Heilborun er kannski málið

Eins og flestir á Austurlandi vita eru sveitarfélögin Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjörður að kanna hagkvæmni þess að heilbora svo kölluð Samgöng. Bæjarstjórar sveitarfélaganna hafa unnið saman að málinu. Nýr samgönguráðherra sýnir málinu bæði skilning og áhuga. Á fundi um málið bætti samgönguráðherra við þennan þriggja manna hóp þingmönnunum Einari Má og Arnbjörgu Sveinsdóttur auk fulltrúa Vegagerðarinnar. Nú er þetta 6 manna hópur sem vinnur að þessu máli af fullum þunga og vona ég að fýsileikakönnun sú sem unnið er að sýni svart á hvítu að þetta geti flýtt jarðgangagerð hér fyrir austan.

Samgöng eru tenging: Eskifjarðar - Norðfjarðar - Mjóafjarðar - Seyðisfjarðar auk tengingar upp á Hérað.


mbl.is Enn eitt heimsmetið fellur í aðrennslisgöngum Jökulárveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eftir að Norfjarðargöng klárast 2011 að mig minnir, þá verður látið staðar numið hér á Mið-Austurlandi í bili a.m.k. Þá verður hugsanlega jákvæð niðurstaða úr físileikakönnuninni nú, lítilsvirði og ekki einu sinni víst að físilegt sé að gera aðra könnun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.9.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Ég myndi nú ekki vera svona svartsýnn. Ef það verður opið fyrir þann möguleika að bjóða heilborun í Norðfjarðargöng þá sjáum við svart á hvítu hvort það er í raun ódýrara að heilbora, ekki satt?

Aðalatriðið er: Ef það er mögulegt að heilbora og ef það er töluvert ódýrara þá er vilji til að fara í fleiri göng á eftir Norðfjarðargöngum. Þetta kemur í ljós á næstunni. Spennandi mál!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.9.2007 kl. 13:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég vona að sjálfsögðu að þú hafir rétt fyrir þér en þó hagkvæmara geti verið að heilbora þá er ekki víst að það dugi til vegna arðsemiskrafna á verkefnið. Það bíða víða göng, m.a. annarsstaðar á Austurlandi s.s. undir Lónsheiði og undir Heillisheiði. Sumir hafa nefnt neðansjávargöng undir Berufjörð.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.9.2007 kl. 16:11

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Verum bjartsýn. Ég held aðmálið sé einfaldlega að fá einhvern til að fjármagna gangagerðina. Nógu margir voru tilbúnir að fjármagna Sundabrautina því ekki að kanna málið hérna fyrir austan. Það er engin spurning að heilborun er vænsti kosturinn. Borarnir sem voru notaðir á Kárahnjúkum eru núna, einhverjir þeirra, í gangagerð í Mið-Evrópu.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.9.2007 kl. 08:34

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þetta er hárrétt athugasemd Elma. Þess vegna geta heimamenn "ráðið" einhverju um það hvort þetta verður að veruleika eða ekki. Samstaða er lykilatriði. Ríkisstjórn fer ekki fram með svona stórt mál nema samstaða ríki um um verkefnið. SSA fundur er framundan og nauðsynlegt að um málið verði ályktað þar.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 18.9.2007 kl. 08:42

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gott að heyra að Fjarðabyggð er að vakna og nú verðum við að standa saman......því fl. göng hér fyrir austan eru líka nauðsyn fyrir FJarðabyggð td ef að menn ætla að halda í Fjórðungssjúkrahúsið.

Einar Bragi Bragason., 18.9.2007 kl. 22:36

7 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Einar minn! Það er algjör samstaða um þetta og enginn að vakna. Allir búnir að vera vakandi frá upphafi

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 19.9.2007 kl. 11:06

8 identicon

Það er frábært að þetta sé komið athugun. Samgöng myndu gera heimasveitina að enn girnilegri valkosti fyrir búsetu.

Jóhanna (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband