Frábært hlaup! Ég komst óstuddur í mark:-)

Ég hljóp þetta hlaup og var bara að koma heim til Neskaupstaðar.

Ég er sammála þessari gagnrýni. Til að fá verðlaun verða menn að komast hjálparlaust í mark, það segir sig sjálft.

Mér fannst hlaupið vel skipulagt, starfsfólkið á drykkjarstöðvunum var skemmtilegt og hjálplegt og öll umgjörð var til sóma að mínu mati. Reyndar var óheppilegt að hafa þessa löngu brekku en það var nauðsyn til að geta endað á leikvanginum. Ég legg til að næst þegar maraþon verður á Akureyri, sem ég vona að verði á næsta ári, verði leiðinni breytt eilítið svo ekki þurfi að enda á þessari brekku. Veðrið var náttúrulega geggjað, í raun var allt of mikil sól og fullheitt. Þess vegna voru margir frekar slæptir í lokin og ekki hjálpaði brekkan til. Mér fannst þó verst að vera með vindinn í fangið síðustu 16 kílómetrana frá Hrafnagili út í bæ. Þetta kalla Akureyringar hafgolu:-) en þetta var á köflum nokkuð strangur vindur.

Þetta var annað maraþon mitt á ævinni og ég bætti mig um 18 mínútur frá því í fyrra og er sáttur við tímann sem Garmin GPS úrið mitt sýndi en ekki alveg sáttur við tímann sem hlaupshaldarar settu upp. Ég sá villur í úrslitunum á landsmótssíðunni en ég vona að það verði leiðrétt þegar úrslitin verða birt á hlaup.is.

Ég vil þakka fyrir skemmtilegt hlaup og vonast til að Akureyringar geri Akureyrarmaraþon að árvissum viðburði.


mbl.is Deilt um úrslit í maraþoni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Frábært að bæta sig um 18 mínútur, Gummi. Þú ert hetja.

SigrúnSveitó, 14.7.2009 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband