Hvernig er staðan á austurvígstöðvunum?
25.5.2010 | 11:09
Ég mætti á 3 af 6 sameiginlegum fundum sem framboðin voru með í Fjarðabyggð. Almennt fundust mér framsögur og fyrirspurnir málefnalegar. Það var kominn smá hiti í mannskapinn í lokin, þó sérstaklega Jens Garðar vin minn sem fór mikinn á síðasta fundinum í Neskaupstað. Jens er eins og "Séð og heyrt" - "gerir lífið skemmtilegra" :-) Mér fannst þó mikil mistök... og umtöluð að Valdimar hafi ekki mætt á fundinn á Eskifirði. Kannski var hann löglega forfallaður.
Þegar maður er ekki í hringiðunni þá er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig stemmningin er. Hvað haldið þið gott fólk?
Er Fjarðalistinn að fara að rústa þessu? Besti flokkurinn í Fjarðabyggð!
Er Jón Björn kannski að sópa til sín atkvæðum eins og honum tókst í prófkjörinu?
Hvað með hægri sveifluna sem greinilega varð fyrir 4 árum. Er Jens að meika það?
Endilega segið mér hvað þið eruð að hugsa og hvað þið heyrið.
Þetta er jú alltaf jafn spennandi... finnst mér.
Kær kveðja!
Gummi Stalín (II)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Athugasemdir
Ég endurtek það sem ég hef sagt áður, Fjarðalistinn átti að stefna á 5 bæjarfulltrúa og vera með bæjarstjóraefni, það hefði tryggt honum fimm manns. En samkvæmt skoðanakönnuninni í gær verður staðan óbreytt. Veit ekki hvað er best í stöðunni en ljóst er að það er hægt að mynda meirihluta á þrjá vegu.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.5.2010 kl. 08:54
Sæl Elma!
Þessi skoðanakönnun sýnir að Biðlistafylgið fer að mestu yfir á Fjarðalistann og er það vel. Ég vona að Fjarðalistinn bæti meira við sig. Hann er á siglingu. óneitanlega hefði verið sterkt að bjóða fram bæjarstjóraefni en Fjarðalistinn hefur einn flokka skýrt á prenti hvernig þeir vilja velja bæjarstjóra, þ.e. hæfan heimamann. Við styðjum það Elma og vitum um nokkra einstaklinga sem gætu vel sómt sér sem bæjarstjórar/stýrur :-)
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.5.2010 kl. 09:05
Ólyginn sagði mér að þreifingar væru á milli Jóns Björns og Jens Garðars um myndun meirihluta og að þeir hefði bæjarstjóraefni á takteinunum, ekki þó heimamann.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.5.2010 kl. 13:44
Þú selur þetta væntanlega ekki dýrara en þú keyptir það? Ég trúi þessu ekki upp á Jón Björn!
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.5.2010 kl. 13:51
Við sjáum hvað setur, ég er ekki viss um að niðurstaðan úr kjörkössunum verði sú sama og könnuninn, ég held að þetta jafnist mun meir og það verði mjótt á 4 manni og 3 á milli framboða.
Hinsvegar ef þett verður niðurstaðan, þá er ég ekki sáttur, ljóst þykir að reynsla er lítis metin eitthvað sem skipti öllu máli í síðustu kosningum og var mikið haldið á lofti af Fjarðalistanum en í dag skiptir hún engu.
En við spyrjum að leikslokum, tveir dagar enn til stefnu og því næg tækifæri enn, og hafa ber í huga að um 40% aðspurðra svöruðu ekki könnuninni og einnig var hún aðeins leiðandi og því má alveg vona að það rætist úr...
Varðandi meirihluta samstarf eða hreinan meirihluta, þá er ég ekki viss um að það sé endilega gott fyrir okkur ef einhver einn flokkur fær hreinan meirihluta, það veitir alltaf visst aðhald að þurfa að starfa með öðrum og það á við um alla lista líka Framsókn, ég er þeirra skoðunar að fráfarandi bæjarstjórn hafi staðið sig vel að því leytinu að samstarfið þar innan var einstaklega gott, og að í raun hafi allir 9 unnið saman að því að vinna Bæjarfélaginu okkar gagn...
Eiður Ragnarsson, 26.5.2010 kl. 13:51
Ég var svo lengi að skrifa síðustu athugasemd að ég verð að bæta aðeins við, það er engin fótur fyrir þessu og hann ólyginn er hraðlyginn í þessu máli.
Menn hafa reyndar alltaf verið að velta nöfnum á hæfu fólki fyrir sér innan míns lista sumir "heimamenn" aðrir "ekki heimamenn" þegar bæjarstjóramálinn eru rædd en þó ekkert verið sett í borðið eða ákveðið...
Eiður Ragnarsson, 26.5.2010 kl. 13:54
Reynsla í stjórnmálum í dag er tengd við spillingu, bankahrun og ...þú veist. Það var ekki fyrir 4 árum.
Könnunin var væntanlega þá leiðandi XD í hag?
Það er miklu betra að vera í meirihluta, þá þarf ekki að spyrja Framsókn álits :-) Ég hef samanburð. Að öllu gamni slepptu þá hefur samvinna allra verið til fyrirmyndar á kjörtímabilinu og verður vonandi áfram.
Baráttukveðja!
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.5.2010 kl. 14:11
Já könnuninn var leiðandi D í hag, það er hægt að lesa spurninguna á Visi.is og ég skil ekki hversvegna svona er spurt.
Já það er líka sennilega rétt að "reynsla" er tengd við bankahrun og spillingu, en það ætti nú ekki að vera svo í okkar litla samfélagi, ég ber jafnmikla ábyrgð á bankahruninu og Stefán sem er í fjórða sæti hjá Fjarðalista við erum jú báðir Framsóknarmenn.. En ekki er nú ábyrgð okkar mikil...
En takk fyrir bartáttukveðjurnar...
Eiður Ragnarsson, 26.5.2010 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.