Afleiðingar ekki ljósar

Niðurskurður á þorskvótanum kemur til með að hafa gríðarleg áhrif, sérstaklega í minni sjávarplássum landsins. Við í bæjarstjórn Fjarðabyggðar erum að afla upplýsinga um hver áhrifin verða í Fjarðabyggð og verður auka bæjarráðsfundur á miðvikudag til að fjalla um þetta mál. Afleiðingar niðurskurðarins eru ekki ljósar á þessari stundu. Við í Fjarðabyggð erum samt betur sett en mörg önnur sveitarfélög með mikla atvinnuuppbyggingu á öðrum sviðum en samt óttast ég áhrifin sem koma munu í ljós. Ég skora á ríkisstjórn landsins að fylgjast með og reyna að milda þessi áhrif með mótvægisaðgerðum.

Síðan er merkilegt hversu lítið fjallað er um kjaraskerðingu sem sjómenn landsins verða eflaust fyrir. Gunnar vinur minn, háseti á Bjarti NK segist undrast að alltaf sé fjallað um um hve mikil áhrif þetta hafi á fyrirtækin og útgerðirnar en ekki um áhrifin sem þetta mun hafa á sjómenn og fjölskyldur þeirra.

kveðja, Guðmundur R


mbl.is Smábátaeigendur á Austurlandi álykta um niðurskurð á kvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta er hrikalegur niðurskurður....til hamingju með diskinn

Einar Bragi Bragason., 23.7.2007 kl. 16:12

2 Smámynd: Eyleif Ósk Gísladóttir

Skemtileg síða ... hægt að hlusa á snilldar tónlist þína

Kveðja Eyleif

ps. sjáumst um verslunamannahelgina

Eyleif Ósk Gísladóttir, 23.7.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband