Hallarbylting í Fjarðabyggð?
23.1.2008 | 12:08
Maður er nú hálf gáttaður á sápuóperunni sem stendur yfir í Reykjavík. Ef ekki var málefnalegur ágreiningur er þetta þá ekki bara spurning um stöður? Titlatog? Jú, og væntanlega völd og hefnd. Allt eins og í Dallas.
Ég sé ekki meirihlutann í Fjarðabyggð springa nema ef til kæmi mikill ágreiningur. Ekki verða menn allavega fjáðir af því að vera formenn nefnda eða ráða í Fjarðabyggð, þar munar ekki miklu á því að vera almennur nefndarmaður.
Það er helst bæjarstjórastóllinn sem gæti verið skiptimynt í svona plotti. Hins vegar er Helga Jónsdóttir bæjarstjóri (stýra) okkar vel liðin af öllum og engin vill hana burt.
Svo er samkomulag meiri- og minnihluta gott sem hefur verið mjög dýrmætt á þessum uppbyggingartímum í Fjarðabyggð. Auðvitað takast menn á um ýmislegt en í stóru málunum slá hjörtun í takt.
Minnihlutinn sat að vísu hjá þegar síðasta fjárhagsáætlun var samþykkt. Þeir tóku hins vegar fullan þátt í gerð hennar og fluttu enga breytingartillögu.
Ég sé ekki hallarbyltingu framundan í Fjarðabyggð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki full mikil ró yfir ykkur.........
Einar Bragi Bragason., 23.1.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.