Stöðfríður og Stuðveig skemmta

Við Gunna vorum að fletta Austurlandi frá 1975. Þar eru þessar hljómsveitir auglýstar á dansleikjum í Egilsbúð. Kannast einhver við hverjir þetta voru? Frábær nöfn!

Svo er líka auglýst þyrluþjónusta á Seyðisfirði, þyrla fyrir 5 farþega. Skyldi Einar Bragi vita þetta?

Í lok mars 1975 er vegurinn um Oddsskarð opnaður en var þá búinn að vera lokaður frá því í desember. Svenni hélt uppi samgöngum á snjóbíl og svo var flogið til Neskaupstaðar. Ekki var búið að opna göngin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Guðmundur ! Hérna neðar á síðunni ert þú að velta fyrir þér af hverju söngvarar vilja alltaf hafa myndir af sér framan á plötum sem gefnar eru út, persónulega finnst mér það allt í lagi og enganveginn sambærilegt við að höfundur bóka sé framan á bókum, en það er annað sem er mikið verra, en það er hvað plötuumslög eru oft alveg skelfilega ljót hérlendis og stundum lítið í þau lagt. Ég verð nú að segja að umslagið á disknum þínum sem kom út fyrir skemmstu, og til hamingju með hann, er alveg SKELFILEGT vægast sagt, var einhver að leika sér í tölvunni??? Mér finnst verra þegar góð tónlist er í ljótum umbúðum og þá liggur við að betra sé að eiga þetta bara á brenndum diski...Þó að tónlistin sé auðvitað aðalatriðið þá skipta umbúðirnar miklu máli, ég laðast frekar að fallegum umbúðum. ég vil meina að fagmenn eigi að sjá um þetta en á því virðist vera misbrestur, umbúðir á diski Harðar Torfa og Guðmundar Jóns. eru líka dæmi um skelfilegar umbúðir.. þessi græni litur... dísus.... tónlistin þín er ágæt og á skilið fallegri umbúðir.

Góðar kveðjur að norðan...

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já há og hana nú....ég er nú alveg sáttur við útlitið á disknum þínum..het þetta með þyrluþjónustuna verð að athuga það.

Einar Bragi Bragason., 11.11.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég man eftir að það lenti þyrla við sjúkrahúsið heima með veikann mann.  Þyrlan var frá Seyðis.  Ég held að þyrlan hafi svo farist með áhöfn og þar með hafi þetta lagst af. 

Málið er að bora göng til Seyðis, frekar en að endurvekja þyrluþjónustu þar.

Gísli Gíslason, 11.11.2007 kl. 20:43

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já misjafn er smekkurinn, fronturinn minn er ekki allra en inn í textabókinni eru myndir í anda textana sem mér finnst flottar, þannig að... Björn það er þess virði að eiga útgáfuna en ekki bara brenndan disk. En að öðru leiti er ég sammála þér. Þetta er oft mjög óspennandi. Hvíti diskur Lay Low var valinn sá flottasti á Ísl tónlistarverðlaunum. Hann er bara nokkuð líkur mínum, án þess að ég hafi verið að herma:)

Að sjálfsögðu borum við til Seyðis... eða frá Seyðis til okkar.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.11.2007 kl. 20:54

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Var ekki að koma einhver bor skýrsla sem segir þetta auðveldara en það hefur litið út fyrir að vera

Einar Bragi Bragason., 11.11.2007 kl. 21:00

6 identicon

Blessaður ! Ég átti við ytra útlit í sambandi við diskinn þinn, svo það sé á hreinu.. þú segir að smekkur manna sé misjafn!! ekki kannast ég við að smekkur minn sé neitt misjafn.. mundi segja að hann væri mjög jafn á alla kanta.. og það virðist há mér..Kveðja

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Það er allavega skýrsla á leiðinni sem er unnin fyrir okkur. Ég spurði Óla bæjó um hana á dögunum, þá var hún ekki komin. Vonandi er hún góð. Þess má geta að Kristján Möller skipaði Arnbjörgu og mann frá Vegagerðinni í þennan undirbúningshóp sem fyrir var skipaður bæjarstjórum Seyðis, Fjarðab og Fljótsdalsh.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.11.2007 kl. 09:53

8 identicon

Sæll Gummi,

Svona af því að við erum að tala um plötuumslög. Hvað táknar berrassaða svertingjakonan á umslagi plötunnar Í örmum nætur? Nú og ósýnilegi kallinn? Var þetta yfirlýsing af ykkar hálfu? 

Með kveðju úr efra,

Jón.   

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 19:49

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þyrlan fórst .......skömmu seinna

Einar Bragi Bragason., 13.11.2007 kl. 00:05

10 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hæ Jón!

Þetta plötuumslag var hyldjúpt, Pétur Kristjáns heitinn gerði þetta með okkur. Hönnuðurinn var listamaður, vinur Péturs. Sú dökka var grúppían og sá ósýnilegi var hinn öfundsjúki almúgadrengur, sem í augum poppara er ekki til. Já þetta var yfirlýsing... eða allavega lýsing:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.11.2007 kl. 08:42

11 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

...svo má nú ekki gleyma því að þarna var líka hamar og sigð. Það var engin smá yfirlýsing sem varð okkur ekki til framdráttar. Enda skiptum við yfir í bandaríska fánann ári seinna sem virkaði betur. Það var þegar hægri öflin tóku völdin í bandinu:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.11.2007 kl. 08:50

12 identicon

Já, ég man eftir viðtali við Ingvar Lundberg í Norðfirðingi þar sem blaðamaðurinn spurði hljómborðsleikarann útí umslagið og þá sérstaklega hamarinn og sigðina. Mér fannst alltaf soldið skrýtið að blaðamaðurinn tæki sérstaklega eftir þessu. Berrassaða konan var auðvitað mun meira spursmál.

En áfram þá. Tákngreindu fyrstu plötuna fyrir oss. 

Jón Knútur. (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 09:07

13 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Nei Jón, það væri að æra óstöðugan að fara að túlka verk Súellen í gegnum tíðina, plötuumslög, texta og aðrar athafnir. Ég er ekki einu sinni viss um að um allar túlkanir væri samstaða innan hópsins, enda langur tími liðinn. Læt staðar numið í bili. Kveðjur úr neðra

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.11.2007 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband