Halló, halló! Hver er sannleikurinn?

Hér er frétt sem ekki hefur verið skrifuð enn.

-Ekkert fíkniefnamál kom upp á Neistaflugi þrátt fyrir öfluga gæslu.

-Aðsókn að dansleikjum og íþróttamótum aldrei verið betri.

-Aðstandendur hátíðarinnar og starfsfólk segja hátíðina hafa farið vel fram. Fólk sem býr við hliðina á "unglinga" tjaldsvæðinu var ekki vart við nein læti eða óspektir.

-Veður var gott alla helgina þrátt fyrir ömurlega veðurspá.

-Hvernig í ósköpunum er hægt að tengja hraðakstur á Höfn við Neistaflug? Vita menn hversu langt er frá Höfn til Neskaupstaðar?

-Hafa fréttamenn áhuga á sannleikanum eða sóðaskap og lygi?

Neistaflug 2007 var frábær hátíð sem allir geta verið stoltir af. Takk fyrir frábæra helgi.

kveðja!

Guðmundur R

-


mbl.is Talsvert um pústra og slagsmál í Neskaupstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, aldrei verið eins rólegt hjá Björgunarsveitinni í gæslu. Glæsileg hátíð.

Hlynur Sveins (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 17:24

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Mikið hjartanlega er ég sammála þér Gummi, þetta var frábær hátíð en þessir blessaðir fréttamenn, maður skilur ekki alltaf hvaðan þeir fá þessar "svokölluðu fréttir"  er það frá lögreglunni eða hvað... maður skilur ekki alltaf þennan fréttaflutning og svo líka það að það er ekkert minnst á góðu fréttirnar eins og t.d. að engin eiturlyf fundust og hvað allt annað gekk vel...

En það er gott að hafa verið á staðnum og að maður veit oft betur, maður getur þó huggað sig við það...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 6.8.2007 kl. 17:58

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Fór nú sjálfur á Sunnudaginn með min famelie og þetta vara bara snulld......en það er nú ekki svo oft logn þarna samt:)

Einar Bragi Bragason., 7.8.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband