Ekki hugsað til enda
1.8.2007 | 11:16
Ég hef 9 ára reynslu af því að reka vínveitingahús og sá strax að með þessu reykingabanni yrðu mörg vandamál sem nú er að sýna sig. Kormákur og Skjöldur sem reka ölstofu í Reykjavík voru búnir að benda á þetta en fáir aðrir komu fram í dagsljósið enda ekki "fínt" að vera á móti reykingabanni, skiljanlega. Svona breytingar verður að hugsa til enda. Ef leyfa á gestum að taka með áfengi út fyrir hússins dyr verður það að vera á afgirtu svæði. Annars er hægt að leggja aldurstakmark á þessum stöðum niður. Það er rugl að hafa 18 ára aldurstakmark ef 16 ára geta svo setið utan við staðina og án nokkurra vandkvæða drukkið þar bjór með öðrum gestum. Síðan er algjört rugl að það sé 18 ára aldurstakmark inn á staðina en þú þarft að vera orðinn 20 ára til að mega kaupa áfengi inn á þeim. Þessu er sjaldnast fylgt eftir og allir sem komast inn fá afgreiðslu. ÞAÐ ER STAÐREYND. Ég skora á samtök ferðaþjónustunnar að beita sér fyrir breytingum á þessu rugli.
Ég er feginn að vera hættur í þessum bransa og dáist í fjarlægð af þeim sem standa í veitingahúsarekstri á Íslandi. Ykkar skál!
kveðja!
Guðmundur R
Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála þér þetta er algjörlega vanhugsað dæmi.
Einar Bragi Bragason., 1.8.2007 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.