Austfirðingaball í bænum

Já góðir hálsar. Takið frá næsta föstudag og þið sem búið fyrir austan munið að panta flug tímanlega. Það verður svaka stuð á Players næsta föstudag þann 21. september. Á ballinu skemmta Dúkkulísur sem nýverið sendu frá sér frábæran disk, Vax sem er geggjað rokktríó skipað Pellabræðrum og Sóldaggartrommara, Austurlandið sem einu sinni hét Austurland að glettingi og nú er Tommi Tomm genginn til liðs við þá. Svo ætla ég að syngja Þarna líka þannig að þetta verður alveg geggjað. Á ekki að mæta????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Iss....hver heldur þú að mæti á ball? Engin Sú Ellen að spila núna.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já, satt Gunnar. Það væri skemmtilegra að hafa gömlu jálkana með mér.... en svona er lífið. Til hamingju með nýja herbergið

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 18.9.2007 kl. 19:39

3 identicon

Jamm Gummi,það er satt.Annars treysti ég Tomma til að halda uppi stuðinu,hann kann það og meira til.Rokkar alltaf feitt eins og honum einum er lagið.Ætla ekki að mæta,nýkomin úr bænum.Þið eru rugludallar,þú,Steinar og BT,eins gott að Stelluboy hafi ekki verið á svæðinu líka!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 00:53

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Já Gunnar minn. Herbergið þitt er glæsilegt og ég vona að þú hafir sofið vel.

Þetta verður rosalegt ball og leitt að þú heiðrir okkur ekki með nærveru þinni.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 19.9.2007 kl. 11:08

5 identicon

Allveg frábær tiltekt hjá ykkur félögunum.Þið eru ekki nískir á gleðina.Ekki í vandræðum með það að gleðja aðra með óvæntum uppákomum.Annars varð að byrja á því að lofta út þessari lykt,ekki mér að skapi. Fyrst ég tek ekki púlsinn á Austfirðingaballinu,þá eru það bara Færeyjar.Eitthvað nýtt í sambandi við þá ferð?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 14:11

6 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Neibb Gunnar! Hef ekkert heyrt nýtt frá vinum okkar í Færeyjum. Læt vita um leið:)

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 19.9.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband