Lognið hlær dátt á Neistaflugi

...enda er veðurspáin bara góð og lagast með hverjum deginum. Fólk byrjaði að streyma til Neskaupstaðar í gær og ég spái góðri hátíð eins og undanfarin 15 ár. Gæslufólk og lögregla fundaði í gærkvöldi og við Norðfirðingar gerum allt sem er í okkar valdi til að allt fari fram. Ég óska öllum gleðilegrar helgi og vona að fólk gangi hægt um gleðinnar dyr.

Það er stór dagur hjá mér í dag. Útgáfutónleikar í kvöld í Egilsbúð. Ég er með smá fiðring í maganum sem er bara gott. Halli Reynis kemur austur á eftir og svo æfum við með félögum mínum úr BRJÁN seinna í dag og þá mun þetta allt smella. Platan mín hefur fengið góðar viðtökur hér í forsölunni fyrir austan og hefur verið spiluð þokkalega á Rás 2. Bylgjan er enn að hugsa hvort mín tónlist er þeim þóknanleg. Ég blogga sko pottþétt um það hver niðurstaðan verður, bíðið bara.

Ég er enn að hugsa um að skella mér í Barðsneshlaup í fyrramálið sem er 27 km víðavangshlaup um eyðifirði og kindastíga. Það er ekki mikið rokk í því að halda útgáfutónleika og hlaupa svo þessa geðveiki morguninn eftir. En ef ég kemst það hlaup þá er það samt ferlega flott. Ég byrjaði að æfa síðastliðið haust en hef ekki verið nógu duglegur í sumar. Við sjáum til Tounge

Sjáumst á Neistaflugi í Neskaupstað, Fjarðabyggð.

kveðja! Guðmundur R.


mbl.is Bannað að tjalda í Herjólfsdal í kvöld vegna slæmrar veðurspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæti pottþétt Gummi.Hlaupa Barðsneshlaup í rollustígum og alles kjaftæði?Hvað heldur þú að hún Gunna þín segði þegar þú kemur inn úr dyrunum með rolluskít upp undir ,,lappana,,og forugur upp fyrir haus?Ha?Svo spáir rigningu líka,hafðu það hugfast væni minn!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

TIl Lukku með allt og svei mér þá bara hlaupið líka.

Einar Bragi Bragason., 5.8.2007 kl. 22:58

3 identicon

Hæ Gummi frændi og til hamingju með diskinn. Ég hef verið að hlusta á lögin hér á síðunni og líkar vel. Langar að kaupa af þér disk og þá helst fá hann áritaðan ;) Bestu kveðjur að Vestan.

 P.s. Þú varst flottur í sjónvarpinu eftir hlaupið, hver hefði trúað að það leyndist hlaupari í fjölskyldunni.

Solla frænka á Ísafirði (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 14:14

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hæ Solla frænka!

Ég bara set disk í póst í dag. Njóttu vel!

Sjáumst vonandi sem fyrst.

kv. Gummi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 7.8.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband