Mikill skellur
22.2.2008 | 08:22
Í gær var fundur hjá okkur í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Við ákváðum að hafa auka bæjarstjórnarfund í næstu viku þegar við erum búin að kortleggja betur hvaða áhrif loðnubresturinn hefur í Fjarðabyggð.
Mjög stór hluti loðnukvótans er í eigu stóru fiskvinnslufyrirtækjanna í Fjarðabyggð: Síldarvinnslunnar, Eskju og Loðnuvinnslunnar. Ef ekki veiðist meiri loðna hefur það gríðarleg áhrif á fyrirtækin, starfsmenn, hafnarsjóð og allt samfélagið okkar.
Við skulum vona að loðnan sé í felum og veiðar hefjist aftur.
Ef ekki... þá þarf ríkisstjórnin að koma myndarlega að málum svo þessum fáu byggðum sem byggja á loðnuveiðum og vinnslu blæði ekki.
Við vonum það besta en gerum ráð fyrir hinu versta.
Ég segi fréttir í næstu viku af okkar viðbrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ríkisstjórnin...he he he he þeir bæta þá við djobbum á Egilsstöðum og kalla það mótvægisaðgerðir
Einar Bragi Bragason., 22.2.2008 kl. 11:12
Ríkisstjórnin þín er nú búin að skapa 2 störf á Egilsstöðum í þessum mótvægisaðgerðum
Daníel Geir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 12:20
ég veit
Einar Bragi Bragason., 22.2.2008 kl. 13:49
Ég opnaði fyrir að skrifa skoðun og var svo að brasa hérna í vinnunni og skrifaði kommentið mitt áður en ég sá fyrra kommentið hans Einars. Já ég er að verja mig :)
Daníel Geir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:52
og þín líka
Einar Bragi Bragason., 22.2.2008 kl. 17:08
Austurland er eini landsfjórðungur sem ekki hefur útibú frá Hafrannsóknastofnun. Ég held að allstaðar þar sem eru rannsóknasetur á landsbyggðinni, þar eru útibú frá Hafró, Matís og Náttúrustofur ásamt háskólastofnun og allar þessar stofnanir í sama umhverfi/húsnæði. Þannig er það í Vestmanneayjum, Akureyri og Ísafirði, að vísu ert Náttúrustofa í Bolungarvík. Matís, Hafró og fleira er á Hornafirði sem rannsóknasetur.
Í Neskaupstað er Matís og Náttúrustofa og eitthvað fleira en ekki útibú frá Hafró. Samt eru margir af helstu fiskifræðinum landsins í gegnum tíðina frá Fjarðabyggð. Það væri mög eðlileg krafa hjá bæjarstjórn Fjarðabyggðar að krefja ríkið um að það setti 2-3 stöðugildi í Neskaupstaða fyrir útibú Hafró. Slíkar stöður væru varanlegar og myndu tengja sérfræðinga Hafró nær því samfélagi sem byggir afkomu sína á fiskveiðum. Það hlýtur að vera krafa eðlileg krafa að fjórðungur sem byggir svo mikið á hafinu hafi útibú frá Hafró.
Gísli Gíslason, 23.2.2008 kl. 10:53
Ég er sammála Gísla.
Línbergur, það er margt sem flokkast getur undir mótvægisaðgerðir. Allar opinberar framkvæmdir hjálpa til en ekkert kemur í staðinn fyrir atvinnumissi... nema önnur vinna. Það er rétt.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 25.2.2008 kl. 18:01
Hvort eiga mótvægisaðgerðir að vera til að bjarga byggðarlögum og störfum eða fyrirtækjum?
Ég er á þeirri skoðun að átak í viðhaldi húsa ríkisins stoði lítt sem mótvægisaðgerðir vegna aflabrests. Væri ekki aðstoð við að þróa greinina í átt til frekari fullvinnslu, eða veiði nýrra tegunda, eða fiskeldis, eða starfsemi á sviði líftækni raunhæfari mótvægisaðgerð?
Einnig er flutningur opinberra starfa út á land verkefni sem er byggðastefna, og byggðaþróunarverkefni, sem ætti að vera á dagskrá burtséð frá aflabresti, þó að vissulega sé þörf fyrir nýrri störf afara brýn í ljósi aflabrestsins.
Breytingar í atvinnuháttum, svo sem tækniframfarir í sjávarútvegi hafa fækkað störfum í sjávarplássum. Þó að sjávarútvegurinn á Norðfirði hafi staðið í blóma er störfum alltaf að fækka þar. Þetta er vegna tæknivæðingar meðal annars. Hinar mannfreku þjónustustofnanir hafa á móti vaxið og þær eru einkum á höfuðborgarsvæðinu. Þess vegna er ekki nema eitt svar við byggðaröskuninni: Að deila þeim milli byggðarlaga í auknum æli.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.2.2008 kl. 17:54
Já, Jón. Þetta er stór spurning. Svarið er bæði. Bjarga byggðarlögum og fyrirtækjum og þar með störfum. Ríkisstjórnin hefur verið feimin við að styrkja fyrirtækin. Mér finnst aðstoð við þróun og nýsköpum vera eitthvað sem má skoða.
Vel mælt Jón. Sammála.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.2.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.