Fyrsti í bæjarstjórn

Þá er fyrsti fundur bæjarstjórnar Fjarðabyggðar á morgun eftir sumarfrí. Gaman að taka aftur upp þráðinn. Ég mun eftir atvikum greina frá á þessari síðu hvað er helst á döfinni þar í bland við tónlistarfréttir.

Ég var á hádegisverðarfundi í dag með öðrum úr bæjarráði og fræðsluráði. Gestur fundarins var Jón Sigurðsson fyrrv. formaður Framsóknar og núverandi starfsmaður Háskólans í Reykjavík. Ég fór svo með Jón út í starfsmannaþorp Fjarðaáls og sýndi honum aðstæður þar. Þar eru miklir möguleikar sem við erum að skoða.... segi ekki meir en fylgist með fréttum úr Fjarðabyggð á morgun.

Áfram Fjarðabyggð, Austurlandi og allri þjóð til heilla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þá byrjar ballið vinur minn. Mér hefði fundist að fréttin af þessum samningi milli Fjarðabyggðar og HR hefði átt að koma fyrst á heimasíðu Fjarðabyggðar. Veit ekki hvort hún er enn komin þar inn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.9.2007 kl. 10:40

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Hæ Elma. Sammála. Þess vegna var ég nú með þessa hálfkveðnu vísu. Þetta er komið þar inn. sjá www.fjardabyggd.is

Svo skúbbaði Helgi Seljan þessu eins og þú veist (eftir að hafa lesið þetta hér) en það var í ágiskunaræsifréttastíl og bara nokkuð fyndið

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 6.9.2007 kl. 15:25

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er þetta sem sagt nýja leiðin hjá Framsókn.........verða allir í Fjarðabyggð skráðir í Framsókn...og Jón Björn verður konungur:)

Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 17:59

4 Smámynd: Guðmundur Nortind Gíslason

Sæll nafni og takk fyrir addid, verdur ad fyrirgefa ad eg er ordinn svo utlenskur ad eg er ekki med isl stafi i tølvunni minni. Gaman ad fylgjast med tynum skrifum ad austan, to svo ad eg se alinn upp a sudvestur horni landsins finnst mer alltaf ad eg hafi att adeins heima fyrir austan lika, veit ekki afhverju.

Las fyrra bloggid titt tar sem tu nefndir tonleika heima og hversu landinn mætir seint, tetta er allveg makalaust helv og hefur oft verid til trafala fyrir bøndin sem hafa ferdast langt ad og svo litur alltaf ut fyrir ad madur verdi ad pakka saman uppur midnætti.   A Nes hefur tetta aldrei verid vandamal tegar eg hef verid tar med minum hljomsveitum, kunstin var bara ad vera i partyunum med heimamønnum og mæta svo bara med teim a ballid:) ekki satt? Tad eina sem var neikvætt vid ad gigga fyrir austan var ad tad var svo helv lengi verid ad keyra sudur. ( flugum reyndar mest undir tad sidasta)

Er ad fara ad kjosa her a manudag i fyrsta skipti i bæjarstjornarkosningum, hef ad visu ekki sett mig mikid inni lokalpolitikina her en tad væri gott ef madur hefdi svona mann eins og tig sem er svo umhugad um titt bæjarfelag og hefur brennadni ahuga a tvi sem tu tekur ter fyrir hendur. Kem ad sjalfsøgdu til ad nyta mer koningarettinn og vona ad tad se einhver Gummi Gisla her sem tekur a teim malum sem brennur a folki.

KV

Umbinn 

Guðmundur Nortind Gíslason, 7.9.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband