Kastljós og Hveragerði

Góðan dag kæru lesendur og vinir!

Upptaka í Kastljósi gekk vel og lagið verður sýnt á mánudag eða þriðjudag í næstu viku. Hljóðfæraleikarar sem spiluðu með mér á plötunni voru með mér og stóðu sig vel, enda snillingar! Nú eru lögin mín mikið spiluð á Rás 2 þar sem "Íslensk tónlist" er plata vikunnar á þeim bæ. Ég fæ víðast góð viðbrögð og er þakklátur fyrir það. Ég endurtek að ef ykkur langar í disk þá sendið mér línu á bgbros@simnet.is og ég sendi disk um hæl. Mín er ánægjan.

Tónleikar verða í Hveragerði á Blómstrandi dögum fimmtudagskvöld kl. 22:00. Þar munum við Halli Reynis flytja lög af plötu minni og Halli mun einnig spila sín þekktustu lög. Mikið hlakka ég til að prófa að flytja lögin mín á þennan hátt á rólegum tónleikum þar sem ég get sagt sögurnar á bak við lögin.

Kær kveðja!

Guðmundur R


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Gummi. þetta er flott plata hjá þér. Innilega til hamingju. búin að heyra mikið af henni á rás 2. og svo finnst mér Ástrósin lang flottast.

bestu kveðjur

Helga Rósa (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband