Kling klang, ég var klukkaður!

Ég hef verið klukkaður af allavega 3 bloggvinum, Þóreyju Péturs, Ingu Rún og Gísla bróður. Takk fyrir þaðJ

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: Netagerðarmaður hjá Frissa, veitingamaður í Egilsbúð, bæjarfulltrúi í Neskaupstað og Fjarðabyggð og framkvæmdastjóri GÞA.

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á: Rokk í Reykjavík, Kúrekar norðursins, Grease og Hrafninn flýgur.

Fjórir staðir sem ég hef búið á: Neskaupstaður, Reykjavík, Akureyri, Fjarðabyggð.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Fréttir, Næturvaktin, Af fingrum fram, DALLAS. 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Færeyjar, Danmörk, Spánn, Dallas USA.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: Mbl.is, Visir.is, Fjarðabyggð.is og Eyjan.is. 

Fernt sem ég held uppá matarkyns: Hamborgarhryggur, humar, pylsur og pasta.

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft: Sjálfstætt fólk, Brekkukotsannáll, Þeir máluðu bæinn rauðan, Biblían á 100 mínútum.

Fjórir bloggarar sem ég ætla að klukka: Tryggvi Vilmundar, Ingvar Valgeirs, Jón Hilmar (JEA), Arnar Guðmundsson.

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna: Mjóifjörður, Tenerife, Tyrkland, Grænland.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir máluðu bæinn Rauðan. er þetta bók um Smára Geirs, Gumma B og gvend stalín?

Svo er Grease Gay.

Kv. Valdi 

Valdi (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

En ég var að gera svona klukk fyrir viku síðan... skoðaðu það bara. :)

Hvenær er trúbadúrahátíðin? Má ég verða veðurtepptur aftur?

Ingvar Valgeirsson, 15.9.2008 kl. 15:34

3 identicon

Nýtt lúkk bara? Hvaða hvíti stóll er þetta á þarna efst uppi? Forstetastóllinn?

Minnist ekkert á það þegar þú varst í vinnu hjá mér,aðstoðarhleramaður á Barða NK 120 fyrir 20 árum eða svo? Flottur þar Gummi!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 17:04

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Nei Valdi minn. Bókin er um Lúðvík, Bjarna Þórðar og Jóhannes. Skyldulesning fyrir nobbara og landsmenn alla. Grease er brilljantín og það er ekki gay. Hins vegar er gelið sem nú notar gay og Abbamyndin sem þú fílar í botn.

Ég sá það þegar ég var búinn að klukka þig Ingvar. Þú mátt bara aftur:-) Ég nenni ekki að halda Trúbadorahátíð í Fjarðabyggð aftur. Sjálfstæðismenn eru á móti styrkjum til frægra tónlistarmanna sem gefa út diska. Því er hátíðin sjálfdauð. Ég ætla ekki að standa í því að halda menningarviðburði í óþökk félaga minna í bæjarstjórn. Þeir geta bara gert það sjálfir... eða nei, sennilega ekki. Ef þú veist um vert/stað sem hefur áhuga á konseptinu er ég til í að halda hana annars staðar. Það verður samt varla gert á litlum stað eins og Nesk án þess að til komi styrkir til að fjármagna pakkann.

Gunnar, þetta er stólinn hans Bjössa rakara. Manstu ekki eftir honum? Klippti Stína Munda þig kannski alltaf?

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 15.9.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hverslags bull er þetta að Grease sé gay? Hvaða hvaða?

Það er spurning um að halda bara eilitla trúbadúrahátíð á góðum stað í Reykjavík, sem er stór bær sunnarlega á landinu. Ég myndi segja að Organ væri fínn staður í þetta, en... það er eflaust einhver staður hér fyrir sunnan sem er til í að hýsa svona.

Styrkir, smyrkir...

Annars er klukkið dautt. Það toppar þetta nebblega enginn:

http://lebowski.blog.is/blog/lebowski/entry/638755/

Ingvar Valgeirsson, 17.9.2008 kl. 09:57

6 identicon

Auðvitað er Grease Gay og Abba Myndin sem að þú heldur svo uppá er örugglega Gay líka.

Valdi (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband