Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Frábærir útgáfutónleikar á Organ
12.10.2007 | 16:17
það var vel mætt á Organ í gærkvöldi. Mikið af gestum sem maður þekkti og góð stemmning. Hljómsveitin Vicky Pollard byrjaði með miklu trukki, svo miklu að bassamagnarinn hans Jakobs gaf upp öndina. Ég steig svo á stokk og flutti með mínum mönnum lög af plötunni minni og endaði svo á laginu "Tangó" með Grafík og "Ferð án enda" með Súellen. Okkur var vel fagnað. Dúkkulísurnar enduðu svo kvöldið og fluttu bæði nýtt og gamalt efni. Þær stóðu sig með stakri prýði og var innilega fagnað. Ég þakka þeim sem mættu fyrir gott kvöld.
Það gladdi mig innilega að bræður mínir Jóhann, Gísli og Heimir mættu á tónleikana. Örugglega í fyrsta skipti sem bræður mínir mæta allir til að hlusta á litla bróa.
Lagið "Samkomulag" var sýnt í Kastljósi á miðvikudaginn og kom vel út.... eða það fannst mér:)
Framundan eru svo tónleikar með mér og Halla Reynis á Austurlandi á næstu dögum. Ég set dagskrá hér inn um leið og hún er tilbúin.