Aukin harka í Svæðisútvarpi Austurlands?

Svæðisútvarpið er að sjálfsögðu mín uppáhaldsútvarpsstöð auk Rásar 2. Ég reyni alltaf að hlusta á Svæðisútvarpið enda oftast fjallað um mál sem skipta okkur íbúa Austurlands miklu máli. Svo hef ég oft lent í viðtölum þar og átt góð samskipti við alla sem þar hafa unnið, held ég.

Nýlega heyrði ég viðtal við Signýju Ormarsdóttur menningarfulltrúa Austurlands og undir lok viðtalsins gerðist spyrillinn nokkuð kræfur og saumaði að Signýju og virtist vera að reyna að fletta ofan af spillingu í úthlutunum Menningarráðsins. Signý svaraði þessu af mestu rósemi og slökkti þann eld sem reynt var að kveikja. Forvitnilegt verður að vita hvort kafað verður í næstu úthlutanir ráðsins og þær krufðar til mergjar. Ég fylgist spenntur með.

Svo heyrði ég viðtal við Einar Rafn Haraldsson framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands í gær um málefni fæðingardeildarinnar á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ég varð opinmynntari eftir því sem leið á viðtalið því þetta minnti mig á 3. gráðu yfirheyrslu og voru sumar spurningarnar í sleggjudómastíl en kannski var gott að fá svör við þessum spurningum eins og:

"Væri ekki rétt að flytja Fjórðungssjúkrahúsið?"

"Hefur verið hugsað um að loka fæðingardeildinni og nota peningana í annað?"

Einar Rafn svaraði þessu í föðurlegum tóni og komst vel frá því. Hann hitti naglann á höfuðið og sagði þetta fyrst og fremst spurningu um betri samgöngur. Ég held að flestir geti verið sammála því. Svo vil ég bæta við að þetta er líka spurning um að leggja niður fordóma og hreppa- og sveitarfélagaríg.

Nú er spurning hvort Svæðisútvarpið er búið að skipta um stefnu og muni framvegis taka alla viðmælendur í 3. gráðu yfirheyrslu og sauma þétt að í framtíðinni.

Gaman væri að heyra í lesendum þessarar síðu um þetta og almennt um svæðisútvarpið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

helv......missti af þessu....Annars er svæðisútvarpið allt of stutt í einu þar sem að þetta minnir mig oft á maraþonkeppni í auglýsingalestri...

Einar Bragi Bragason., 16.1.2008 kl. 12:43

2 identicon

Sæll og blessaður  Guðmundur

Þú segir að það væri gaman að heyra í lesendum þessarar síðu um þetta mál. Ég skal sko sannarlega láta heyra í mér, enda dyggur lesandi, en ég þori þó ekki að lofa því að þú munir hafa mjög gaman að.

Málið er mér skylt af mörgum ástæðum.

Í fyrsta lagi hef ég mikinn áhuga á fjölmiðlum og fréttum. Ég fylgist grannt með fréttum allan daginn, sama hvort það er í sjónvarpi, útvarpi eða á netinu. Sérstakan áhuga hef ég síðan á landshlutafjölmiðlunum okkar hér eystra.

Í öðru lagi varð þessi áhugi minn svo mikill að ég ákvað að skella mér í fjölmiðlafræðinám við Háskóla Íslands. Í dag kenni ég síðan m.a. unglingum í Egilsstaðaskóla fjölmiðlafræði.

Í þriðja lagi er síðan sambýlismaður minn nýr starfsmaður RÚVAust, eins og þú veist.

Jæja.

Ég ætla að fá að vera algjörlega ósammála þér (ótrúlegt en satt). Ég gleðst gífurlega yfir þeirri þróun sem nú á sér stað, bæði hjá RÚVAust og Austurglugganum. Nú virðist loksins vera kominn einhver kraftur og gagnrýnin hugsun í þessa landshlutafjölmiðla okkar. Auðvitað hefur hennar gætt hér fyrir austan áður en þó í alltof litlum mæli. Fjölmiðlarnir hafa verið sorglega ragir við að veita þeim sem hér ráða aðhald, en það er einmitt eitt stærsta hlutverk fjölmiðla - enda ekki kallaðir "fjórða valdið" að ástæðulausu!

Þessi skrif þín hér að ofan mætti skilja sem svo að þú teljir ekki að fjölmiðlarnir okkar eigi að veita því fólki sem stjórnar hér eystra aðhald. Af hverju í ósköpunum ekki? Má það bara í Reykjavík?

Við eigum að sjálfsögðu að gleðjast þegar fjölmiðlar hér eystra spyrja krefjandi spurninga um álitamál, pressa á þá sem ráða og fá þá til að taka afstöðu. Viljum við ekki að landshlutanum okkar sé stjórnað vel? Til þess þarf aðhald og það eiga fjölmiðlarnir að veita. Þetta er einmitt sérstaklega mikilvægt í litlu samfélögunum úti á landi þar sem allt er svo persónulegt.

Nú væri gaman að heyra frá þér aftur.

Skriv snart!

Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég reyndi nú að hafa þessi skrif mín hlutlaus enda ekki að gagnrýna hvassar spurningar, þær eiga oft rétt á sér. Ég ætla ekki að dæma um þessa taktík strax enda veit ég ekki hvort hún er komin til að vera eður ei. Mér er tamt að kynna mér málin áður en ég dæmi.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.1.2008 kl. 15:43

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyrði ekki þennan þátt svo ég get ekkert dæmt um þetta, en hitt veit ég að Héraðsmenn eru afskaplega grimmir gagnvart fjarðabúum finnst mér oft á tíðum. Greinilega hrepparígur þar á ferð en grimmd þeirra ber vott um ótta við uppbygginguna í Fjarðabyggð. Þeir óttast samkeppni en ættu þess í stað að opna faðm sinn fyrir samvinnu. Við verðum öll sterkari á Mið-Austurlandi með slíku hugarfari.

Eyðum hrepparígnum!

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2008 kl. 18:07

5 identicon

Gunnar:

Ég heyrði umrædd viðtöl og geri því það sama og Guðmundur, kynni mér málin áður en ég dæmi. Tvær staðreyndir sem vert er að hafa í huga varðandi það sem þú segir:

1) Tveir þriðju starfsmanna RÚVAust eru af fjörðunum, annar meira að segja frá Neskaupstað (sem er jú í Fjarðabyggð). Því er hæpið að ásaka menn um "ótta við uppbyggingu í Fjarðabyggð". Ég leyfi mér að efast stórlega um að það sé ótti sem virkilega hrjáir marga - jafnvel þó þeir séu af Héraði.

2) Staðsetning sjúkrahússins á Nesk. hefur alltaf verið umdeild. Það þarf enga Héraðsmenn til að heyra gagnrýnisraddir varðandi sjúkrahúsið. Auðvitað var það staðsett á Nesk. forðum daga vegna aðstæðna eins og þær voru þá. Í dag dytti engum í hug að hafa aðalsjúkrahús fjórðungsins Nesk., einfaldlega vegna samgangna þangað. (Tek það fram að ég er frá Fáskrúðsfirði og tilheyri því Fjarðabyggð).

Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 18:32

7 identicon

 Hvaða mér finnst maðurinn minn ógislega góður útvarpskall væl er þetta

Hudson Bay (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:45

8 identicon

Góð færsla Guðmundur. Hlustaði einmitt á umrætt viðtal. Varð þá hugsað til þess sama og þú, að Svæðisútvarpið væri að verða beittara. Það er vandasamt að sveifla beittum hnífi. Hins vegar er það mín skoðun að umræða og viðtöl megi aldrei verða of yfirborðskennd eða gagnrýnislaus - geri ráð fyrir að þú sért sömu skoðunar. Flokka þessar spurningar RÚV reyndar ekki undir 3. gráðu yfirheyrslur, heldur tilraun til að opinnar umræðu.

- beittur kuti er betri en bitlaus.

Einar Ben (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:47

9 identicon

Sýnist það besta mál að ráðamenn og forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja fyrir austan þurfi að svara alvöru spurningum en ekki bara mæta í "létt spjall" hjá svæðisútvarpinu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:49

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég þakka góð viðbrögð og ágætis umræður. Það verður gaman að fylgjast með Rúv aust á næstu misserum, allt er betra en stöðnun.

Það væri samt í lagi að hætta að taka við tilkynningum um tapað/fundið í þessum miðli.... passar ekki alveg í Rúv finnst mér.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.1.2008 kl. 12:28

11 identicon

Guðmundur:  meira að segja í Mogganum er tekið við auglýsingum um tapað/fundið!

alla (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:22

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég er ansi sammála Esther um þetta

Einar Bragi Bragason., 18.1.2008 kl. 01:36

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

úpps var skammaður af Jóni Hilmari...þetta er meint ef að menn væru að spá í þessa hluti í dag.....Höfum SJúkrahúsið áfram í Nesk......en notum það meira sem vopn fyrir göngum....

Einar Bragi Bragason., 18.1.2008 kl. 11:36

14 identicon

Fínt blogg hjá þér Gummi.  Ég ætla ekki að tjá mig um svæðisútvarpið vegna þess að ég hlusta svo sjaldan á það, en þegar ég var með sláttuorfið í hönd á sumrin þá hlustaði ég gjarnan.

 Varðandi sjúkrahúsið þá finnst mér að ansi margir ættu að skammast sín og vera Norðfirðingum ævinlega þakklátir, frekar en að röfla um að það sé fáránlega staðsett. Ef fólk myndi kynna sér af hverju sjúkrahúsið er á Norðfirði þá sjá allir að það er vegna framtakssemi og baráttu Norðfirðinga fyrir því að reisa öflugt fjórðungssjúkrahús, þar sem Stefán Þorleifsson var framkvæmdastjóri verksins. 

Vandamálin sem fylgja staðsetningu sjúkrahússins eru vissulega til staðar en þjónustan sem í boði er er alveg til fyrirmyndar, rétt eins og fjallað var um í yfirlýsingunni sem þú bentir lesendum á. Það er því fráleitt að ergjast út í Norðfirðinga eins og oft er gert, heldur á að leggjast á eitt að bæta samgöngur, víðs vegar á austurlandi.

Kveðja úr borg umferðar 

Daníel Geir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 21:15

15 identicon

Talandi um hrepparíg og ekki hrepparíg.

Það að helmingur foreldra á Fljótsdalshéraði ákveði að eiga börn sín annars staðar en á FSN, hlýtur að benda til hrepparígs á borði en ekki bara í orði. Svona heilt yfir séð.

Séu fagleg rök til staðar hljóta þau einnig að gilda ef FSN væri FSE.

Eða er styttra til Akureyrar en Neskaupstaðar?

Trebbi (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 23:43

16 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Góðar umræður, auðvitað eigum við að nota þetta sem vopn fyrir göngum. Norðfjarðargöng eru á teikniborðinu en það er ekki nóg.Það er rétt sem Daníel Geir segir, til að kryfja málið verða menn að kynna sér söguna. Það voru ekki vondu kommarnir sem skelltu niður sjúkrahúsi á Norðfirði fyrir allan fjórðunginn. Þeir voru að hugsa um Neskaupstað og það var almenn söfnun á Norðfirði og allir gáfu í hana, margir af litlu. Á þessum árum voru Egilsstaðir sveit, ekki myndarlegur þéttbýlisstaður eins og í dag.Tækjakostur sjúkrahússins hefur eflst gífurlega eftir að hollvinasamtökin tóku til starfa. Tugir milljóna hafa safnast og hafa þær verið notaðar m.a. til að kaupa sneiðmyndatæki, öllum austfirðingum til heilla. Það ber að þakka Norðfirðingum, eða hvað?Annars var þetta umræða um Svæðisútvarpið:-)  

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 21.1.2008 kl. 09:27

17 identicon

Skítt með svæðisútvarpið, ég vil fá sömu hörku í sveitarstjórnarmálin líkt og í borgarpólitíkinni. Gaman væri að velta fyrir sér hvað framsóknarmenn eru að gefa sínum mönnum í fatastyrki fyrir kosningabaráttur heima í fjarðabyggð. Eins væri gaman ef höfundur þessarar síðu gæti sagt mér hver biðlaun bæjarstjóra væru ef meirihluti blæjarstjórnar félli í dag? Eru það einhverjar x milljónir? Í næstu viku verða 3 borgastjórar á launalista í Reykjavík, hver borgar það??

Spyr sá sem ekki veit.

E.s. nennti ekki að blogga þannig ég ákvað að kommenta bara hjá næsta manni!

Villi (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 22:03

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Esther.

Hvað meinarðu "kynna mér málin"? Ég var ekki að leggja mat á útvarpið heldur segja frá minni reynslu af Héraðsmönnum. Þarf ég að kynna mér það eitthvað frekar?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 11:47

19 identicon

Gunnar:

Ég var nú bara að skjóta aðeins á Guðmund með þessum orðum, ekki þig.

Það að spyrja fólkið sem fer með peningana okkar krefjandi spurninga er ekki ný aðferð, þó hún hafi að vísu verið stunduð alltof lítið af fjölmiðlum hér á Austurlandi. Guðmundur hlýtur að hafa orðið var við svona spurningar að hálfu fjölmiðlamanna hjá Mogganum, DV, Fréttablaðinu, 24 stundum, Stöð 2 og RÚV í Reykjavík. Maður skyldi þá ætla að hann gæti þá myndað sér skoðun á þessari aðferð nú þegar, hafandi séð og heyrt henni beitt í öllum fjölmiðlum landsins.

En Guðmundur hlustar kannski BARA á Svæðisútvarpið og les BARA Austurgluggann? Maður veit ekki. 

Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband