Popp og pólitík
1.11.2007 | 21:55
... er baneitruð blanda.
Í góðri trú sótti ég um styrk til að halda tónleika í Fjarðabyggð. Tónleikana hélt ég og sé ekki eftir því.
Þetta hefur verið gert tortryggilegt vegna þess að ég er bæjarfulltrúi og meira að segja forseti bæjarstjórnar. Fjandmaður minn og yfirslúðrari Fjarðabyggðar sakaði mig um spillingu. Kom reyndar ekki á óvart því þessi maður virðist hata mig eins og pestina og hefur oft ritað um mig fjandsamlega pistla. Manninn þekki ég ekki neitt... og langar ekki að þekkja. Þessi sami maður hafði sennilega samband við fjölmiðla og margir blaðamenn hringdu í mig á síðasta föstudag. Einungis einn skrifaði frétt um þetta sem birtist í 24 stundum um síðustu helgi. Aðrir sögðu þetta "Ekkifrétt".
Ekki þarf að taka fram að ég tek ekki ákvarðanir í bæjarkerfinu þegar mál snerta mig persónulega. Engin getur með rökum sakað mig um það, hvorki fyrr né síðar. 17 ár eru síðan ég sat minn fyrsta bæjarstjórnarfund og eru til fundargerðir sem sanna mál mitt. Í Guðanna bænum finnið eitthvað frumlegra til að skrifa um mig. Ég hef verið heiðarlegur og unnið af heilindum í sveitarstjórn Neskaupstaðar, Fjarðabyggðar og Fjarðabyggðar (nýrri). Sá sem sannað getur annað er velkomið að stíga fram.
Umræðan á bæjarstjórnarfundinum í dag var svo grátbrosleg (Ég horfði á fundinn á netinu þar sem ég var í Reykjavík). Sjálfstæðismenn vörðu gjörðir síns manns í Menningarráði. Úr fundargerð Menningarráðs 25. október:
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að styrkja tónleikahaldið um 60.000. Þórður Vilberg er mótfallinn styrkveitingum vegna tónleikahalds.
Sjálfstæðisflokkurinn er skv. þessu á móti því að styrkja tónleikahald. Það eru slæmar fréttir.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyndu svo að snúa sig út úr þessu á fundinum og bættu við að þeir væru á móti því að styrkja tónleikahald með landsþekktum tónlistarmönnum sem væru að gefa út geisladiska. Þeir voru ekki á móti því að styrkja bæjarfulltrúa í menningarstússi, þetta tengdist á engan hátt Guðmundi R Gíslasyni sem slíkum.
Ég þakka hólið en vegna þess að störf mín að menningarmálum hafa verið gerð tortryggileg ætla ég ekki að sækja þennan styrk (tilkynnti reyndar formanni Menningarráðs það fyrir fundinn). Vonandi sækir einhver óþekktur listamaður um styrkinn sem er Sjálfstæðisflokknum þóknanlegur... bara alls ekki tónlistarmaður sem gefið hefur út disk.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Oft er erfitt að vera spámaður í rokklausri Bæjarstjórn......
Einar Bragi Bragason., 1.11.2007 kl. 22:56
Ekki hef ég nú áhuga eða ástæðu til að verja Sjálfstæðisflokkinn sama hvar hann starfar, en mig langar að minnast á Þórð Vilberg sem þú vitnar í.
Ég sótti um styrk til menningarráðs þar sem ég ætlaði mér að nota peningana í að vinna í minni tónlist. Sú upphæð sem ég sótti um var talsvert lægri heldur en 60.þúsund. Aðeins einn greiddi atkvæði þess efnis að ég ætti að fá þennan styrk og spurði sá hinn sami um ástæðu fyrir því af hverju ég ætti ekki að fá þennan styrk. Lítið um svör og fékk ég ekki þennan sterk. Sá sem vildi mig styrkja er áðurnefndur Þórður.
Ég hlakka til að sækja um næsta styrk, þó svo það hafi lítinn árangur borið þegar þú eða þinn flokkur hafið komið nálægt, og vona ég að þessi pistill þinn sem var sterk blanda biturleika og hégómleika sé vísbending um að sú smánarlega upphæð sem varið er í styrki menningarsjóðs muni hækka ár frá ári.
Ég gef lítið fyrir þær ásakanir um að um spillingu sé að ræða og óskar þér góðs gengis í farmtíðinni, sama hvort það er í poppi eða pólitík.
Daníel Geir Moritz (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 09:18
Fyndið að þeir haldi að við músíkantar séum fjáðir og eigum sand af seðlum að því að við höfum gefið út plötu.megnið af tónlistamönnum eru ekki að græða þegar að þeir eru að fylgja eftir útgáfu t.d þegar við Geir túruðum landið og gerðum það á ódýrasta máta græddum við ekkert á því og stundum spiluðum við fyrir tómu húsi.þannig að mér fynst það fyndið að verið sé að gera mál út af skítnum 60 kalli.Gummi ef þú hefðir verið að kynna íþróttir með völu flosa hefði enginn skipt sér af þessu, en af því að það var tónlist með Halla Reynis þá er allt vitlaust.
Hilmar Garðars (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:12
Sælir piltar!
Daniel, hvernig veistu að Þórður vildi styrkja þig? Var það skráð í fundargerð eða sagði hann þér það sjálfur? Tja, þú lest út úr skrifum mínum hégómleika og biturð... ég var nú aðallega sorgmæddur þegar ég reit þennan pistil... og þó einnig var mér skemmt. Varðandi upphæðir til styrkja vil ég upplýsa þig að þeir hafa hækkað gríðarlega á meðan ég var formaður Menningarráðs frá 1998-2006. Svona úthlutanir voru ekki til staðar áður. Áður notuðu menningarnefndirnar þá litlu peninga sem þær höfðu til að halda sjálfar tónleika, oftast klassíska. Ég beitti mér fyrir því að grasrótin gæti sótt þessa peninga í stað þess að bæjarsjóður væri að standa fyrir uppákomum. En ég er sammála því að alltaf má gera betur og er ekki vanþörf á. Umsóknum hefur fjölgað gríðarlega. Fyrstu árin fengu allir styrk því ekki sóttu svo margir.
Hilmar! Góður punktur. Mér skilst að 90% af tónlistarmönnum á Íslandi greiði með útgáfum sínum. Ég nálgast 0-ið í útgáfunni... en ég reikna mér og mörgum öðrum engin laun. Ef ég gerði það eins og á að gera í viðskiptum þá væri þetta allt í mínus eins og hjá öðrum. Ég hef hins vegar verið heppinn og þetta hefur gengið vel.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 2.11.2007 kl. 12:23
Flott hjá þér Gummi! Þú ert meiri maður fyrir að hafa dregið umsókn þína til baka. Allir sjá að þetta er pólitískur skrípaleikr sem andstæðingar þínir hafa búið til. Tónlistin þín er of góð til að vera dregin inn í þetta rugl. Gangi þér vel.
Gunnar G (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 12:27
Þetta er eiginlega ótrúleg umræða. Hvernig ætli yrði tekið í ef Árborg nýtti útsvar skattgreiðenda í að styrkja Eyþór Arnalds til tónleikahalds á Stokkseyri og Eyrarbakka eftir útgáfu hljómplötu -þar sem tveir áheyrendur mættu?
brottflutt (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 13:29
Blessaður. Þú spurðir mig spurninga og er sjálfsagt mál að svara þeim. Skrifað er í fundagerð hverjir sátu fundinn og fékk ég bréf sent heim þess efnis að ég hefði ekki fengið styrk. Ég spurði Þórð hvort hann hefði viljað að ég fengi styrkinn og hann jankaði því en sagðist ekki geta sagt af hverju ég fékk ekki styrkinn.
En eins og ég sagði, þá hlakka ég til að sækja næst um styrk og get ég ekki annað en bjartsýnn.
Mér finnst engu máli skipta að þú sért forseti bæjarstjórnar og sækir um þennan styrk. Það er ekkert óeðlilegt við það. En það er spurning hvort þú sért ekki nógu stórt nafn í Fjarðabyggð og í Reykjavík, þar sem búa margir brottfluttir Norðfirðingar og nærsveitungar þeirra, til að geta staðið undir þessu sjálfur? Það mættu mjög margir á samtvinninginn sem þú varst í á Neistaflugi, þú ert búinn að koma fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti landsins og platan var tekin til umfjöllunnar af Andreu Jóns sem er einn okkar helsti tónlistargagnrýnandi. Þetta þykir mér vera mikil afrek, en ef þetta er til þess að virkilega fáir mæta á tónleika þína, þá finnst mér ekki að sveitarfélagið eigi að bera kostnað af því, eða hjálpa þér á núllið.
Ég var mikið að spá í að mæta á tónleikana þína hérna um daginn en komst því miður ekki. Ég mæti reglulega og hlusta á Hlyn Ben og Einar Ágúst. Ég hlusta reglulega á SúEllen og gömul Neistaflugslög og vona ég innilega að sveitafélagið sýni frumkvæði í að efla tónlistarmenn sem eru að koma sér á framfæri.
Ég er að vinna hjá Garðabæ og í félasgmiðstöðinni þar er hljóðkerfi upp á nokkrar milljónir. Þar er frábært æfingarhúsnæði með fínu kerfi til æfinga. Þar er trommusett og magnarar til að auðvelda unglingum umstangið. Þar er upptökustúdíó með apple tölvu að flottustu gerð og flestum þeim forritum sem notuð eru í hljóðupptökum. Þar eru allir hljóðnemar sem þarf til að taka upp bæði órafmagnaða og rafmagnaða tónlist. Garðabær borgar starfsmanni reglulega laun yfir ákveðið tímabil þar sem hann er að taka upp lög sem hljómsveitirnar hafa verið að æfa.
Þú sagðir sjálfur að það mætti alltaf gera betur og hérna hefuru samanburð við sveitafélag sem mér finnst gera vel, en mætti líka gera betur.
Lifðu heill, kveðja úr borginni
Daníel Geir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 14:06
"Ég nálgast 0-ið í útgáfunni... en ég reikna mér og mörgum öðrum engin laun. Ef ég gerði það eins og á að gera í viðskiptum þá væri þetta allt í mínus".
Þeir sem standa í viðskiptum Guðmundur, sækja ekki um styrki og þú hýtur að vita það innst inni, að það að vera forseti bæjarstjórnar er ekki til þess falli að bæta ímynd þína og trúverðugleika sem stjórnmálamanns.
Annars snýst þetta ekki um þína persónu Guðmundur, eins og Gunnar R. Jónsson bendir á í bloggfærslu sinni um þetta mál.
Styrkir til menningarmála eiga að vera til þess að hlúa að lista og menningarmálum sem fyrirséð er að verði erfið fjárhagslega til uppfærslu. Það er svo menningarnefndar að meta það hvort viðkomandi list og menning er þess "virði" að styrkja hana. Samflokksmenn þínir í menningarráði mátu að svo væri, en fulltrú Sjálfstæðisflokksins ekki. Óþarfi að vera með skítkast út í hann fyrir þá afstöðu sína.
"Sjálfstæðisflokkurinn er skv. þessu á móti því að styrkja tónleikahald. Það eru slæmar fréttir".
Þú veist það sjálfur að þetta er ekki rétt hjá þér.
Líttu frekar á umsókn þína sem mistök af þinni hálfu, að fara fram á styrk af almannafé til gæluverkefnis þíns.
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 16:42
Og svo er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni einnig með ágætar útskýringar á greiddu atkvæði sínu HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 16:50
Ég var eini áhorfandinn að bæjarstjórnarfundinum í gær. Það má segja að hann hafi verið nokkuð "poppaðri" en venjulega.
Einar Ben Þorsteinsson, 2.11.2007 kl. 18:20
Sæll Gummi minn. mér finst mjög leiðinlegt að lesa svona þvælu eins og ákveðnir "tónlistarmenn" eru að halda hérna fram. Mín skoðun er enfaldlega sú að þú sækir um styrk fyrir tónleikum eða kostnaði við tónleikahalds og færð styrkinn þá tekuðu hann. Sá sem heldur því fram að þú ætlir að nota peninganna í að borga eitthvað tap af plötunni eða greiða niður flugfar má alveg halda því fram. EN það kemur þeim einstaklingi einfaldlega ekki við hvernig þú ætlar að nota styrkinn til þessa tónleikahalds. Og það skiptir en FOCKING máli hvort þú sér Ólafur Ragnar eða Daniel geir eða Einar Sig. EF þú fær styrkinn þá áttu að nota hann sama hvað hver segir.
Og þið hinn sem eruð að grenja yfir þessu, COME ON!! GET a Life. Þetta kemur ekki jack shit við, það var kosið í bæjarstjórn og Það fólk sem er í þessumnefndum var kosið og að sjálfsögðu er þetta lýðræðislegt. Og ég meina Það þýðir ekkert að vera svektur og sár þó að þú sért ekki álitinn Talent.
Mín Skoðun, Þið meigið grenja yfir henni ef þið viljið, en ég ætla sko ekki að taka það næri mér.
RAGGI BJARNA
Þorvaldur Einarsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:02
Sorru gleymdi 1 ég var að vonast eftir Gagngrýni eftir síðustu helgi.
VAldi (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:03
Sæll Valdi. Gaman og gott að sjá þitt innlegg í þessa umræðu. Ég geri fastlega ráð fyrir að þú sért að meina mig þegar þú skrifar tónlistarmenn innan gæsalappa, setur mig í hóp með Ólafi Ragnari og Einari og skrifar svo að það þýði ekki að vera sár og svekktur þó ég sé ekki álitinn talent. Einnig finnst mér eins og þú takir hlutina úr samhengi og var ég ekki á neinn hátt að meina að gestgjafinn myndi nota peningana í að borga plötuna sem slíka og hef ég fulla trú á því að hann hafi ætlað að nota þessa peninga í kostnað vegna tónleikahalds. Ég hélt einfaldlega að Guðmundur væri þógu stór í þessum bransa að hann gæti haldið tónleika sem reka sig sjálfir, þá einkum í sér í lagi vegna þess hversu margir mættu á föstudagskvöldið á Neistaflugi, mikið fleiri en undanfarin ár og var eina breytingin að tvennt var í boði um kvöldið og var kynning á umræddri plötu annað þeirra, og líka út af því hvað hann hefur fengið mikla auglýsingu í útvarpi, sjónvarpi og prentmiðlum.
En ef þessi skrif þin voru meint í níðingsskap að þá mistókst það hjá þér og fannst mér þessi skrif þín vanhugsuð.
En ég tek undir það sem þú gleymdir og langar mig að sjá gagnrýni um rokkveisluna. Ég get sagt þér það Valdi að fólk sem ég hef rætt við var mjög ánægt með sýninguna og talaði ég við foreldra mína og marga fleiri sem skemmtu sér konunglega og var umfjöllunin í fréttablaðinu einkar glæsileg. Þér hefur farið mikið fram á trommunum og er það vel og til hamingju með það og gangi þér vel. Þú, og þið sem komið að þessari sýningu í ár eigið hrós skilið. Það eru alltaf gerðar miklar væntingar til "showsins" eins og þetta er kallað á vondu máli og voru reyndir menn búnir að sjá um þetta í tæpan áratug og vanir þessari pressu sem fylgir. Það er því gaman að fá að heyra að allt gangi svona vel og vonast ég innilega til að geta séð þetta á Brodway eftir áramót.
Lifi tónlistin
Daníel Geir Moritz (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 21:04
Vááá er allt brjálað.......Ekki ætla ég að blanda mér inn í bæjarpólitíkina í FJarðabyggð en segi bara að í litlum bæjum eru sumir duglegir og aðrir ekki ...sumir eru í öllu og aðrir í engu.......þó að Guðmundur sé í þessu starfi hjá FJarðabyggð þá er hann samt sem áður duglegur íbúi í Fjarðabyggð og hefur allan venjulegan íbúarétt eins og aðrir þar ........hvort sem það er að sækja um styrk í plötu eða kvarta yfir snjómokstri....Taktu þennan 60 þúsund kall og vertu beinn í baki....Það er dýrt að gera plötu.Keep on rockin...
Einar Bragi Bragason., 2.11.2007 kl. 21:34
Hæ frændi
Ekki er gott að heyra af þessu.
Getur ekki verið eftitt að þurfa að sækja styrki til aðila sem eru samstarfsaðilar eða andstæðingar?
Getur ekki verið óheppiegt fyrir mann í þinni stöðu að þurfa að réttlæta það eða græta hvort maður fékk einhvern styrk eða ekki?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.11.2007 kl. 00:32
Til hamingju með diskinn.
Vegna þessa máls fer maður að spyrja sig að því, hvað bæjarstjórnarmenn í sveitarfélögum megi ekki sem aðrir mega?
Þeir mega ekki sækja um styrki, þó að þeir uppfylli almenn skilyrði til að fá slíkt. Ég held að Fjarðabyggð og Austurland hafi sko aldeilis notið góðs af öflugu tónlistarlífi, sem þú og margir aðrir hafa staðið að.
Það má alveg þakka það og það geri ég hér með.
Jón Halldór Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 00:58
Auðvitað er Guðmundur R. allra góðra gjalda verður fyrir aðkomu sína á tónlistarsviðinu í Fjarðabyggð. Þetta mál snýst ekkert um það. Þetta snýst um það prinsippmál að þeir sem eru að gera út á galeiðuna í poppinu (geisladiskaútgáfa/tónleikahald) eiga ekki að fá styrki af almannafé til þess. Og það að Guðmundur styrkþegi (not) sé Forseti bæjarstjórnar gerir málið bara vandræðalegt fyrir hann.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 10:06
Í dag verða haldnir stórtónleikar í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði, sjá HÉR
Ekki veit ég hvort þessir tónleikar fá styrk úr menningarsjóði Fjarðabyggðar, en mér finndist það mjög eðlilegt, enda ólíku saman að jafna
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 10:10
Gunnar.....Afhverju eiga þeir sem standa í geisladiskaútgáfu ekki að fá styrk ef þeir eru að poppast.....þú auglýsir tónleika í leiðinni sem að örugglega verða fínir(kemst ekki..er aðf ara spila á Húsavík)...hvernig heldurðu að þeir tónleikar séu styrktir........og það er ansi væn upphæð af Menningarstyrkjum á Austurlandi sem fara í þessa tónleika.....og eru þeir að skapa einhverja atvinnu fyrir Austfirska tónlistarmenn(Þá sem hafa atvinnu af því)...svar mjög fáa................Halló við erum að tala um einn skitinn 60 þúsundkall(Gummi hefði frekar átt að fá 260 þúsund).....Enn og aftur við búum í litlu samfélagi þar sem að sumir eru duglegir og verða þar með áberandi......Gummi er í Bæjarstjórn og það gerir hann ekki að 2.flokks bæjarbúa.....sem má ekki gera hitt eða þetta útaf því.
Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 11:32
Einar Bragi, ef þú skilur ekki að þessu er ólíku saman að jafna, þá skal ég reyna að útskýra það fyrir þér.
Tónleikarnir í Eskifjarðarkirkju eru einstakur viðburður þar sem saman koma um 40 söngvarar auk hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Allir söngvararnir utan þrír gefa vinnu sína og sú vinna er ekki lítil. Helmingur söngvaranna kemur frá Akureyri. Æfingar hafa staðið yfir í um tvo mánuði. Aðeins verður um tvær uppfærslur að ræða, önnur var í Glerárkirkju fyrir viku síðan, hin verður í dag.
Einstaklingar sem vilja gefa út sína eigin tónlist, á sínum eigin forsendum verða að standa og falla með þeirri ákvörðun sjálfir. Ef fólk treystir sér ekki til þess, þá verður svo að vera. Mér skilst að sumstaðar hafi verið afar fámennt á tónleikunum og lýsir þá væntanlega hug fólksins gagnvart þessu. Þó fullt verði út úr dyrum í Eskifjarðarkirkju þá dugar aðgangseyririnn ekki fyrir kostnaði sem fylgir tónleikunum í dag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 11:46
Gunnar það það kostaði Gumma líka stóra fjármuni að gera diskinn og á honum kom einnig fram fjöldi ATVINNU hljóðfæraleikara sem sumir gáfu vinnu sína...Þessi diskur er einnig alveg einstæður viðburður og meira en það, lögin á honum höfðu aldrei heyrst áður......Ég er síður en svo á móti þessum tónleikum í dag er bara nota þetta sem samanburð.
Ég held að Gummi standi alveg og falli með disknum sínum..................en á þá að vera styrkja svona tónleika eins og í dag ef þeir standa ekki undir sér??????
Allir tónleikar á landsbyggðinni og jú í Reykjavík sjálfri eiga allt undir styrkjum og sama hvað tónlist það er.......hversu oft heyrir maður ekki auglýsingar um tónleika......og sponsorinn er Glitnir...Landsbankinn eða eitthvað...Hér austast á landinu er ekki eins auðvelt að fá slíka styrki og því finnst mér sjálfsagt að bæjarfélögin hjálpi aðeins.
Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 11:58
Sponsorar eins og t.d. bankarnir fá auglýsingu í staðinn en slíkir sponsorar styðja yfirleitt ekki listir nema þær veki einhverja athygli. Sótti Gummi um styrk til einkafyrirtækja?
Þetta er auðvitað spurning um forgangsröðun og tónleikar eins og í dag á Eskifirði hljóta að vera framarlega í röðinni þegar kemur að opinberum styrkveitingum.
Á að veita öllum styrk sem dettur í hug að gefa út geisladisk? Ef að það er nóg af peningum til, þá er það eflaust sjálfsagt en mér skilst að Fjarðabyggð hafi nóg með peninga að gera í augnablikinu og Gummi veit það eflaust betur en margir aðrir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 15:09
Ok en afhverju eiga svona tónleikar að vera eitthvað framar í röðinni......hmm Gunnar ég er eiginlega ekki sáttur að þurfa að verja þetta svona en þú hlýtur að sjá að það eru nú ekki margar plötur á ári sem koma út í Fjarðarbyggð einni......ég man eftir Gumma....Daníel Ara.....var ekki platan hans Agga í fyrra jú,,,,,,já við erum að tala um 2 plötur.......þarna er einngi verið að vernda menningararf bæjarfélags ykkar.
Ekki eru Ravel og Faure og þeir kallar úr Fjarðabyggð.....
Tek það fram að ég er bara að nota þetta til samanburðar þar sem mér finnst vera smá klassískur hroki í gangi.....Klassík er nefnilega ekkert merkilegri tónlist en önnur.
Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 15:17
sammála einari braga, það er snobbað alltof mikið fyrir klassík fynst mér.
hilmar garðars (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 20:29
Mér dettur nú ekki í hug að fara að "snobba" fyrir klassík. En þú hlýtur samt að viðurkenna það, tónlistarmenntaður maðurinn, að það er mis mikið í músik spunnið, mis mikið í hana lagt og mis mikið fyrir henni haft. Konsert eins og haldin var í dag í Eskifjarðarkirkju er ekki hristur fram úr erminni þegar einhverjum dettur það í hug. Ég flokka ekki tónlist í æðri eða óæðri.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 22:31
Hænur verpa eggjum, en er tónlistarleikhús Nesk að leggjast niður?
Hvaða væl er þetta, fólk er farið að hlæja af ykkur út um allt, hættið að syrgja, gerið tónlist og verið stollt af því í stað þess að gera ykkur til skammar og hvað þá bæjarfélagi ykkar.
Í Útgerð er eru netin klár áður en haldið er út á hafið, í óvissu um aflafeng.
Sá sem sækir sjóðinn rær ! Eða hvernig var ljóð einfaldleikans ?
Gerið eitthvað að viti án þess að þurfa að skammast ykkar .
Tónlistin segir allt, látið tónana anda og lifa sínu lífi ! Kæfið ekki sköpun ykkar í biturleika og neikvæðra hugsjóna eða markmiða og drekkið alls ekki heimsku ykkar sjálfra eins og þið hafið gert undanfarið á þeim opnum svæðum sem bloggið bíður upp á
Rokk er skítur og staðreynd ! ekki ímynd,draumur eða leikhús ! No cover ! It´s real.
Gerið ekki samfélagi ykkar meiri skömm en þið hafið gert. Notið hæfileika ykkar á réttan hátt ef þið hafið möguleika á .
Gangi ykkur vel !
/ Láki
Láki (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 23:53
Mis mikið í spunið ......ef að það væri svo einfallt.....þrátt fyrir að ég sé nú oft alveg ósammála því þá verð ég a ð viðurkenna að öll tónlist á sama rétt á sér.........Platan hans Gumma var heldur ekki hrist fram úr ermi hans.........
Tja öll músikin á tónleikunum er skrifuð og fyrir atvinnu tónlistarmenn er ekki stórmál að spila þetta.....sama gildir um kórinn .....ef að hanner atvinnu kór....en ég veit að þetta var stórverkefni fyrir þetta söngfólk sem söng þarna í dag.....og ég hefði gjarnan viljað koma .............Pointið er að mér finnst þú gera lítið úr plötu Gumma....þetta kemur í raun ekki smekk við þarna ræðst einstaklingur í að opinbera hugarverk sín, til þess þarf peninga,hugvit,tónlistarhæfileika og umfram allt hugrekki......Kannsk iverða tónleikar eftir 100 ár með sinfoníu og alles og lög Gumma spiluð .......hver veit....en þetta er búin að vera fjörug umræða
Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 06:41
Góðan dag! Líflegar umræður hér og þær ber að þakka. Menn eru duglegir að svara hver örðum og því lítið sem ég hef til málanna að leggja. Þó smá:
Gunnar: "Samflokksmenn þínir í menningarráði mátu að svo væri, en fulltrú Sjálfstæðisflokksins ekki"segir þú. Þarna ferðu með rangt mál. Þeir sem samþykktu þetta voru Jón Björn XB, Díana XL (flokkssystir mín) og Þóranna L Snorradóttir XB. Áður hafði Hildur Magnúsdóttir yfirgefið fundinn. Þórður var á móti. 3 atkvæði samþykktu, tvö frá Framsókn og eitt frá Fjarðalista. Ég er ekki í Framsókn!!! Varðandi styrki þá hef ég selt einkafyrirtækjum diska og sum hafa greitt rúmlega fyrir þá, önnur heildsöluverð. Tónleikar eins og þú varst að syngja á í gær eru styrktir upp í topp, bæði af Fjarðabyggð og Menningarráði Austurlands. Kór Fjarðabyggðar fékk líka styrk upp á 350.000 til að gera disk. Ég er hræddur um að allt hefði orðið kreisí ef ég hefði fengið þá upphæð í diskinn minn. Þó er sennilega mikið ódýrara að gera diskinn ykkar, spái ég. Daníel Ara fékk líka 150.000 kr. styrk til að gera disk og 150.000 í jólatónleika ef ég man rétt... Þið eruð vel komnir að þessum styrkjum, njótið vel.
Daníel og Valdi: Ég ætla ekki að skrifa gagnrýni á Rokkveisluna. Til þess er ég of inviklaður í þetta allt. Ég get ekki verið hlutlaus gagnrýnandi en endurtek að mér fannst sýningin skemmtileg... Reyndar hefði mátt æfa sumt betur (smá gagnrýni:)) Varðandi tónleika á Neistaflugi þá borgaði Brján mér ekki krónu fyrir þá og ekki þeim sem spiluðu með mér (Nema Halla Reynis). Ég reyndar fékk 40 miða sem ég seldi til fyrirtækja sem keyptu af mér diska. Ég kom einnig frítt fram á útitónleikum á Neistaflugi með Halla Reynis og einnig með Hnökkunum. Neistaflug var á hausnum og því spiluðum við allir frítt til að rétta af fjárhaginn.
Jón Halldór: Takk, góð spurning. Lykilatriði sem "sumir" verða að svara áður en fólk gefur kost á sér til mis illa launaðrar samfélagsvinnu í 4 ár.
Láki: Hver ert þú? Skemmtileg skrif, þú ert efni í rithöfund ef þú ert það ekki nú þegar:)
Gísli: Jú að sjálfsögðu getur svona orkað tvímælis... pólitíkin er ekki alltaf dans á rósum. Ég lít hins vegar á alla í þessu apparati sem félaga mína.
Einar Bragi: Sammála.
Ég þakka líflegar umræður og vona að þið eigið góða daga framundan.
Eitt lykilatriði. Ég sótti um þennan styrk áður en ég fór í ferðina. Styrkurinn verður ekki sóttur.
Styrkurinn átti að dekka tilraun til að halda tónleika á Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði sem ellegar hefði ég sleppt.
Ég er viss um að Árborg væri til í styrkja Eyþór Arnalds í samskonar tilraun á Stokkseyrarbakka
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.11.2007 kl. 13:55
Sæll Gummi
Ég hef lýst því áður að þessi KRAKKI sem er þarna frá XD (Þórður) hefur barasta ekkert að gera í pólitiík það sýndi hann með þessu fáránlega atkvæði sínu. Hann er bara krakkagrislingiur og ég skil ekki enn hvernig fólk gat kosið hann... En platan þín var góð og auðvitað áttirðu bara að taka þennan styrk og ekki láta einhvern krakkagrís sem ekkert veit hvað hann er að gera kom í veg fyrir það
keep up the good work!
Nobbari (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 14:33
Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að Daníel Ara hefði fengið þennan styrk en það skapar auðvitað ákveðið fordæmi.
En það breytir ekki þeirri skoðun minni að einstaklingar sem gera út á plötusölu og tónleikahald eiga ekki að njóta opinberra styrkja.
Þórður hefur verið sakaður um að hafa ekkert vit á menningu og eigi því ekkert erindi í menningarnefnd. Þeir sem samþykktu umsóknina eru þá væntanlega "menningarvitar". Og allir þeir sem samþykkja umsóknir af þessu tagi um ókomna tíð, eru það þá væntanlega líka, því varla verða gerð sömu mistök aftur að skipa "menningaróvita" í nefndina. Eða hvað?
Að lokum vil ég segja að ég óska þér alls hins besta með diskinn þinn Guðmundur og ég vona að tilraunir einstaklinga í Fjarðabyggð til menningarframleiðslu standi ekki og falli með 60 þús. kr. styrk hér eftir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 15:57
Ég ákveð að smíða mér stóran sólpall að erlendri fyrirmynd fæ teikninguna með.....til þess að smíða hann þarf ég að fá 40 smiði og mikið af efni......
Nágranni minn er á sama tíma að smíða sólpall en hann er ekki með neina teikningu heldur notar innsæi og reynslu til þess, hann er meira og minna einn af þessu, fær samt nokkra vini sína til þessa að hjálpa sér.
Þegar verkin eru tilbúin er ég með risa sólpall sem að hefur að vísu sést oft áður enda liggur teikningin á lausu fyrir alla.
Nágranninn er aftur á móti með minni sólpall sem er persónulegur og jú ekki alveg eins og allir aðrir.
Síðan er ákveðið að velja fallegasta sólpallinn og veita verðlaun...
En hver á að fá verðlaunin......ég með minn stóra sólpall eða nágranninn með sinni litla sólpall.......sem hefur að vísu aldrei sést áður.
Smá saga.
Boðskapur:Styrkið það sem er original og er úr ykkar heimabyggð.
Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 16:04
Áðan gleymdi ég því að segjast sammála Hilmari Garðars. Hann er snillingur og kollegi minn.
Gunnar: Þessi sami Doddi er búinn að samþykkja styrki í plötuútgáfu og tónleikahald en hann má skipta um skoðun. Ég veit að þú hefur ekkert á móti mér og skoðanir þínar eru virðingarverðar. Það stendur ekkert og fellur með 60 þúsundum, hafðu engar áhyggjur af því. Ég tvíeflist alltaf við allt mótlæti og sennilega hefði ég aldrei byrjað með Trúbadorahátiðina nema vegna þess að ég fékk allstaðar nei fyrsta árið. Þá ákvað ég að sýna "menningarelítunni" að þetta væri hægt. Þeir sem sækja um í þennan sjóð og aðra verða að búast við neitunum. Ég hef fengið fleiri nei en já í gegnum tíðina og hef ekkert verið að væla út af því.
Einar: Góð saga, þú ert líka efni í rithöfund hef ég frétt og lesið. Flott hjá þér!
Nobbari: Ég hef lesið skrif þín á netinu og iða í skinninu að vita hver þú ert. ég er samt hrifnari af því að við skrifum undir nafni. Þú hefur ekkert að fela býst ég við. Ég þakka stuðninginn en vil ekki taka undir gagnrýni þína á Dodda. Hann er góður drengur en óreyndur og þarf að reka sig á og læra. Ég býst við að Doddi sé búinn að læra ýmislegt á þessu máli. Hann er mannlegur eins og ég.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.11.2007 kl. 16:39
Sæll Daniel. Þeir taki það til sín sem eiga það. ef þú álítur þig ekki sem tónlistarmann þá er það þannig, en ef þú gerir það þá er það svoleiðis.
valdi (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 16:58
Auðvitað er Daníel Geir tónlistarmaður. Það var fínt hjá honum Neistaflugslagið. Hann hefur gert meira hvað þetta varðar en margur tónlistarmaðurinn sem aldrei hefur samið lag og komið því frá sér. Flott hjá þér Daníel.
Valdi! Þú ert líka flottur:)
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.11.2007 kl. 17:18
Hæ aftur frændi
Eins og margsinnis hefur sýnt sig getur ýmislegt misjafnt gerst í pólitík, jafnvel milli samherja. Þetta á við alla flokka!
Er ells ekki að minnast á þitt mál í þessu tilviki!
Góðar kveðjur til allra. Vonandi gengur allt vel.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.11.2007 kl. 22:20
Það var klárt að ég skrifaði að ég tók þetta ekki til mín =) Enda ekki ástæða til.
Takk fyrir hólið Gummi og það má til gamans geta að ég var í stúdíói í allan dag og langt fram á kvöld að taka upp nýtt lag sem verður vonandi hægt að leyfa fólki að heyra sem allra fyrst.
Daníel Geir Moritz (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 01:33
Ja hérna, ég ætla að koma inn í þessu umræðu með því að segja bara
kvitt kvitt,
Það er svo merkilegt að sumir tónlistarmenn þurfa sífellt að vera að keppa við aðra tónlistarmenn. Það þykir mér miður. En til gamans má geta að O.L. hefur sótt styrki til Fjarðabyggðar og ekki fengið. En ég les það úr skrifum hér að ofan að þá hlýtur O.L. að vera of stórt nafn í dag. Best væri ef allir fengju styrki held ég.
kveðja úr náttfatapartý borginni rækjuvík
Vilhelm Harðarson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:09
Þetta er nú meiri umræðn.
Gummi er einfaldlega góður tónlistamaður sem hefur gert mikið fyrir bæjarfélagið og komið oftar ólaunað fram en margur annar. Burt séð frá góðu eða slæmu gengi hans á tónleikaferðum, og burt séð frá hans stöðu innan samfélagsins, þá sé ég ekkert athugavert við það að sína framúrskarandi tónlistafólki að við kunnum að meta þeirra störf og það sem þau hafa gert fyrir bæjarfélagið.
Díana Dögg Víglundsdóttir, 5.11.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.