Tillögur til Ríkisstjórnar Íslands

 

 

1.       Bjóða stjórnarandstöðunni, verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi sveitarfélaga samstarf til lausnar vanda íslendinga. 

2.       Reka Davíð Oddsson og stjórn Seðlabankans, fjármálaráðherra og stjórn Fjármálaeftirlitsins. (sennilega næst ekki samstaða um þetta) því liður 3.

3.       Boða til kosninga síðar á þessu ári. Það verður ekki umflúið. kosningar eru eina leiðin til þess að fá vinnufrið fyrir alþingi og endurnýja umboðið. Þá er líka verið að axla pólitíska ábyrgð.

  

Guðmundur Rafnkell Gíslason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skrifa undir þessar tillögur.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.1.2009 kl. 15:48

2 identicon

Ég held það væri nú fekar nær að gefa mönnum vinnufrið og sleppa því að skipta um stjórn það er bara ekkert berta í boði. Hvað eigum við að gera við mann eins og Steingrí J Sigfússon í ríkistjórn. ÞEgar hann var spurður eftir Lausnum á vandanum, Þá gat hann blessaður ekki komið með neinar slíkar. Heldur spólaði hann í saman Vinstir grænna farinu að tuða hvað hinir væru lélegir og og hvað þeir væru vanhæfir þetta segir allt sem að segja þarf. Hann er eins og lítill krakki sem er í sandkassaleik.

Tillögur til ríkistjórnar Íslands:

1 Byrja á því að finna einhverjar alvöru leiðir sem koma fólkinu til góðs, Þessi ríkistjórn ætti að getað það alveg eins og græningjarnir.

2. Látta handtaka Kötu og Dadda Einars fyrir Skrílslæti og þá sem eru að stuðla að þessum mótmælum.

3. Reyna að vera aðeins víðsýnni, og reyna að finna fleyri lausnir á vandanum. Kanski að drífa Oddskarðsgönginn áfram, Drullast a stað með bakka eða peppa menn eitthvað áfram í því þó það sé reyndar verið að vinna töluvert í því. Og kanski að koma olíu hreinsistöðinni fyrir vestan af  stað. 

4. Kanski að taka þá í gegn sem að fóru með alla peninganna úr landi, Kanski dæma þá.

Svo vogar þetta móttmælanda PAKK að segjast tala fyrir þjóðina í sjónvarpi. Það er allaveg á hreinu að Þau tala ekki í mínu nafni.  Og vona ég að þetta lið geti farið að tala bara í egin nafni. 

Og hvaða hálviti fer uppí ræðustól og segist vera búinn að reka ríkistjórnina og ætli að reka hana úr stjórnarráðinu eða af þinginu. Það er ins og ég segi fyrir fram 6000 manns sem eru 2 % af þjóðinni að ég sé bestu í öllum heiminum og verði það alltaf hafi allat verið. og fólk fari að hrópa vali þú ert bestur þetta er Jafn fáránlegt. Nema að þetta síðarnefnda yriði að sjálfsögðu friðsamlegt. 

Og hvað eru menn að spá í að hindra réttvísi lögreglunar með því að gríta hana og berja. Fyrst menn eru svona blankir ættu menn að frekar að étta þetta heldur en að vera kasta þessu í alþingishúsið. Og margir hverir eru ekki fátækari en það að hafa efni á kaupa málingu og skvetta henni umm alla veggi.

p.s. Góðir Hlutir gerast hægt.

Valdi (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:22

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Mjög gott en vantaði klárlega að reka líka viðskiptaráðherra og umhverfisráðherra.

Þegar Svíar og Finnar gengu í gegnum svipaða kreppu í lok síðustu aldar, þá fóru Finnar í gegnum kosningar.   Svíar fóru ekki í gegnum kosningar.  Göran Person sem stjórnaði þar neitaði að fara i kosningar og hélt sinni stjórn saman og benti á að allir þyrftu að leggjast á árarnar til að sigla sig út úr kreppunni.  Svíar náðu sér mun fyrr uppúr sinni kreppu enda voru þeir ekki að eyða dýrmætum tíma, orku og fjármunum í kosningar.  Því miður fjalla fjölmiðlar ekki um þessa staðreynd að það getur verið mjög skaðlegt fyrir land og þjóð að fara í bræðra og systravíg kosninga, því það eru önnur mikilvægari verkefni sem bíða réttkjörinna alþingismanna.

Gísli Gíslason, 22.1.2009 kl. 14:36

4 identicon

Issss.....láta þá alla dansa sláturhænudansinn..........

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 02:41

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég þakka góð viðbrögð og viðbætur við tillögurnar.

Nú fer að draga til tíðinda.

Mér finnst alltof snemmt að kjósa í vor.

Ég vil fá niðurstöður úr rannsókninni á bankahruninu fyrst.

Framkvæma tillögu 1. og kjósa í haust.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 23.1.2009 kl. 09:41

6 identicon

þessar tillögur eru góðar , en nú eru liðni dágóður tími og litlar fréttir borist til almennings þannig að þetta virkar einsog eitthvað pukur hjá þinginu ,

kosningar núna í vor eru ekki tímabærar því þá fer öll orkan í það að lofa uppí ermar  fólk verður bara að bíta í það að það eru engar töfralausnir til í stöðunni  þarf kannski ekki bara að koma fleirum að við að ausa dallinn áður en hann sígur dýpra??

ég held samt að fólkið þurfi að klára að koma þessum málum í farveg áður enn heimilin í landinu fara á hausinn því ef þau fara þá er nú lítið eftir !

.

Guðjón Helgi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband