Maraþon í Köben!!!

Ekki er öll vitleysan eins!

 Björn Magnússon læknir settist hjá okkur á þorrablótinu og sagði við Tobbu vinkonu: "kemur þú með mér í maraþon í kaupmannahöfn þann 18. maí?"

"Nei!" sagði Tobba. "Gummi er örugglega til í það" sagði Tobba og benti á mig. Ég kinkaði kolli í gríni en vissi um leið að ég væri á leiðinni.

Ég hef reynt að þjálfa mig eftir bestu getu en... langvarandi kvefpestir, leiðinleg tíð og erill í nýju starfi hafa sett strik í reikninginn.

Ég pantaði flugfar í gær... aðra leiðina.

Ég reyni semsagt við maraþon og held í leiðinni upp á 1. árs skokkaraafmælið mitt.

marathon_2008.jpg

Ég verð í góðum félagsskap með Birni lækni og Hálfdáni vini mínum sem á þó nokkra sök á því að ég ætla að reyna við þessa áskorun.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá hlakka ég til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ótrúlega spennandi! Bið kærlega að heilsa til Köben ;)

SigrúnSveitó, 29.4.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Frábært hjá þér.

Ég sjálfur þarf ekki að fara maraþon.  Í minni ferilskrá er miklu erfiðara hlaup. Hlaup yfur Fjarðarheiði, frá brú að brú! 

Jón Halldór Guðmundsson, 29.4.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Adda María Jóhannsdóttir

Gaman að þessu. Verður forvitnilegt að fylgjast með þér. Kannski við hittumst eitthvað á hlaupum í sumar, a.m.k. ef þú skellir þér til höfuðstaðarins í hlaup

Adda María Jóhannsdóttir, 30.4.2008 kl. 17:28

4 identicon

Flott hjá þér Gummi. Þú kemur við hjá Hödda vini okkar og færð þér vatnsglas hjá honum ef leiðin liggur framhjá þar sem hann á heima.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Úrsúla Manda

Flott hjá þér!! Hef alltaf dáist að fólki sem getur hlaupið... ég hef aldrei getað það, jú reyndar sem krakki en hjálpi mér ef ég ætlaði að fara að hlaupa núna! Úff úff

Úrsúla Manda , 1.5.2008 kl. 10:34

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Gangi þér vel

Heimir Eyvindarson, 1.5.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Skila því Sigrún!

He, he! hvora leiðina Jón? Ég er með Barðsneshlaup í ferilskránni minni. Það er geggjað hlaup.

Adda! Ég er búinn að skokka 2svar í Reykjavík og hef ekkert rekist á þig. Ætlar þú í Reykjavíkurmaraþon?

Já Gunnar. Ég reyni að heilsa upp á Hödda. Samt ólíklegt að ég geri það í hlaupinu... nema ég verði mjög þyrstur:-)

Úrsúla. Fyrst ég get þetta þá geta þetta flestir. Ég er þekktur fyrir alls enga íþróttaiðkun. Var með vottorð í leikfimi og allt.

Takk Heimir.

Nú ætla ég að hlaupa 30 km á morgun sem verður lengsta skokkið í æfingaferlinu fyrir maraþonið. Fór 20 km um síðustu helgi og gekk það vel. Er svo að fara til Munchen og Köben á mánudag í vinnuferð og verð alla vikuna. Ekki útséð með hvort tími verður til æfinga. Ég ætla samt að reyna að skokka smá.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.5.2008 kl. 21:22

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Gangi þér vel. Vonandi kemur þú til baka í sæti en ekki í kistu í farangursgeymslu flugvélarinnar...

Jú, og takk fyrir síðast.

Ingvar Valgeirsson, 2.5.2008 kl. 23:21

9 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk sömuleiðs Ingvar. Þið Tryggvi voruð bara fínir.

p.s. merkilega líkar myndir sem við erum með hér á blogginu!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 3.5.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband