Stórar stelpur

Tíminn líður hratt, orti Magnús Eiríksson fyrir rúmlega 20 árum. Það er hverju orði sannara.

Mér finnst gaman að eldast og langar ekki að verða 18 ára aftur. Dætur mínar stækka með hverjum deginum, Eyrún að fermast í vor og María á 8. ári. Eyrún Björg er orðin hærri en mamma sín, jahérnahér!

Það var matarklúbbur í gærkvöldi hjá okkur hjónum, mjög gott kvöld. Við strákarnir uppgötvuðum ýmislegt í okkar spjalli. T.d. við kunnum ekkert lag með Mugison eða Sigurrós. Þó okkur væri stillt upp fyrir framan byssukjaft og ættum lífið að leysa þa mundum við ekkert. Jón Hilmar gat þó raulað einhver gítarfrasa sem hann sagði með Mugison. Sæll! Fáfræði okkar eða........?

Svo komst ég að því að Elísa með Súellen er 20 ára þessa dagana. Til hamingju með það strákar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Er þetta rétt? Eru Elísa 20 ára?!!! En það er líklega rétt, þegar ég hugsa mig um þá eru líka bráðum 20 ár síðan ég og Eyþór hættum saman...sem þýðir að það eru tuttuguogeitthvaðár síðan við byrjuðum...og Elísa var einmitt á þeim tíma... En ég tek sannarlega undir með þér, ég ELSKA að eldast, og vildi ekki verða 18 aftur...

Samt skrítin tilhugsun að *litla* stelpan mín eigi að fermast í vor...hún er þó ekki orðin hærri en ég...ekki enn ;)

Knús...

SigrúnSveitó, 26.10.2008 kl. 20:36

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Lagið Elísa var spilað á skólaböllum við Háskólann í Tromsö fyrir 20 árum síðan.  Jón Garðar Eskfirðingur kynntist þá norskri konu sinni sem hét og heitir Elisa.  Þeirra samband er því um 20 ára um þessar mundir.

Gísli Gíslason, 26.10.2008 kl. 22:11

3 identicon

Hvað með Rass í kassa? Hvað er það lag gamalt og um hvað eða hverja er textinn? Áfram Fiff !!! Komin tími á gott gigg með því bandi,er það ekki Gvendur?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já hann líður hratt á gerfihnattaröld...Til hamingju með Elísu, hún eldist vel.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.10.2008 kl. 10:58

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hver er þessi Sú Ellen

Einar Bragi Bragason., 1.11.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband