Sveitarstjórnarmál...

...eiga hug minn allan þessa dagana og taka mikinn tíma. Við funduðum í bæjarráði á laugardag frá 09:00-16:30 vegna fjárhagsáætlunar. Kollegar mínir um allt land standa í þessu miður skemmtilega hlutverki þessa dagana að berja saman fjárhagsáætlun sem er aldrei létt verk, ekki einu sinni í fyrirmyndarsveitarfélaginu Fjarðabyggð. Sveitarstjórnarmenn álykta og álykta og skora á ríkisvaldið að rétta hlut sveitarfélaganna, stjórn sambandsins er að vinna í málinu, samt sem áður þokast hægt. Hvað þurfa mörg sveitarfélög að fá áminningu frá eftirlitsnefndinni þangað til ríkisvaldið viðurkennir vandann? Engin patent lausn er til á fjárhagsvanda sveitarfélaganna því þau eru mjög mis sett. Samt eru það aðallega sveitarfélögin á landsbyggðinni sem þurfa verulega leiðréttingu á hlut sínum. Þorvaldur Jóhannsson framkvæmdastjóri SSA líkti þessu við fótbolta og það eru þriðjudeildar-sveitarfélögin sem eiga í vandræðum.

Sennilega væri til bóta að gera sveitarstjórnarfólki kleift að sinna þessum störfum á launum. Flestir sinna þessu með öðrum störfum og víðast eru þessi störf mjög illa launuð. Meðan svo er getum við ekki búist við því að slegist sé um að starfa í sveitarstjórnum.

Á hádegi fer ég á fund stjórnar sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem haldinn verður á Stöðvarfirði. Þar munum við ræða þessi mál og fleiri. Í fyrramálið fer á ég á bæjarráðsfund, á miðvikudag seinnipart á meirihlutafund, á fimmtudag á bæjarstjórnarfund.... gaman, gaman!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Arnar Guðmundsson

Þetta er ekki tekið út með sældinni að vera snúast í þessum sveitarstjórnarmálum, ekkert upplit, þú þarft greinilega að vera vel skipulagður sem ég reyndar reikna með að þú sért.

Góða skemmtun á öllum þessum fundum.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, 26.11.2007 kl. 11:17

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er mjög þakklát fyrir að einhverjir hafi áhuga á þessum störfum.  Skil reyndar engan veginn áhuga á stjórnmálum almennt...en það er allt annað mál.

Svo að allt öðru, þú átt nokkra aðdáendur heima hjá mér! Tveir þeirra eru drengir, 4ra ára og 7 ára. Þeir eru búnir að taka af mér loforð að við munum hitta þig næst þegar við förum á Norðfjörð! Þeir vilja hitta Gumma!!!  Diskurinn þinn er sá eini sem við setjum í spilarann í bílnum þessar vikurnar og við syngjum hástöfum með, öll þrjú!!!

SigrúnSveitó, 26.11.2007 kl. 16:59

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Takk Arnar, þetta er ekki hægt án þess að vera vel skipulagður:)

Gaman að heyra Sigrún, þú kíkir bara með strákana næst þegar þið komið. Verið þið velkomin. Við tökum svo bara lagið saman í stofunni hjá mér:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 26.11.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ frændi

Ég er hjá Íslenska Gámafélaginu en við erum í ruslinu.  Höfum verið að starfa með Gáma og tækjaleigunni en þeir eru í dag undir okkar hatti.

Erum í dag að bjóða og kynna "Grænu tunnuna" á Austfjörðum. 

Skilaða góðri kveðju til pabba og mömmu.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.11.2007 kl. 21:07

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Jiiii, hvað strákarnir verða glaðir að heyra :) Hlakka strax til.  Þeir eiga líka sín uppáhaldslög, hjá Jóhannesi (4ra ára) er það lag nr. 1 og hjá Jóni Ingva er það lag nr. 8.

Kærleikur til þín og þinna.

SigrúnSveitó, 26.11.2007 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband