Sjálfstæð útgáfa á tónlist. 4. hluti
16.8.2007 | 20:46
Það er ótrúlegt limbó að standa í plötuútgáfu. Í gær var ég nánast bugaður af svartsýni, platan ekki komin í búðir og þið vitið..... ekkert að gerast. Samt spilaður á Rás 2. Guð blessi þá útvarpstöð og alla sem þar vinna.Þegar allt gengur á afturfótunum er gott að skrifa niður það sem þarf að gera, sem ég og gerði í gærkvöldi. Síðan í morgun eftir nokkra tölvupósta og örfá símtöl þá braust sólin fram og skín en í andlit mitt. Fyrst voru það góðar fréttir varðandi dreifingu en Sena ætlar að dreifa fyrir mig og því er annað sem hér var tilkynnt dregið til baka. Sena er stærst í þessum bransa og tryggir alla vega að platan verður til í flestum búðum. Samt engin trygging fyrir sölu, hún veltur á mér.5 mínútum eftir þessar góðu fréttir fékk ég tölvupóst frá Óla Palla sem tilkynnti mér að "Íslensk tónlist" verður plata vikunnar í næstu viku á Rás 2. Þetta sækja allir um sem gefa út diska en það eru aðeins 52 vikur á árinu og margir um hituna. Ég sagði Óla Palla að hann hafi ekki getað fært mér betri fréttir þó hann hefði tilkynnt mér um Lottóvinning. Við sem gefum út sjálf eigum ekki margar leiðir til að kynna okkur. Þetta er ein þeirra og sú allra besta. Takk Óli Palli og starfsfólk Rásar 2.Svo tek ég lagið í Kastljósi í næstu viku, ekki alveg víst um dag en ég læt vita nánar af því hér á síðunni.Næsta vika verður skemmtileg:*Plata vikunnar á Rás 2*Platan verður til í búðum landsins*Framkoma í Kastljósi*Spila með Halla Reynis á Blómstrandi dögum í Hveragerði þar sem Kiddi vinur minn (í Freyju) ræður ríkjum.*Fara í brúðkaup Gísla Bróður og Bergrósar (nánar um það síðar)Rosalega mun ég sofa vel í nótt. Þið trúið ekki hvað ég er feginn að þetta er í höfn. Það er gaman þegar maður nær sínum markmiðum. Nú er bara að standa sig, það getur engin gert fyrir mann.kær kveðja!Guðmundur R
Athugasemdir
Vá !!!!
Æðislegar fréttir og innilega til hamingju með þetta allt. Það er alltaf gott þegar uppskera manns heppnast vel. Ekki gleyma að segja okkur frá Kastljósþættinum þá sest fjölskyldan fyrir framan imbann, með popp og Coke og horfir með stollti á OKKAR mann.
Gangi þér vel.
Sóley Valdimarsdóttir, 16.8.2007 kl. 21:49
Flott hjá þér Gvendur!Verð sennilega komin á sjóinn aftur í næstu viku,þetta er orði ágætis frí.En reyni að fylgjast með.Svo bara tökum við bara Færeyjar með trompi næst.Hvernig er staðan í því dæmi?
Kv.Hertoginn á Bjarti NK
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 21:58
Takk Sóley og Gunnar!
Allt á hreinu með Færeyjar, bæði tónleikar og ball í Sandavogi 1. sept. með Súellen og einhverjum Færeyjaböndum. Fljúgum þá út þann 30. ágúst. Þá verður þú að vera kominn í land svo þú missir ekki af ferðinni.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.8.2007 kl. 23:40
Kæri Gummi, til hamingju!! Þetta er frábært. OG alls ekki gleyma að tilkynna það þegar þú veist dagsetninguna með Kastljós. Ég og eldri sonur minn munum sitja LÍMD við skjáinn!!! Hlustum reglulega á þessi tvö lög sem eru hérna inni og við hlökkum til þegar diskurinn verður kominn í hús!!
Kærleikskveðja...
SigrúnSveitó, 17.8.2007 kl. 22:57
Til hamingju Gummi, frábært að þetta er allt að ganga upp OG maður horfir að sjálfsögðu á Kastljósið þegar þú verður búin að láta okkur vita
Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.8.2007 kl. 01:02
Til lukku
Einar Bragi Bragason., 19.8.2007 kl. 21:27
Hertoginn af Tröllanesi var að benda mér á að þú værir kominn með blogg. Á pottþétt eftir að fylgjast með því, Þó þú sért ekki ennþá búinn að finna út úr því fyrir mig hver á lagið Hey ja hey... æ þarna lagið sem súellen tók alltaf í gamla daga ;) Til hamingju með diskinn þinn nýja, búin að hlusta á hluta af honum og var að sjálfsögðu á tónleikunum. Mörg mjög flott lög. Gangi þér vel.
Kveðja Þórey
Þoka (IP-tala skráð) 20.8.2007 kl. 17:33
Hæ frændi
Flott hjá þér
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 21.8.2007 kl. 00:57
Takk fyrir kæru vinir (frændi)
Þórey! Við finnum út úr þessu heyjaheyja dæmi einn góðan veðurdag
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 23.8.2007 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.