Nýr leikskóli á Norðfirði
7.11.2007 | 14:29
Eins og flestir vita stendur til að byggja nýjan leikskóla á Norðfirði. Öll framboðin fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar voru sammála um það. Gamli leikskólinn á Sólvöllum er of lítill og ekki hægt að byggja við hann svo vel sé.
Ég sat í nefnd sem skoðaði þetta mál ofan í kjölinn. Við mæltum með því að kaupa verslunarhúsnæði á Nesbakka og breyta því húsi eða byggja nýtt á þeim reit. Þessi tillaga okkar var svo skoðuð betur og ekki reyndist þetta góður kostur, bæði vegna kostnaðar og plássleysis. Svo var ljóst að nágrannar hefðu ekki tekið deiliskipulagsbreytingu, sem þurft hefði að gera, þegjandi og hljóðalaust.
Vegna ofanflóðahættu var enginn staður í bænum sem hentaði. Því var eyrin aftur skoðuð en hana höfðum við einnig skoðað í nefndinni. Eftir að það svæði hafði verið skoðað ofan í kjölinn og leitað eftir uppkaupum á fasteignum sem þar eru, tók bæjarráð ákvörðun um uppkaup og nú hefst hönnunarvinna. Með þessum kaupum hreinsum við vel til á svæði sem lengi hefur verið í niðurníðslu. Staðsetning leikskóla þarna er líka góð, rétt við Nesskóla. Ókosturinn eru að sjálfsögðu veðrið sem stundum verður slæmt þarna og verður hönnunin að taka mið af því. Einnig er miður að leggja niður slippinn en til þess að hægt sé að nota hann áfram þarf að fara í mjög kostnaðarsamar breytingar á honum. Skipin sem tekin eru þarna upp eru mun minni en hægt er að koma í slippinn og vonandi skoðar G. Skúlason það að útbúa aðstöðu sem getur tekið upp þessa smærri báta sem hann hefur unnið við í slippnum.
Ég minni á fund sem Íbúasamtök Norðfjarðar hafa boðað til í kvöld, miðvikudag í Nesskóla kl. 20:00. Framsögu hafa Helga Jónsdóttir bæjarstjóri og Smári Geirsson formaður hafnarnefndar.
Athugasemdir
Hafið hann bara á Seyðisfirði...........gerum bara göng.....fyrst að það er alltaf svona mikið rok hjá ykkur
Einar Bragi Bragason., 7.11.2007 kl. 16:50
Nesið er algjör snilldarstaður fyrir leikskóla. Mér hefur alltaf þótt þetta svæði mjög heillandi og í rauninni algjör synd hvað því hefur verið sýndur lítill áhugi í gegnum tíðina. Eitt af fallegri svæðum í bænum og er búið að vera í algjörri niðurníðslu eins og þú segir réttilega.
Gleður mig einnig að sjá að þið séuð farnir að spá í deiliskipulagsbreytingum og það þurfi að fara eftir ákveðnum lögum og reglugerðum í sambandi við þau mál.
Þoka (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:04
Jamm, ég er sammála Þoku. Fínn staður fyrir leikskóla. Sú starfsemi tryggir eitthvað mannlíf en að þessi fallegi staður hafi verið notaður undir iðnað er náttla skandall. Lengi lifi Nesið.
Jón Knútur. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 17:58
Mér finst að Menn hefðu átt að sleppa því að skemma eyrina og í staðinn byggja þennanleikskóla við Marbakkans fyrir Ofan Hálfvitan (Lyngbakkablokkinn). En því miður kemst ég ekki á fundinn í kvöld.
Valdi (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 18:58
Skemma eyrina? Hvað á Valdinn við?
Jón Knútur. (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:34
Einmitt það sem ég var að hugsa líka. Skemma hvað ? Það er allt hálf ónýtt þarna og í niðurníðslu. Enginn að fara að gera sig neitt líklegan til að lappa upp á þessar annars mjög ljótu hús/kofa sem þarna eru. Lengi spáð í það hvað nákvæmlega ljóti skúrinn þar sem svn var með verkstæði í á sínum tíma er að gera þarna á besta stað með killer útsýni.
Þoka (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 19:56
Á eyrinni er elsta hús bæjarins, ég hefði viljað sjá bæinn taka það hús og gera það upp. og leyfa slippnum að vera áfram. svo skíll ég ekki afhverju menn vilja heda 1 atvinnugrein í burtu frá sér og þá er ég að tala um slippinn. ef hann verður rifinn þá finst mér að hafnarsjóður ætti að taka sig saman í andlitinu og fá sér stæri slipp fyrir stæri skip og reyna að fá eitthvað að gera í þessari grein í stað þess að hætta með hana.
Mér finst eyri pí sjamerandi frakar enn ljót og riðguð og ílla farinn eins og sumum finst.
Kveðja valdi
Valdi (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:14
Ég hef kennt við skóla á eyrinni og það er sko ekkert svæði til að leika sér á!! Mér finnst alveg magnað að þessi bæjarstjórn með allt þetta íbúalýðræði skuli kaupa allar eignir fyrir einhverjar 50 millur eftir að hafa selt amk gamla tónskólann fyrir smáaur og kynna svo fyrir íbúunum hvað sé í gangi. Væri ekki nær að byggja leikskólann, svo með vorinu þegar allar flugurnar(sem voru ekki færri en íbúar Kína þegar ég kenndi á eyrinni) vakna og kynna og sýna um leið:) Svo væri hægt að gera svona salt-bað þegar vindurinn æðir af sjónum. Verður þetta ekki bara túrista veiðir. Sölt börn sem sést ekki í fyrir flugum. En svona er pólítík. Það er ekkert lýðræði. Þar sem ég er orðin söngvari er ég farin að kyrja pólitíska söngva líka(á maður ekki annars að gera það þegar maður er orðin söngvari?).
Jón Hilmar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 22:49
Ha, ertu ordinn songvari? Jebb, tha lata menn allt ranglaeti heimsins getid i ljodum sinum. Skrifadi Aggi thennan pistil? He, he!!!
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.11.2007 kl. 21:50
:) þú veist að ég er bara handbedill Donsins.... og puttinn er á þér múhahahhah. (og Nei þetta er sprottið úr mínum dýpstu hjartarótum og ég lét ekki einusinni yfirfara stafsettninguna) Svo er Aggi engin söngvari hehe.
jonhilmar@hive.is (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.