Tónlistin talar
1.12.2008 | 14:01
Þessa dagana er mikil músík í mínu lífi
Söngspírur Agga á Seyðisfirði
Ég var að syngja með stórhljómsveit Ágústar Ármanns á jólahlaðborði á Seyðisfirði síðastliðið laugardagskvöld. Þetta var gott kvöld og Seyðfirðingar voru ýkt hressir að vanda. Eyþór vert er líka skemmtilegur og var í sínu besta formi. Þessi hljómsveit gengur undir ýmsum nöfnum en nú var hún fullskipuð, þ.e. 7 manna band og að auki söng Heiða með okkur og gerði það vel eins og hennar er von og vísa.
Aðventutónleikar kórs Fjarðabyggðar voru í gær. Við Gunna mættum að sjálfsögðu til að heyra í Maríu Bóel dóttur okkar sem söng þarna með barnakór. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og troðfullt hús í Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Egils Ólafsson og Diddú sungu með kórunum og þetta var allt ákaflega hátíðlegt. Egill fær + fyrir leikræna tjáningu. Kór Fjarðabyggðar var svo að gefa út disk með lögum Inga T. Ég óska kórfélögum hjartanlega til hamingju með diskinn.
Það er ákaflega gleðilegt að austfirskir tónlistarmenn haldi áfram að gefa út diska. Nú bíður maður bara spenntur eftir disknum með Pjetri St. Arasyni.
Nú standa yfir æfingar í Egilsbúð, Jólarokk Brján verður sýnt um næstu helgi og verður það vonandi skemmtilegt. Það verður sýnt á jólahlaðborðum í Egilsbúð þar sem undirritaður og fleiri stíga á stokk næstu 2 helgar og jafnvel lengur.
Gleðilega aðventu!
Guðmundur R.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.