ná til fleiri lesenda. Ef ekki, eiga þeir bara að skrifa fyrir skúffuna - læsa svo skúffunni og fela lykilinn.

Es. Það heitir engin plata með Súellen "Kona"

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.10.2007 kl. 12:33

23 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  ég er ekkert viss um að Björk hefði náð skemur inn á heimsmarkaðinn ef að hún hefði sungið á íslensku.  Heimsfrægasta hljómsveit Íslands,  Sigur Rós,  syngur ekki á ensku.  Það sama má segja um Ramstein og fleiri heimsfrægar hljómsveitir .

  Innan við 10% jarðarbúa skilja ensku.  Ef að íslenskir tónlistarmenn vilja virkilega "meika það" á alþjóðavettvangi ættu þeir að hafa þann metnað að syngja á kínversku.  Næstum því fjórðungur jarðarbúa skilur kínversku.

  Við Norðurlandabúar erum með svo brenglaða heimsmynd gagnvart ensku.  Staðreyndin er sú að um leið og komið er suður fyrir Danmörku þá snarfækkar þeim sem að skilja ensku.  Meira að segja Grænlendingar,  okkar næstu nágrannar,  skilja ekki ensku.

  Að kalla íslenska hljómsveit ensku nafni er hallærislegt.  Það opinberar rosalega minnimáttarkennd.  Að heyra íslenska hljómsveit syngja á ensku fyrir Íslendinga er jafn hallærislegt.  Þetta eru vesalingar. 

Jens Guð, 4.10.2007 kl. 13:22

24 identicon

Ég var að tala um Konu með Bubba, Gummi minn. Veit vel hvað plöturnar með Súellen heita. Á þær allar nema snælduna sem heitir ef ég man rétt "Som aldrig stanser". 

Með kveðju,

Jón.  

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:04

25 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hva hva voða þras er í gangi.....ég er nú hrifnari af Íslensku máli en með tilkomu myspace ofl er skiljanlegt að margan ungpopparann dreymi heimsfrægð á veraldarvefnum.....Ég held að Hljóðversleysi hér á Austurlandi sé ekkert að stöðva okkur.....Held að framtíðin sé nefnilega sú að menn geri þetta meira eða minna á tölvur út um allt...en fari svo í stærra stúdíó og mixi......okkur vantar frekar fl. góða hljóðfæraleikara.

En svona aftur inni í umræðuna þá fannst mér rosa hallærislegt í xfactor að allt var á ensku......

Svo er náttúrulega heill kafli sem er að Útvarpsstöðvarnar spila ekki mikið af íslenskri Tónlist....Hvorki Rás 2(spilar helst Færeyska),Bylgjan eða einhverjar aðrar.....Poppskríbentar......ef að bandið heitir æla þá er kannski möguleiki.

Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 15:04

26 identicon

Jón Knútur,kasettan sem þeir í Sú Ellen gáfu út fyrir margt löngu heitir að mig minnir ''Zoom Aldrig Standser.'' Held að þetta sé rétt stafsett svona.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 18:15

27 identicon

"Zoom Aldrig Standser"? Er þetta danska?

Nafnlaus (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 08:10

28 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

"Zom aldrig standser" var tilvitnun í "La det swinga" með Bobbysocks frá Noregi. Því er þetta norska en Z-an var bara upp á stílinn og húmorinn eins og margt í þá daga (1984). Sex lög voru á spólunni og allir textar á ástkæra ylhýra. Meistaraverk sem sannar að Súellen var pönkhljómsveit í byrjun en villtist af leið:) Hún finnur kannski leiðina heim á næstu plötu, hver veit?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.10.2007 kl. 11:58

29 identicon

Það yrði nú saga til næsta bæjar ef Sú Ellen myndu villast af leið,ha? Og fara í pönkið.Get nú ekki séð ykkur fyrir mér í rifnum gallabuxum og alles múnderingum.Frekar myndi ég vilja sjá ''Phiphph''(Fiff) á sviði einhverntíman.Það var pönk í gangi í því bandi.Ojá,góðir tímar þá,árið 1986.

Held að það sé komin tími á að það band taki svo sem eitt gigg áður en árið er liðið.Hvað segir þú um það Gummi?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband