Er líf eftir tónleikaferð?

Já, segi ég. Maður er ekki samur á eftir en lífið heldur áfram. Ég og Halli Reynis vorum í fanta formi og fengum góðar viðtökur. Þökk þeim sem mættu, svei þeim sem sátu heima. Halli kenndi mér á gítar og mér fór gríðarlega fram og nú er bara að halda áfram að æfa sig. Sérstaklega gaman var að flytja Súellen lögin í kassagítarútsetningum. Einungis góð lög þola það að vera flutt með kassagítar og raddböndum. Elísa, Kona, Ferð án enda og Svo blind voru á dagskránni hjá mér. Einnig flutti ég nýtt lag sem er vals sem ég samdi til Gunnu minnar. "Sennilega besta lag sem þú hefur samið" sagði Halli... takk fyrir það. Ég er þá í framför, he, he! MARTIN_HD28

Ég og Halli skokkuðum svo hringinn á Norðfirði á föstudaginn og fengum mínus 20 rokkstig fyrir það. Skokkuðum svo 8 kílómetra á sunnudaginn í roki og rigningu... þar með fuku af okkur öll rokkstig sem til voru.

Svo er Bubbi að koma á Norðfjörð að leita að söngvara. Það verður gaman að fylgjast með því. Nóg er af góðum söngvurum á Austurlandi. Nú er bara að mæta kæru söngvarar framtíðarinnar.

Eftir ræðu mína á Egilsstöðum um útlensku/íslensku böndin á Airwaves kviknaði hugmynd hjá Auði Hótelstjóra á Héraði sem gaman verður að vinna að. Íslenska innrásin verður vonandi að veruleika. Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Gott að hafa góða menn í "smalamennskunni" Leggjum af stað með "kónginn" í fyrramálið. Kveðja.

Eyþór Árnason, 22.10.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Forsetinn fagnar kónginum

Hlakka til að hitta ykkur.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 22.10.2007 kl. 20:51

3 identicon

já ég sá ykkur skokka á sunnudaginn.. eigið Hrós skilið fyrir það :) ekki alveg besta veðrið.

Helga Rósa (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband